Fréttablaðið - 15.03.2007, Síða 77

Fréttablaðið - 15.03.2007, Síða 77
„Þeir sem keppa til úrslita eru, og fyrst ber að nefna sjálfa stjörnuna Kristján Þorvaldsson, en aðrir eru Einar Örn Konráðsson, Andri Már Sigurðsson og síðust til að kom- ast í úrslitin er Ísabella Magnús- dóttir,“ segir Friðrik Indriðason, blaðamaður og helsti skipuleggj- andi Stóru trúbadorkeppninnar á Sportbarnum. Keppnin sú hefur nú staðið yfir í rúman mánuð fyrir troðfullu húsi að sögn Friðriks. Haldin hafa verið fjögur undanúrslitakvöld og nú er komið að sjálfu úrslitakvöldinu. Sem haldið verður með pomp og prakt næsta laugardagskvöld. Að sögn Friðriks stefnir í hörku- keppni. Sjálfur á hann vart orð í eigu sinni þegar hæfileikar Ísa- bellu koma til tals. „Gríðarlegt efni þar á ferð og leikur aðeins frumsamið. Hún er með hundrað tattú um allan líkamann og algört beib. Þú verður bara að sjá þetta til að trúa því.“ Dúettinn Sviðin jörð, frændurn- ir Magnús Einarsson og Freyr Eyjólfsson, skemmta gestum keppninnar ásamt Hirti Howser harmónikuleikara með meiru. Friðrik hvetur menn til að mæta tímanlega því hann býst við troð- fullu húsi. Friðrik, sem hefur að undanförnu einbeitt sér að störf- um sem falla undir verksvið skemmtanastjóra, hefur ýmis járn í eldinum til skemmtunar barflug- um borgarinnar. Þannig er hann nú að undirbúa sviðakjamma- keppni sem ekki er tímabært að greina frá að svo stöddu. Kristján í úrslit trúbadorkeppni Ofurfyrirsætan Kate Moss kom kærastanum Pete Doherty á óvart á afmæli hans á mánudaginn. Kate leigði þyrlu fyrir þau skötuhjúin sem flutti þau á rólegan stað úti á landi þar sem þau fóru í lautarferð. Breskir fjölmiðlar greina frá því að Kate og Pete, sem lengi hefur barist við eiturlyfjafíkn sína, hafi lagt af stað með körfu fulla af góð- gæti fyrir lautarferðina. Sjálfur hélt Pete á flösku af kampavíni en Moss var með myndbandstökuvél til að festa atburðinn á filmu. Pete varð 28 ára á mánudaginn og af- sannaði þar með kenningu margra að hans biðu sömu örlög og rokk- aranna Jimi Hendrix og Jim Morrison, en hraður lífsstíll þeirra dró þá til dauða 27 ára gamla. Rómantískt afmæli Pete Hljómsveitin R.E.M. er á leiðinni í hljóðver til að taka upp sína fyrstu plötu síðan Around the Sun kom út árið 2004. Upptökustjóri verður Írinn Jacknife Lee, sem er þekkt- astur fyrir að hafa tekið upp How to Dismantle an Atomic Bomb með U2 og Final Straw með Snow Patrol. Platan, sem verður fjórtánda hljóðversplata R.E.M., er væntan- leg í búðir í lok ársins. Around the Sun fékk slæmar viðtökur á sínum tíma og seldist aðeins í rúmum 230 þúsund eintökum í Bandaríkjun- um. R.E.M. á leið í hljóðver Það er lag á nýju Kaiser Chiefs- plötunni sem heitir Everything Is Average Nowadays og ég er svona að reyna að gera það upp við mig hvort þeim finnist það bara hið besta mál eða ekki, því lagið, platan og þessi bless- aða hljómsveit er akkúrat það, í meðallagi. Ég veit ekki alveg hvað gerð- ist með breskt vinsældarokk, en þær sveitir sem gera það best þessa dagana eru byrjaðar að minna mig meira og meira á pöbbasveitir. Það virðist ekki vera neitt rými lengur á bresk- um vinsældalistum fyrir ný- breytni. Það væri aldrei hægt að segja um Kaiser Chiefs að tónlistin risti djúpt, eða að það sé hægt að taka hana alvarlega. Það er allt- af einhver svona „hey, ég er svo fullur og það er svo ógeðslega gaman“ blær yfir þeim. Sem er eflaust frábært þegar maður er búinn að belgja sig út af bjór og vill gera heiðarlegar tilraunir til þess að sjá hversu mikið maður þarf að hrista búkinn til þess að pissa froðu. Eflaust mjög auð- velt og gaman að hoppa og skoppa við þessa tónlist á pöbb. En þegar maður er eini edrú gæinn í hópnum sér maður betur hversu fáránlegir allir hinir eru. Vitið þið hvað ég á við? Það er akkúrat þannig sem mér líður þegar ég hlusta á Kaiser Chiefs. Sem fylgifiskur Employment er ...Angry Mob fín. Hér er nægilega mikið af sæmilega grípandi lögum til þess að tryggja það að maður sleppur ekki frá því að heyra í, eða af þessari sveit, út árið. Ricky Wil- son er enn að reyna að vera skondinn en tekst misvel upp. Hann er vissulega enginn Jarvis Cocker þegar kemur að texta- smíð, þó hann langi til þess að vera það. Þetta er tónlist sem kristallar hversu óspennandi megin- straumsrokk er orðið. Kaiser Chiefs er sveit sem er troðið inn í eyrun á okkur og sum okkar eiga eflaust eftir að dilla sér við sum af þessum lögum einhvers staðar í gleðskap. En daginn eftir, þegar gleðskapurinn er búinn, verðum við búin að gleyma því að hafa heyrt þessi lög, alveg eins og við verðum búin að gleyma þessari sveit eftir þrjú ár. Lifi meðalmennskan
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.