Fréttablaðið - 15.03.2007, Side 70

Fréttablaðið - 15.03.2007, Side 70
Finnski ljósmyndarinn Sari Poi- järvi opnar sýningu sína „Photo- graphic Work“ í Skotinu í anddyri Ljósmyndasafns Reykjavíkur kl. 17 í dag. Sari er með meistaragráðu í myndlist og hefur haldið fjölda einka- og samsýninga víða um lönd. Í september árið 2005 dvaldi hún í gestaíbúð SÍM í Reykjavík og á því tímabili tók hún mikið af myndum sem margar hverjar er að finna á sýningunni í Skotinu. Sari lýsir verkum sínum sem vega salt á mörkum raunveru- leika og skáldskapar. „Þessi sam- setning tekur svo á sig hin ýmsu form í mismunandi verkum – stundum er 80 prósent raunveru- leiki, stundum aðeins 10 prósent. Eftir að ég hef tekið mynd velti ég því alltaf fyrir mér hvað hún leiðir af sér. Er það leynd, ráð- gáta eða galdrar sem fönguðu at- hygli mína? Frá árdögum ljós- myndunar hefur ljósmyndarinn reynt að sveigja til raunveruleik- ann og ég lít á mig sem hlekk í þeirri löngu keðju í sögunni,“ segir listakonan. Sýningin í Grófarhúsinu stend- ur til 9. maí en á morgun verður einnig opnuð sýning á verkum Sari í A/A Galleríi á Hverfisgötu. Á mörkunum 12 13 14 15 16 17 18 Draumalandið eftir Andra Snæ Magnason Strandgata 50, Hafnarfirði. Miðasala í síma 555 2222 og á www.midi.is Frumsýning 16.mars föstudagur kl. 20:00 22.mars fimmtud. 2.sýn kl. 20:00 23.mars föstud. 3.sýn kl. 20:00 24.mars laugard. 4.sýn kl. 20:00 Miðasala: Gamanleikritið Leikstjóri: Gunnar I. Gunnsteinsson Steinn Ármann Magnússon Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir Aðalhlutverk: Næstu Sýningar: –eftir Jim Cartwright Einn Carlsberg fylgir miðanum! Á Nasa, einnig á www.nasa.is og www.midi.is Sun. 18. mars Fös. 23. mars Fös. 30 mars „DAUÐUR, SKÍTUGUR, TÓMUR“ DAGUR VONAR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.