Fréttablaðið - 03.02.2007, Side 58

Fréttablaðið - 03.02.2007, Side 58
 { Kópavogur } 18 Ljóðstafur Jóns úr Vör eru árleg ljóðlistarverðlaun sem veitt eru að lokinni samkeppni þar sem öllum er frjálst að senda inn frumsamin ljóð á íslensku. Ljóðasamkeppnin var stofnuð 2001 á vegum lista- og menningarráðs Kópavogs og Rit- listarhóps Kópavogs, í minningu skáldsins Jóns úr Vör. Peningaverðlaun eru veitt og verðlaunaskáldið fær til varðveislu í eitt ár göngustaf sem var í eigu Jóns. Á stafinn er festur skjöldur með nafni verðlaunahafa ásamt ártali. Fyrsta samkeppnin fór fram 2002 og veitt verðlaun til ljóð- skálds hinn 21. janúar það ár en það var afmælisdagur skáldsins. Öll ljóð eru vandlega merkt dul- nefni og engin leið fyrir dómnefnd að komast að nafni höfundar fyrr en að vali loknu. Hér takast því á reyndari skáld og nýrri í jöfnum leik. Að þessu sinni voru send inn um 350 ljóð og komst dómnefndin að þeirri niðurstöðu að verðugur handhafi ljóðstafs Jóns árið 2007 væri Guðrún Hannesdóttir fyrir ljóð sitt „Offors“. Samkvæmt hefð sem myndast hefur við veitingu ljóðstafsins hafa líka verið veittar tvær viðurkenningar fyrir ljóð sem vöktu sérstaka athygli dómnefndar. Fyrir valinu í ár urðu ljóðin „Gam- alt sendibréf frá afa á deild fimm“ eftir Hjört Marteinsson og „Para- bólusetning“ eftir Eirík Örn Norð- dahl. Guðrún Hannesdóttir fékk við- urkenningu í keppninni árið 2004 fyrir ljóðið „Þar“ sem vakti athygli en hún segir í viðtali að það sé í fyrsta skipti í þessari keppni sem hún lætur frá sér ljóð. Hún segir að það hafi komið sér gleðilega á óvart að hafa unnið og að það sé frábært hjá Kópavogsbæ bæði að minnast Jóns og ýta undir að fólk skrifi ljóð og sendi þau frá sér. Nafnleyndin er nokkurs konar galdur, fólk er bara metið af sjálfu ljóðinu en ekki út frá aldri og fyrri störfum. „Fyrir mér er ljóðagerðin ekki ólík lyklasmíð,“ segir Guð- rún. „Ég er að smíða mér lykla sem ganga bæði að heimi tungumáls- ins og eins að ýmsum víddum og hólfum í minni eigin vitund. Fyrstu lyklarnir eru beygðir og bögglaðir, hálfgerðir þjófalyklar, en taka von- andi smám saman á sig verklegri mynd. Ég er sem sé að safna mér í sæmilega kippu til eigin nota. En það væri óneitanlega skemmtilegt að hugsa sér að einn og einn lyk- ill gengi að hjartahólfi annarrar manneskju líka.“ Ljóðagerð líkt við lyklasmíð Guðrún Hannesdóttir er handhafi ljóðstafs Jóns úr Vör árið 2007. Hún sigraði með ljóðinu „Offors“. FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is 60% MARKAÐSHLUTDEILD Á ÍSLANDI ÁRIÐ 2004 MANITOU skotbómulyftarar - Þarfur þjónn, sem uppfyllir ströngustu gæði og væntingar þeirra kröfuhörðustu. HANN ER GRIMMUR! MANITOU MLT 634 TURBO INTERCOOLER - VIÐURKENND VARAHLUTAÞJÓNUSTA í 44 ár - Útvegum notaða skotbómulyftara - Úrval notaðra lyftara á lager Fjórhjóladrifinn Fjórhjólastýrður Lyftigeta: 3.400 KG Lyftihæð: 6.050 MM Gafflar: 1.200 MM Vél: Perkins Turbo intercooler, 123 HÖ LOAD SENSING!! Samtímis glussahreyfingar án aukins snúningshraða vélar. SKOTBÓMULYFTARI PON PÉTUR O. NIKULÁSSON ehf. Melabraut 23 • 220 Hafnarfjörður Símar 552 2650 & 552 0110 • FAX: 552 1588 • e-maiL: pon@pon.is Fit food heilsusjoppan er fyrir þá sem vilja hollan skyndibita í hádegi eða á öðrum tímum og vera snöggir að því. Allir réttirnir eru tilbúnir til meðtöku og má þar nefna, lífræna pastabakka, líflegt grænmetissalat, ávaxtaskyrdrykki, hollustulanglokur, ávaxta- og grænmetisbakka, veislubakka, gjafakörfur og hver má vita hvað. Svo erum við að sjálfsögðu með glettilega gott grænmeti og afar álitlega ávexti. Heilsaðu uppá okkur að Nýbýlavegi 28. Opnunartími 8–17 alla virka daga. E.s. Ef þú færð hollari skyndibita, jafn góðan, jafn snöggan og á jafn góðu verði láttu engan vita. Nýbýlavegi 28, Kópavogi, sími 517-0110 avaxtabillinn@avaxtabillinn.is www.avaxtabillinn.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.