Fréttablaðið - 15.03.2007, Page 19

Fréttablaðið - 15.03.2007, Page 19
frumvarpi sem nú væri til umræðu. „Ég hef ekkert á móti orðinu þjóðareign,“ sagði Ögmundur Jónasson á fundinum en hann tal- aði fyrir því að meginreglan ætti að vera sú að auðlindir landsins yrðu nýttar almenningi til hags- bóta, en ekki aðeins örfáum útvöldum. „Það er réttmæt leið og skynsamleg,“ sagði Ögmundur. Enginn forsögumanna á fundin- um gerði hugtakið auðlind að umtalsefni en það þarfnast þó, að mati margra, jafn djúprar lög- fræðilegrar umræðu og önnur hugtök sem koma fyrir í auðlinda- frumvarpi ríkisstjórnarflokk- anna. Bjarni greindi frá því á fundin- um að fram hefði komið hugmynd í nefndarstarfi sérnefndarinnar að fella út orðið þjóðareign. „Nú þegar hefur komið fram hugmynd um að fella út þjóðareignarhug- takið og láta þá eftir standa að náttúruauðlindir landsins eigi að nýta landsmönnum til hagsæld- ar.“ Bjarni var ófeiminn við að gagn- rýna málsmeðferðina á frumvarp- inu og sagði frumvarpið sem nú væri til umræðu málamiðlun. „Heppilegast hefði verið að fjalla um þessi málefni fram og til baka í stjórnarskrárnefndinni og vinna að málinu eftir eðlilegum starfs- aðferðum. En málin þróuðust með þessum hætti og það er okkar að vinna hratt og faglega að þessum málum. Það er, eins og ég hef áður sagt, ómöguleg staðreynd að að málinu sé unnið við þessar aðstæð- ur.“ Kristrún bætti þá við: „Það er ánægjulegt að heyra Bjarna tala um það hreinskilnislega hversu ófaglegt það er af stjórnarflokk- unum að kynna þetta frumvarp um stjórnarskrárbreytingu, sem krefst margfalt meiri umræðu en útlit er fyrir að það fái, svo skömmu fyrir þinglok.“ Þverpólitísk sátt um frumvarpið er fjarlæg sé mið tekið af þeim sjónarmiðum sem viðraðar voru á fundinum í gær, og ræddar hafa verið á Alþingi síðustu daga. Enn er deilt um merkingu grunnhug- taka í lagatexta, raunverulega þýðingu frumvarpsins og síðast en ekki síst hvort þörf sé fyrir að stjórnarskrárbinda ætlaðar mein- ingar frumvarpsins. www.benni.is Opið virka daga frá kl. 9.00 - 18.00. Lau. 12.00 - 16.00 Lacetti Vertu klár – engin útborgun fyrir nýjan bíl Þú færð nýjan fjölskyldubíl úr kassanum með 100% fjármögnun og borgar aðeins 26.980 kr. á mánuði. Bíllinn, sem er hluti af evrópulínu Chevrolet, er með 3ja ára ábyrgð og Chevrolet gæðastimplinum. Vertu því klár, komdu og kynntu þér málið. Við erum á Tangarhöfðanum og tökum vel á móti þér. Tangarhöfða 8-12 Sími 590 2000 Umboðsmenn: Bílahornið hjá Sissa, Keflavík. Bílasalan Ós, Akureyri. Bílasala austurlands, Egilsstöðum. Engin útborgun… …og þú ert kominn á nýjan fjölskyldubíl! *m .v . 8 4 m án að a bí la sa m ni ng ( í e rle nd ri m yn t, v ex tir 4 ,2 7% ) A uk bú na ðu r á m yn d: Á lf el gu r Nýr Chevrolet Lacetti Station á aðeins 26.980,- á mán.* 100% fjármögnun Engin útborgun Í erlendri mynt, vextir 4,27% 3 ára ábyrgð Chevrolet Lacetti frá GM stærsta bílaframleiðanda í heimi Verð: 1.899.000,- 100% FJÁRM ÖGNUN D Y N A M O R EY K JA V ÍK Þalöt nefnast efnasambönd sem algeng eru í plastefni hvers konar, sápum og fleiri algengum hlutum í daglegu umhverfi okkar. Áður hafa vísindamenn fundið tengsl þalata við ófrjósemi, en nú hafa einnig fundist tengsl við offitu og insúlínþol í fullorðnum karlmönnum. Það voru vísindamenn við háskólann í Rochester í New York ríki, Bandaríkjunum, sem kom- ust að þessum niðurstöðum eftir að hafa rannsakað gögn úr víð- tækri heilbrigðis- og næringar- könnun sem gerð var í Banda- ríkjunum og náði til áranna 1999 til 2002. Sagt er frá rannsókninni, sem unnin var undir forystu Richards Stahlhuts, í vefútgáfu tímaritsins Environmental Health Perspecti- ves. Þalöt hafa verið mikið notuð síðustu hálfu öldina eða svo, en stutt er síðan grunur kviknaði um að heilsu fólks gæti stafað hætta af þeim. Efnin er meðal annars að finna í sápum, snyrti- vörum, málningarvörum og skor- dýraeitri að ógleymdum plast- efnum. Þalöt mýkja plastið og gerir þannig nothæfni þeirra fjöl- breyttari. Rannsóknir á dýrum hafa sýnt að þalöt draga úr testosterón- magni í líkama þeirra. Nýlegar rannsóknir á karlmönnum hafa síðan sýnt að þalöt valda því að sæðisfrumum fækkar í sæðis- vökva karla. Þá hafa einnig greinst breytingar á kynfærum ungra drengja. Bæði insúlínþol, sem eykur líkur á sykursýki, og offita eru talin tengjast lágu testosterón- magni. Tengsl við offitu og sykursýki

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.