Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.02.2007, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 03.02.2007, Qupperneq 46
 { Kópavogur } 6 „Í Snyrti-Akademíunni, sem staðsett er í Hjallabrekku 1 í Kópavogi, er að finna þrjá skóla í glæsilegu hús- næði. Þeir eru allir á sviði fegrun- ar; þar er naglaskóli, Professionails förðunarskóli og snyrtiskóli,“ segir Kristín Stefánsdóttir hjá Snyrti- Akademíunni. Skólinn býður upp á ýmsa möguleika fyrir fólk sem stefnir á að vinna á sviði fegrunar. „Naglaskólinn stendur yfir í sex til tólf mánuði og þar geta konur lært naglaásetningu og fer kennsla fram tvisvar í viku. Förðunarskólinn er hins vegar fjórum sinnum í viku og stendur í þrjá mánuði en þar útskrifast nemendur sem förðunar- fræðingar. Svo er það snyrtiskólinn sem er nám í heilt ár og útskrifar snyrtifræðinema. Eftir það tekur síðan við tíu mánaða starfsþjálfun á snyrtistofu. Þetta eru því þrjár ólík- ar námsbrautir,“ segir Kristín. „Þetta er mikið kvennaríki hjá okkur en gaman að segja frá því að í nóvember var fyrsti karlmaðurinn að byrja hjá okkur í Snyrtiskólan- um. Það er mikil framtíð í þessu og vonandi eiga fleiri karlar eftir að koma í þetta nám. Þetta er óskap- lega gefandi og skemmtilegt nám og markaðurinn í þessum geira er stór. Fólk er í æ ríkari mæli farið að dekra við sig,“ segir Kristín. Nemendur skólans fá mikla starfsþjálfun á námstímanum og koma með módel sem þeir æfa sig á í hverri viku. Fjölskyldumeðlim- ir og vinir njóta góðs af og það er aldrei skortur á módelum. „Hins vegar erum við með opna stofutíma á mánudögum í Snyrtiskólanum og þá geta konur pantað tíma og feng- ið þjónustu á vægu verði. Það eru góðar æfingar fyrir nemendur sem undirbúa sig svona undir það að vinna á snyrtistofu,“ segir Kristín. Á síðasta ári gerði Snyrti-Aka- demían stóran samning við Stein- er Ltd, breskt fyrirtæki sem rekur snyrtistofur og spa á skemmtiferða- skipum um allan heim. „Með þess- um samningi gefst okkar nemend- um kostur á að taka út starfsþjálfun sína um borð í skemmtiferðaskipum ef þeir standast ákveðin próf. Það er náttúrulega ævintýri líkast, fá að skoða heiminn meðan þeir eru í starfsþjálfun og njóta lífsins á góðum launum. Þetta býður upp á mikla möguleika,“ segir Kristín. Í mars næstkomandi verður boðið upp á Cidesco-próf í fyrsta sinn í Snyrtiskólanum en það er alþjóðlegt próf snyrtifræðinga og Snyrtiskólinn er eini skólinn á Íslandi sem býður upp á þann val- kost. Skólinn reynir einnig að láta gott af sér leiða og fyrir stuttu stóð hann fyrir fjáröflun til styrktar upp- byggingu skólahúsnæðis fyrir Little Bees, skóla sem er í einu af mörgum fátækrahverfum sem eru í nágrenni Naíróbí í Kenía. - egm Þrír fegrunarskólar und- ir einu og sama þakinu Nemendur frá Snyrti-Akademíunni eiga möguleika á því að stunda starfsþjálfun sína um borð í skemmtiferðaskipum um allan heim. Akademían er í raun þrír mismunandi fegrunarskólar undir einu þaki. Digranesskóli fékk merkilega gjöf frá verktakafyrirtækinu Klæðningu ehf. ekki alls fyrir löngu. Um er að ræða góðan stjörnukíki sem á eftir að nýtast vel, bæði hvað varð- ar kennslu og einnig í félagsstarfi skólans. Þórður Guðmundsson, stærðfræðikennari í Digranesskóla, segir mikla ánægju ríkja með kík- inn í skólanum. „Þegar þessi merkilega hala- stjarna var hérna um daginn sást hún vel á austurhimninum einn morguninn. Nemendur og kennarar voru fullir áhuga á að skoða fyrir- bærið. Út frá því spruttu síðan upp umræður um það á kennarastofunni að það væri gaman að eiga svona stjörnukíki sem hægt væri að nota í svona tilfellum. Skólinn hefur þó enga fjármuni til að kaupa svona græju svo það kom upp sú hug- mynd að fá eitthvert fyrirtæki til að gefa okkur hana,“ segir Þórður sem var ekkert að tvínóna við hlutina. „Ég hringdi bara í það fyrirtæki sem kom fyrst upp í hugann og það var Klæðning. Maðurinn sem ég talaði við þar sagði að það væri stjórnarfundur hjá þeim eftir hálf- tíma og þar yrði þetta mál skoðað. Svo var bara hringt strax í mig og svarið var jákvætt,“ segir Þórður en hann telur þetta sýna að atvinnulíf- ið í landinu getur vel stutt við bakið á góðu skólastarfi. „Þetta virðist mjög góður kíkir og hann hefur þann kost að þægi- legt er að ferðast með hann. Hann er á þrífæti og hægt að setja hann upp nánast hvar sem er. Þetta býður upp á alveg nýja möguleika bæði í námi og félagsstarfi skólans. Ef það eru skálaferðir eða þannig þá er hægt að taka kíkinn með og fara í stjörnuskoðun. Svo eru hugmyndir um að bjóða upp á námskeið sem er líka fyrir foreldra um stjörnuhimin- inn svo dæmi sé tekið.“ Skiljanlega þurfa þó aðstæður að vera réttar til að hægt sé að nota þennan stjörnukíki. „Maður þarf að fara upp í Heiðmörk eða einhvern stað þar sem er dimmt. Það fylgdi samt með honum sérstakur filter til að skoða sólina og það er hægt að gera það bara hér úti á plani yfir daginn. Það er því hægt að nýta þessa gjöf til margs og gaman að sjá fyrirtæki úr atvinnulífinu styrkja skólastarf með þessum hætti,“ segir stærðfræðikennarinn Þórður Guð- mundsson. - egm Nytsamleg gjöf Digranesskóli fékk stjörnukíki að gjöf fyrir skömmu en mikil ánægja ríkir með þennan kíki innan skólans. Opið: Mánud.-Föstudag 06:00 - 18:00 Laug. 06:00 - 17:00 Sunn. 07:00 - 17:00 Opið: Mánud.-Föstudag 08:00 - 18:00 Laug. 08:00 - 16:00 Sunn. 09:00 - 16:00
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.