Fréttablaðið - 03.02.2007, Page 93
Cristóbal Balenciaga fæddist í
Baskahéruðum Spánar 1895. Hann
var sjálfmenntaður í tískuhönnun,
ferðaðist nokkrum sinnum til Par-
ísar og kynnti sér tískuhönnuði á
þeim bæ. Balenciaga opnaði versl-
anir með kjólnum sínum í Madrid,
Barcelona og San Sebastian og afl-
aði sér mikilla vinsælda hjá
spænsku konungsfjölskyldunni og
öðru hefðarfólki. Hann hefði getað
lifað ævilangt í vellystingum sem
frægur, auðugur og myndarlegur
klæðskeri hirðarinnar ef ekki
hefði verið fyrir lítinn atburð sem
við köllum spænsku borgarastyrj-
öldina.
1937 flúði hann Spán og lenti í
París. Hann tók með sér leifar frá
heimalandi sínu, kjóla sem hann
hafði hannað af innblæstri frá
málverkum samlanda síns
Velázques, og náðu þeir gífurleg-
um vinsældum þegar í stað. Ein
frúin, Mona Von Bismarck, pant-
aði m.a. 150 kjóla af honum á einu
bretti.
Balenciaga var snillingur í
saumaskap og óaðfinnanlegri
sníðagerð og er sagður hafa fund-
ið hið hreinasta form hátískunnar.
Það má m.a. sjá í brúðarkjól frá
1967 þar sem einfaldleikinn er
útfærður af svo mikilli hæfni að
kjóllinn hefur aðeins einn saum.
Á 50 ára ferli lifði Balenciaga í
sjálfskipaðri útlegð frá fjölmiðl-
um og veitti aldrei viðtöl. Á 6. ára-
tugnum ruddi hann brautina fyrir
byltingu tískuhönnuða yngri kyn-
slóðarinnar og hafði augljós áhrif
á fyrrum lærlinga sína Andre
Courreges og Emanuel Ungaro.
Hann var að öllum líkindum þögl-
asti listamaðurinn í tískuheimi 20.
aldarinnar, stundum kallaður
„munkurinn“. En eins og sagt er,
hafið auga með þöglu týpunum −
og það mun án efa líka eiga við um
hinn franska Nicolas Ghesquiére
sem er aðalhönnuður Balenciaga-
tískuhússins í dag. Og vinnur það
starf með glæsibrag eins og sjá
má á myndunum!
Af mikilli færni sameinar hann
einstakt efnisval og geimaldartil-
finningu.
Leggings úr málmlitu efni og
glansleðurkjólar í Terminator-stíl,
þetta má sannarlega kalla hátísku
og ekki að undra að Ghesquiére
fékk einróma lof fyrir þessa línu
sína fyrir vorið 2007.
Úrval ljósa á frábæru verði!
-50%
-50%
-30%
ÚTSALA
Allt að70afsláttur%
Opið laugardag kl.11-17 og sunnudag kl. 12-16
-50%
-50%-30%
Næturljós, 3 í pk.
-70%
-30%
-30%
ÚTS
ÖLU
LOK
Síðu
stu
dag
ar -
ko
md
u o
g g
erð
u g
óð
kau
p!