Fréttablaðið - 15.03.2007, Page 66
Jæja, hún Fjóla fór út að
skemmta sér, á meðan sit
ég bara heima og bíð.
Hah! Það heldur hún, ég
skal sko sýna henni! Ég hef
sko margt betra að gera en
að bíða bara eftir henni.
Hvað ef eitthvað kemur
fyrir hana, ég meina
hún gæti hafa lent í
einhverjum vanda?
Ha! Ha!
Ha!
Þessi
teiknimyndasaga
gæti fjallað um
þig Palli!
Ha! Ha!
Ha!
Þetta er alveg
hrikalega
fyndið.
Eins og sagan sé
byggð á okkur.
Og sjá svipbrigðin á
mömmunni í síðasta
rammanum. Alveg frábært!
Ég fatta
þetta ekki!
Ég er alltaf að heyra fólk segja
hluti eins og að það séu meiri
kattarmanneskjur heldur en
hundamanneskjur. Ég ætla að
sýna venjulegu fólki á götunni
hvers vegna hundar eru mun
skemmtilegri en kettir!
Ég er ekki
hræddur við að
fórna mér fyrir
málstaðinn.
Já 13 manns
komast
auðveldlega
inn í þennan
bíl!
Til s
ölu
Hvað ertu að
borða?
Hnetusmjör
með
banönum.
Ojjj!!! Hvernig
dettur þér svona
í hug.
Mamma
bjó þetta til
handa mér!
Það er
ósann-
gjarnt,
mig
langar
líka í
Bananarnir eru
búnir!
Né né né nééé!
Við útskrift úr MR hafði
ég mikil áform um fram-
tíðina. Ætlaði að verða
ritstjóri á einhverju
stóru blaði og efaðist
ekki andartak um að
það yrði lítið mál, enda
viss um að MR-ingar væru
æðri kynstofn.
Fullur sjálfstrausts sótti ég um
vinnu hjá fjölmiðlunum sem mig
langaði til að starfa á. Sendi inn
umsóknir, ásamt greinum og ljós-
rit af stúdentsskírteininu, sem ég
vissi að tryggði mér góða stöðu
hvar sem væri.
Mér fannst voða skrýtið þegar
fyrirtækin höfðu ekki aftur sam-
band og hringdi til að vita hvort
umsóknin hefði ekki komist til
skila. „Jú, jú,“ var mér sagt. „Þetta
er allt til skoðunar ásamt öðrum
umsóknum.“
Hvaða máli skiptu aðrar umsókn-
ir, þegar snillingur eins og ég átti
hlut að máli? Þurfti ekki bara að
láta hina umsækjendurna vita að
búið væri að ráða ungan, hæfileika-
ríkan og harðduglegan MR-ing í
starfið?
Eftir mánuð hafði ekkert heyrst
og ég fór að pæla hvort hæfileika-
laust skyldmenni einhvers yfir-
mannsins hefði nokkuð verið ráðið.
Hvaða rugl! Þeir myndu nú varla
láta einhvern vitleysing fá starfið
mitt?!
Loks misstu foreldrar mínir þol-
inmæðina og skipuðu mér að finna
vinnu. Ég sá mér þann kost vænst-
an að hlýða og druslaðist til að fá
mér starf. Í gegnum íslenskan
klíkuskap. Svo sem ekkert drauma-
starf en það var að minnsta kosti
hjá virtu matvælafyrirtæki.
Viku seinna vaknaði ég upp við
vondan draum í óhagstæðum
birtuskilyrðum og óþolandi hávaða
í Ora og raðaði dósum á bretti.
Mér leið eins og ég hefði fallið af
himnum ofan í dantískt helvíti.
Það kvöld grét ég í koddann minn.
Hafði ég puðað í fjögur ár til þess
eins að enda í niðursuðuverk-
smiðju?
Alls ekki og smám saman lærði
ég að hlutirnir koma ekki á silfur-
fati. Auk þess kann maður betur
að meta það góða í lífinu, ef það
fæst með auðmýkt og atorkusemi.
ÞAR SEM ÍSLENDINGUM
FINNST SKEMMTILEGAST AÐ DJAMMA
NÁNARI UPPLÝSINGAR
HÚSIÐ OPNAR KL. 22.00
ALDURSTAKMARK 20 ÁRA
MIÐAVERÐ 1500 KR.
HÚSIÐ OPNAR KL. 23.00
ALDURSTAKMARK 20 ÁRA
MIÐAVERÐ 1000 KR.
SPAÐAR
HJÁL
STÓRTÓNLEIKAR
HINN ÁRLEGI STÓRDANSLEIKUR
FÖSTUD. 16. MARS 2007
LAUGARD. 17. MARS 2007
MAR