Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.02.2007, Qupperneq 90

Fréttablaðið - 03.02.2007, Qupperneq 90
Galleríið Suðsuðvestur á Hafnar- götu 22 í gömlu Keflavíkinni held- ur uppi kraftmikilli starfsemi þar suður frá þótt húsnæðið sé lítið. Á laugardag, kl. 16, opna listamenn- irnir Hye Joung Park og Karl Ómarsson sýningu þar, sem síðar verður opin á föstudögum milli kl. 16 og 18 og á laugardögum og sunnudögum milli kl. 14 og 17.30. Verður sýningin uppi í þrjár vikur. Hye og Karl hafa unnið saman áður en vegna ólíkrar nálgunar þeirra hefur þeim tilraunum verið líkt við samvinnu snigilsins og býflugunnar. Í þetta sinn áttu hug- leiðingar þeirra stefnumót á fyrir- fram ákveðnum stað, sem hefur sett mark sitt á verkin og þau hafa fléttast saman í eina innsetningu. Í Suðsuðvestur hafa þau dregið fram óræð mörk þar sem sýningargestir eiga þess kost að skima eftir snert- ingu verka sem teygja sig og vaxa. Um verk þeirra segir í sýningar- skrá: „Yfirráðasvæði áhorfandans er truflað með sterkri nærveru. Markvisst er unnið með tungumál myndarinnar og uppfærslan er rækilega ígrunduð. Vinna tveggja listamanna er framlengd og renn- ur saman í eitt. Rýmið teygir sig yfir í kynlausan líkama. Öryggis- leysi grípur hvern sem gefur sér tíma til þess að mæta sterkri fram- setningu og hamskiptum miðlunar. Endurtekinn og vélrænn andar- dráttur kallar fram ósjálfráð við- brögð og móttækilegur sýningar- gestur gæti því hæglega gengið inn í ástandið líkt og í leiðslu. Til- finning fyrir æðaslætti og þreng- ingu í hálsi eykst. Hægt og rólega skýrast þó línurnar og maður nær tökum á kringumstæðum á ný.“ Býfluga og snigill Nemendaópera Söngskólans frum- sýnir bráðskemmtilega óperettu í þremur þáttum á laugardag í Iðnó, sem sett er saman sérstaklega fyrir krakkana í skólanum og skartar nokkrum þekktum og minna þekktum sönglögum úr hinni skrúðmiklu og fyrrum vin- sælu óperettuhefð austurríska keisaradæmisins. Verkið er kallað Algjör draum- ur og þar verða sungin sönglög eftir meistara á borð við Johan Strauß, Carl Millöcker, Rudolf Kattnig, Franz Lehár, Jacques Off- enbach, Emmerich Kálmán og Robert Stolz, en allir voru þeir vinsælir lagahöfundar á gullaldar- tíma óperettunnar. Raunar átti hinn síðastnefndi og sá yngsti þeirra glæsilegan feril í Holly- wood sem höfundur kvikmynda- tónlistar, þá kominn á efri ár. Samdi hann meðal annars tónlist- ina fyrir Þriðja manninn fyrir Carol Reed. Í sýningunni koma fram 22 af nemendum óperudeildar Söngs- kólans í Reykjavík í söng-, dans- og leikhlutverkum. Sýningunni stýra þau Sibylle Köll, sem gerði garð Söngskólans frægan með uppsetningu sinni á Töfraflautu Mozarts í fyrravetur, og Anton Steingruber, austurrískur söngv- ari og leikstjóri. Það var hann sem setti saman efnisþráð og bjó til verkið fyrir Söngskólann í Reykja- vík og nýtti sér lög úr sjóðum óperettubókmenntanna. Það er Janet Haney sem leikur undir. Efnisþráðurinn ber þess merki: Fallegar ólofaðar systur hitta fræga bræður, sem auk þess að vera sætir eru tenórar! Þessi hópur ungra söngradda er ólofað- ur og því koma við sögu metnaðar- fullar mæður, mátulega auðtrúa feður, glæsilegar þjónustustúlkur, garðyrkjumenn, dansmeyjar, þjónar, sendiboðar, barónar, sendi- herrar og fleira fólk af fínu standi. Allir eltast við alla og allt endar vel með trúlofunum, brúðkaupum og enginn verður súr í þeim ranni. Sýningar verða í Iðnó á sunnu- dag og mánudag en uppselt er á frumsýninguna í kvöld. Ný óperetta Söngskólans Norðanstúlkan er komin í bæinn og hefur stillt verkunum sínum