Fréttablaðið - 03.02.2007, Qupperneq 96
Þá er komið að þriðju og
síðustu umferð í undan-
keppni í Söngvakeppni
Sjónvarpsins. Að henni
lokinni verður ljóst hvaða
níu lög keppa um farseðil-
inn til Helsinki að kvöldi 17.
febrúar.
Eins og í hinum undankeppnunum
munu mörg kunnugleg andlit birt-
ast á sviðinu í Verinu. Idol-kapp-
arnir þrír, Alexander Aron, Davíð
Smári og Helgi Rafn taka allir þátt
í kvöld, eins og Ragnheiður Eiríks-
dóttir, sem flestir kannast við sem
Heiðu í Unun.
Erna Hrönn Ólafsdóttir ríður þó á
vaðið, en hún er öllum hnútum
kunnug í Verinu þar sem hún
hefur sungið bakraddir fyrir aðra
keppendur. Það verður svo bjart
yfir þeim Soffíu Karlsdóttur, syst-
ur Guðrúnar Árnýjar, og Andra
Bergmann, sem syngja annars
vegar um sumarnótt og hins vegar
um bjart bros. Hafsteinn Þórólfs-
son rekur smiðshöggið á keppn-
ina.
Að flutningi Hafsteins loknum
er ekki annað að gera en að greiða
atkvæði, og bíða svo átekta eftir
því að það komi í ljós hvaða níu lög
keppa til úrslita í Söngvakeppni
sjónvarpsins. Eurovision-aðdá-
endur fá svo tvær vikur til að
bræða með sér hvaða lag þeir vilja
fá áfram til Helsinki, því loka-
keppnin fer ekki fram fyrr en 17.
febrúar.
!óíbí.rk054
Gildir á allar sýningar í
Borgarbíó merktar með rauðu
!óíbí.rk045
Gildir á allar sýningar í
Regnboganum merktar með rauðu
SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500
ROCKY BALBOA kl. 5.40, 8 og 10.20 B.I. 12 ÁRA
LITTLE CHILDREN kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 B.I. 14 ÁRA
NIGHT AT THE MUSEUM kl. 3 og 5.40
KÖLD SLÓÐ kl. 8 B.I. 12 ÁRA
LITTLE MISS SUNSHINE kl. 3, 5.50, 8 og 10.10 B.I. 7 ÁRA
MÝRIN kl. 3 og 10.20 B.I. 12 ÁRA
ROCKY BALBOA kl. 5.40, 8 og 10.20 B.I. 12 ÁRA
SÝND Í LÚXUS kl. 1, 3.20, 5.40, 8 og 10.20
KIRIKOU & VILLIDÝRIN ÍSL. TAL kl. 1 450 KR.
CHARLOTTE´S WEB ENSKT TAL kl. 1 og 3.10
VEFUR KARLOTTU ÍSL. TAL kl. 1, 3.10 og 5.20
NIGHT AT THE MUSEUM kl. 1, 3.20, 5.40, 8 og 10.20
APOCALYPTO kl. 8 og 10.10 B.I. 16 ÁRA
KÖLD SLÓÐ kl. 5.45 og 8 B.I. 12 ÁRA
CASINO ROYALE kl. 2.50 B.I. 14 ÁRA
ROCKY BALBOA kl. 8 og 10.10 B.I. 12 ÁRA
DREAMGIRLS kl. 5.40, 8 og 10.30
NIGHT AT THE MUSEUM kl. 4 og 6
KIRIKOU & VILLIDÝRIN kl. 4 450 KR.
MIÐASALA Í SMÁRABÍÓ OG REGNBOGANN Á
Gagnrýni. baggalútur.is
FRÁBÆR ÆVINTÝRAMYND
FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
MEÐ BEN STILLER OG ROBIN
WILLIAMS
4 TILNEFNINGAR TILÓSKARSVERÐLAUNA
m.a sem besta myndin
Frábær mynd!
Óli Palli – Rás 2
3 TILNEFNINGAR TILÓSKARSVERÐLAUNA
Rocky er
mættur aftur í
frábærri mynd
sem hlotið
hefur mjög
góða dóma og
aðsókn í USA.
Ekki missa af
þessari!
...SÍÐASTA LOTAN!
20% afsláttur
ef greitt
er með
SPRON-korti
Embætti saksóknara í Los Angel-
es leggur til að söngkonan Brandy
verði ákærð fyrir manndráp með
ökutæki, sem flokkast undir
minniháttar afbrot í Bandaríkjun-
um.
Brandy á yfir höfði sér ákæru
fyrir sinn þátt í umferðarslysi
sem átti sér stað í desember og
kona beið bana í. Söngkonan mun
ekki hafa tekið eftir þegar hægð-
ist á umferðinni fyrir framan hana
og ók aftan á Toyotu-bifreið með
þeim afleiðingum að sá bíll lenti
aftan á öðrum bíl. Konan sem var
undir stýri Toyota-bifreiðarinnar
lést í árekstrinum.
Brandy gaf út opinbera afsök-
unarbeiðni á dögunum eftir að
annar ökumaður á slysstað tjáði
fjölmiðlum að hún hefði viður-
kennt að slysið hefði verið henni
að kenna. Hún var ekki handtekin
en lögreglan rannsakaði málið í
mánuð áður en hún lét það í hend-
ur saksóknara í síðustu viku.
Kærð fyrir manndráp
Rokksveitirnar Deep Purple og
Uriah Heep snúa bökum saman og
halda tónleika í Laugardalshöll 27.
maí. Síðast þegar Deep Purple lék
hérlendis árið 2004 seldist upp á
tvenna tónleika með þeim á skot-
stundu. Yfir tíu þúsund manns sóttu
tónleikana og komust færri að en
vildu.
Deep Purple er ein af allra
stærstu rokksveitum sögunnar. Á
meðal vinsælustu laga hennar eru
Smoke on the Water, Hush, Highway
Star og The Women from Tokyo.
Sveitin spilaði hér á landi í fyrsta
skipti 18. júní 1971 og endurtók síðan
leikinn 33 árum seinna.
Uriah Heep var stofnuð árið 1969
og skírð í höfuðið á karakter í bók-
inni David Copperfield eftir Charles
Dickens. Þeir hafa verið kallaðir The
Beach Boys of heavy metal vegna
þess hversu melódísk lögin þeirra
eru og vegna vörumerkisins þeirra;
margradda bakradda. Áhrifin í tón-
list þeirra koma þó víða að, þar á
meðal frá þungarokki, djassi og á
köflum jafnvel frá kántríi. Meðal
stærstu smella Uriah Heep má nefna
lög á borð við Easy Livin, Sweet Lor-
raine og Stealin. Sveitin heimsótti
Ísland árið 1988 og kom þá fram á
Hótel Íslandi við góðar undirtektir.
Rokkað í Höllinni
Söngdívan Whitney Houston vill
flýta skilnaði sínum við rapparann
Bobby Brown. Houston sótti um
skilnaðinn í október í fyrra eftir
fjórtán ára stormasamt hjónaband
en óskaði eftir því að ferlinu yrði
flýtt hinn 28. desember.
Houston, sem er 43 ára, hefur
farið fram á fullt forræði yfir þrett-
án ára dóttur þeirra hjóna, Bobbi
Kristina. Vill hún líka að hinn 37 ára
Brown fái að heimsækja dótturina.
Flýtir skilnaðinum