Fréttablaðið - 03.02.2007, Page 88

Fréttablaðið - 03.02.2007, Page 88
! Í gær afhenti forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Gríms- son, Íslensku bókmennta- verðlaunin 2006 við athöfn á Bessastöðum. Tíu bækur voru tilnefndar til verðlaun- anna í desember sl., fimm í flokki fagurbókmennta og fimm í flokki fræðirita og bóka almenns efnis, eins og þær eru kallaðar. Það er Félag íslenskra bókútgefenda sem stofnaði til verðlaun- anna fyrir átján árum. Tilnefndar í flokki fagurbók- mennta voru: Aldingarðurinn eftir Ólaf Jóhann Ólafsson (Edda útgáfa/Vaka-Helgafell) safn smá- sagna, Fyrir kvölddyrum eftir Hannes Pétursson (Edda útgáfa/ Mál og menning) fyrsta ljóðabók hins aldna skáldsnilling í fjölda ára, Guðlausir menn eftir Ingunni Snædal (Bjartur) sem fékk bók- menntaverðlaun Tómasar Guð- mundssonar í fyrra, Sendiherrann eftir Braga Ólafsson (Edda útgáfa/ Mál og menning), og Tryggðar- pantur eftir Auði Jónsdóttur (Edda útgáfa/Mál og menning), hvort- tveggja athyglisverðar skáld- sögur eftir framúrskarandi rit- höfunda. Tilnefndar í flokki fræðirita og rita almenns efnis voru: Drauma- landið – sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð eftir Andra Snæ Magnason (Edda útgáfa/Mál og menning), ein óvæntasta metsölu- bók síðari ára; Íslenskir hellar eftir Björn Hróarsson (Edda útgáfa/Vaka-Helgafell), mynd- skreytt stórvirki í tveimur bind- um um falin heim hella á Íslandi; Óvinir ríkisins eftir Guðna Th. Jóhannesson (Edda útgáfa/Mál og menning), sem hellti olíu á eld gamalla deilumála um hleranir hér á landi; Skáldalíf eftir Halldór Guðmundsson (JPV útgáfa) um samhliða feril þeirra Þorbergs og Gunnars Gunnarssonar, Upp á sig- urhæðir eftir Þórunni Erlu Valdi- marsdóttur (JPV útgáfa) - lang- þráð ævisaga Mattíasar Jochumssonar. Kristján B. Jónasson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, setti samkomuna og forseti Íslands kynnti niðurstöðu dómnefndar og afhenti verðlaunin. Verðlaunahöf- undar ávörpuðu síðan gesti. Kristjana Stefánsdóttir, Sig- urður Flosason og Eyþór Gunnars- son fluttu tvö verk við athöfnina Til þín, með sólina í bakið og Hvar er tunglið? Aðalsteinn Ásberg Sig- urðsson er höfundur ljóðs beggja verka og Sigurður Flosason laga. Þriggja manna lokadómnefnd, skipuð þeim Sigríði Þorgeisdóttur, Kristjáni Kristjánssyni og Stefáni Baldurssyni, sem var formaður, valdi verkin úr tíu bókum sem til- nefndar voru til verðlaunanna í desember. Bókmenntaverðlaunin nema 750 þúsund krónum í hvorum flokki, auk þess sem afhent eru skrautrituð verðlaunaskjöl og verðlaunagripir hannaðir af Jóni Snorra Sigurðssyni á gullsmíða- verkstæði Jens - opin bók á granít- stöpli með nafni verðlaunahöfund- ar og bókar hans. Afhendingin fór að venju fram í skálanum á Bessastöðum og var þar fjölmenni áhrifamanna úr bókmenntageiranum. Báðir höf- undarnir voru viðstaddir og heldu stutta tölu er þeir þágu viðurkenn- ingarskjöl og grip úr höndum for- seta. Þeir sem áður hafa hlotið Íslensku bókmenntaverðlaunin eru: Stefán Hörður Grímsson 1989 en þá voru verðlaunin aðeins veitt í einum flokki, Fríða Á. Sigurðar- dóttir og Hörður Ágústsson 1990, Guðbergur Bergsson og Guðjón Friðriksson 1991, Þorsteinn frá Hamri og sameiginlega Vésteinn Ólason, Guðrún Nordal og Sverrir Tómasson 1992, Hannes Pétursson og Jón G. Friðjónsson 1993, Silja Aðalsteinsdóttir og Vigdís Gríms- dóttir 1994, Steinunn Sigurðar- dóttir og Þór Whitehead 1995, Böðvar Guðmundsson og Þor- steinn Gylfason 1996, Guðbergur Bergsson og Guðjón Friðriksson 1997, Hörður Ágústsson og Thor Vilhjálmsson 1998, Andri Snær Magnason og Páll Valsson 1999, Gyrðir Elíasson og Guðmundur Páll Ólafsson 2000, Hallgrímur Helgason og Sigríður Dúna Krist- mundsdóttir 2001, Ingibjörg Har- aldsdóttir, Pétur M. Jónasson og Páll Hersteinsson 2002, Ólafur Gunnarsson og Guðjón Friðriks- son árið 2003, Auður Jónsdóttir og Halldór Guðmundsson árið 2004 og Jón Kalman Stefánsson og Kristín G. Guðnadóttir, Gylfi Gíslason, Arthur C. Danto, Matthí- as Jóhannessen, Silja Aðalsteins- dóttir og Eiríkur Þorláksson árið 2005. þetta er í annað sinn sem Andri Snær fær þessa viðurkenningu og sest hann á bekk með þeim Silju Aðalsteinsdóttur og Guðbergi Bergssyni sem hafa þegið þessa viðurkenningu í tvígang. Guðjón Friðriksson hefur fengið verð- launin þrisvar. Smásagnasafn Ólafs kom nýlega út í Bandaríkjunum og fékk lofsamlega dóma víða. Deilurit Andra Snæs hefur komið út í nokkrum prentunum, í undirbúningi er leiksýning á vegum Hafnarfjarðarleikhússins sem byggir á verkinu og í bígerð er heimildarmynd sem sækir efni sitt í bókina. Kl. 14.00 Kristín Guðmundsdóttir opnar sýningu sína Barnslegar minningar + löstur mannsins á Café Karólínu á Akureyri. Sýningin samanstendur af textaverkum á glasamottur og veggi. Verkin skiptast í tvo hluta, annars vegar minningar barns um aðvaranir þeirra eldri og svo hins vegar syndir þeirra eldri og hvernig hægt sé að forðast þær. Sýningin stendur til 2. mars.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.