upp á fyrstu hæðinni í Ingólfs- stræti 8. Þar er gallerí eina ferð- ina enn. Þar hóf Edda Jónsdóttir rekstur á gallerí i8 fyrir aldar- fjórðungi í kjallaranum og hefur síðan kennt gallerí sitt við húsið en nú er þar gallerí á fyrstu hæð- inni í rúmgóðum framstofum fyrir stórum gluggum. Þangað er Aðalheiður S. Eysteinsdóttir mætt með trémyndir sínar og er það fyrsta einkasýning hennar í borginni síðan 2003 en þá sýndi hún á Mokka kaffi og í Galleríi Sævars Karls auk þess að flytja eftirminnilegan gjörning á tjörn- inni. Þessar sýningar voru úr sýn- ingaröðinni 40 sýningar á 40 dögum. „Mér finnst gaman að eiga afmæli og hélt veglega upp á það fertugasta með 40 sýningum víða um heim.“ Ein opnun á dag í 40 daga, allt ólíkar sýningar sem á einn eða annan hátt tengdust daglegu lífi viðkomandi staðar. Nú er listakonan eldri en lætur ekki deigan síga í endurnýtingu eldra hráefnis sem hún slær saman í litrík og björt mynd- verk. Aðalheiður S. Eysteinsdóttir stundaði nám við Myndlistaskól- ann á Akureyri 1989-93 og hefur síðan unnið ýmis störf á sviði myndlistar ásamt því að vera athafnasamur myndlistarmaður. Árið 2000 hóf Aðalheiður þátt- töku í Dieter Roth akademíunni og mun halda þeirri samvinnu áfram. Aðalheiður segir um verkin sín: „Frá upphafi ferils míns hef ég leitast við að endurgera eftir- minnileg augnablik úr eigin lífi, persónur eða bæjarbrag. Sett upp mynd af samfélagi manna og dýra í tilraun til að minna okkur á hvaðan við komum og hver við erum. Eins konar brú milli veru- leika og ímyndunar í samfélagi sem er of upptekið til að staldra við og njóta.“ Sýning Aðalheiðar stendur til 17. febrúar. Anima gallerí er opið þriðjudaga til laugardaga milli 13 og 17. Aðalheiður sýnir í Anima Íslenska óperan og Línuhönnun hafa endurnýjað samstarfssamn- ing sín á milli. Línuhönnun hefur verið eitt af af traustustu sam- starfsfyrirtækjum Íslensku óper- unnar um árabil og lagt fram til- tekna fjárupphæð til stuðnings starfseminni. Íslenska óperan er sjálfseignarstofnun og gert er ráð fyrir að hluti tekna hennar komi frá samstarfi við önnur fyrirtæki atvinnulífsins. Bjarni Daníelsson óperustjóri segir samstarf Íslensku óperunnar við atvinnulífið mikil- vægan þátt í rekstri Óperunnar. „Það er Íslensku óperunni mikil- vægt að eiga trausta samstarfsað- ila á borð við Línuhönnun til að leggja henni lið og stuðla að óperu- starfsemi á heimsmælikvarða á Íslandi,“ segir Bjarni. Samstarfs- samningur Óperunnar og Línu- hönnunar gildir til eins árs. Línuhönnun styrkir óperuHin mjög svo rómaða sýning Bene-dikts Erlingssonar Mr. Skalla- grímsson verður tekin til sýninga að nýju í Landnámssetri 3. mars nk. Sýningin um Mr. Skallagríms- son var frumsýnd á Sögulofti Land- námsseturs við opnun set- ursins 13. maí sl. og sló algerlega í gegn. Luku gagnrýnendur einróma lofsorði á sýninguna. Mr. Skallagrímsson er einleikur sem saminn er og fluttur af Bene- dikt Erlings- syni. Sýning- um lauk fyrir fullu húsi í lok október þar sem Benedikt þurfti að hverfa til annarra starfa. Vegna mikillar eftirspurnar snýr Benedikt fyrr til leiks. Sýningum á Mýramanninum eftir Gísla Einarsson og Svona eru menn með þeim KK og Einari Kárasyni er haldið áfram. KK er að hljóðrita í Kína, Einar á fyrir- lestrarferðalagi um Þýskaland og Gísli Einarsson upptekin við veislustjórn um helgar svo sýn- ingar takmarkast nokkuð. Frekari upplýsingar um sýningahald er að finna á á www.landnamssetur.is Skallagrímsson snýr aftur „DAUÐUR, SKÍTUGUR, TÓMUR“ DAGUR VONAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.