Fréttablaðið - 03.02.2007, Page 93

Fréttablaðið - 03.02.2007, Page 93
Cristóbal Balenciaga fæddist í Baskahéruðum Spánar 1895. Hann var sjálfmenntaður í tískuhönnun, ferðaðist nokkrum sinnum til Par- ísar og kynnti sér tískuhönnuði á þeim bæ. Balenciaga opnaði versl- anir með kjólnum sínum í Madrid, Barcelona og San Sebastian og afl- aði sér mikilla vinsælda hjá spænsku konungsfjölskyldunni og öðru hefðarfólki. Hann hefði getað lifað ævilangt í vellystingum sem frægur, auðugur og myndarlegur klæðskeri hirðarinnar ef ekki hefði verið fyrir lítinn atburð sem við köllum spænsku borgarastyrj- öldina. 1937 flúði hann Spán og lenti í París. Hann tók með sér leifar frá heimalandi sínu, kjóla sem hann hafði hannað af innblæstri frá málverkum samlanda síns Velázques, og náðu þeir gífurleg- um vinsældum þegar í stað. Ein frúin, Mona Von Bismarck, pant- aði m.a. 150 kjóla af honum á einu bretti. Balenciaga var snillingur í saumaskap og óaðfinnanlegri sníðagerð og er sagður hafa fund- ið hið hreinasta form hátískunnar. Það má m.a. sjá í brúðarkjól frá 1967 þar sem einfaldleikinn er útfærður af svo mikilli hæfni að kjóllinn hefur aðeins einn saum. Á 50 ára ferli lifði Balenciaga í sjálfskipaðri útlegð frá fjölmiðl- um og veitti aldrei viðtöl. Á 6. ára- tugnum ruddi hann brautina fyrir byltingu tískuhönnuða yngri kyn- slóðarinnar og hafði augljós áhrif á fyrrum lærlinga sína Andre Courreges og Emanuel Ungaro. Hann var að öllum líkindum þögl- asti listamaðurinn í tískuheimi 20. aldarinnar, stundum kallaður „munkurinn“. En eins og sagt er, hafið auga með þöglu týpunum − og það mun án efa líka eiga við um hinn franska Nicolas Ghesquiére sem er aðalhönnuður Balenciaga- tískuhússins í dag. Og vinnur það starf með glæsibrag eins og sjá má á myndunum! Af mikilli færni sameinar hann einstakt efnisval og geimaldartil- finningu. Leggings úr málmlitu efni og glansleðurkjólar í Terminator-stíl, þetta má sannarlega kalla hátísku og ekki að undra að Ghesquiére fékk einróma lof fyrir þessa línu sína fyrir vorið 2007. Úrval ljósa á frábæru verði! -50% -50% -30% ÚTSALA Allt að70afsláttur% Opið laugardag kl.11-17 og sunnudag kl. 12-16 -50% -50%-30% Næturljós, 3 í pk. -70% -30% -30% ÚTS ÖLU LOK Síðu stu dag ar - ko md u o g g erð u g óð kau p!
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.