Fréttablaðið - 15.03.2007, Side 29

Fréttablaðið - 15.03.2007, Side 29
Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is Guðrún Gunnarsdóttir dvaldist í París í fjögur ár og sneri til baka, reynslunni ríkari. „Ég held að amma mín hafi upphaflega vakið áhuga minn á tískunni, en hún var mikið fyrir það að klæðast fallegum flík- um. Ég fékk stundum að fara í fataskápana hennar til að prófa, máta og skoða,“ segir Guðrún Gunnarsdóttir, viðskiptafræð- ingur og starfsmaður í Sævari Karli. „Amma og afi voru lengi með undirfataverslunina Ólympíu. Hún seldi lífstykki, magabelti, slankbelti og allt hvað eina og nú stend ég í Sævari Karli og er orðin spesíalisti í að láta konur vita hvernig slankbelti þær þurfa með kjólunum,“ segir Guð- rún og hlær. „Ég lærði líka í París að það er nauðsynlegt að vera fín í gegn. Ef maður er að klæða sig upp á annað borð, þá er jafn mikilvægt að vera í fallegum undirfötum og fallegum kjól. Jafnvel korsiletti og sokkaböndum ef því er að skipta,“ segir hún, en Parísardömur eru jú þekktar fyrir þetta. Þar eru einnig sérstakar verslanir þar sem konur selja gjafir frá fyrr- verandi ástmönnum sínum. „Eins og flestir vita eru Frakkar fremur frjálslegir í þessum efnum og konur eiga jafnvel tvo ástmenn fyrir utan eigin- manninn. Gjafirnar frá ástmönnunum segja náttúrlega til um hversu mikið þeir elska þær, en þegar sambandið slitnar þá er hefð fyrir því að gjafirnar séu allar seldar og þá fara þær í svokallaðar dépôt-vente búðir. Í slíkum verslunum er oft hægt að gera mjög góð kaup á vönduðum fatnaði og vörum, en ég veit sjálf fátt skemmtilegra en að finna fína hluti eftir óhefð- bundnum leiðum. Þannig er hægt að vera fín og hafa klassa, án þess að fara á kúpuna um leið.“ segir þessi skemmtilega kona að lokum. Klassi í París Age Defying Deep Cleansing Gentle Exfoliating Herbal Cleansing ANDLITSKLÚTAR Andlitshreinsiklútar sem innihalda blöndu af lækningajurtum og vítamínum til þess að hreinsa, fjarlægja farða og vernda húðina. B5 próvítamín verndar og gefur húðinni raka, kamillukjarni róar hana. Húðin verður fersk og heilbrigð útlits. Ofnæmisprófaðir. Andlitshreinsiklútar sem innihalda sérstaka blöndu af andoxunarefnum til þess að hægja á öldrun húðarinnar:Coensím Q10, beta glucan, vínberjakjarnaolía, kjarni úr grænu te og E vítamín. Sæt möndluolía og B5 próvítamín gefa húðinni raka og vernda hana. Klútarnir eru mildir en áhrifaríkir og henta sérstaklega til hreinsunar á augnfarða. Mildir en áhrifaríkir andlitsdjúphreinsiklútar sem fjarlægja andlitsfarða og eru góðir fyrir húðina. Náttúrulegir ávaxtakjarnar (AHA) djúphreinsa húðina, B5 próvítamín vernda hana og næra og Kamillukjarni róar húðina. Klútarnir innihalda enga olíu og stífla þar af leiðandi ekki svitaholurnar. Ofnæmisprófaðir. Frískandi skrúbbandlitshreinsiklútar. Klútarnir fjarlægja dauðar húðfrumur og hreinsa húðina án þess að þurrka hana. Kjarni úr greipávöxtum frískar upp á húðina og kjarni úr sítrónugrasi tónar og örvar húðina. Klútarnir innihalda einnig B5 próvítamín og kamillukjarna sem gefa húðinni raka og róa hana. Húðsjúkdómafræðilega prófaðar. Teygjubelti kr. 1.990,- Skart Hárskraut Fermingarhárskraut Ný sending af Palestínuklútum - allir litir á 1.290 kr SKARTHÚSIÐ Laugavegi 12, s. 562 2466

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.