Fréttablaðið - 24.03.2007, Side 2

Fréttablaðið - 24.03.2007, Side 2
Fólksbíll með fimm unglingum var stöðvaður af lög- reglunni aðfaranótt sunnudags- ins. Drengirnir, einn átján ára gamall og fjórir sextán ára, höfðu keyrt inn á aðrein strætisvagna við Hlemmtorg, sem er óleyfi- legt. Lögreglumennirnir sem stöðv- uðu bílinn urðu varir við „grun- samlegar hreyfingar“ í baksæti bílsins og báðu um að fá að leita í bílnum. Bílstjóri veitti leyfi til þess. Hann og einn farþeganna voru handjárnaðir meðan leit stóð yfir. Tyggjóklessa í álpappír undir sæti farþega vakti grun lögreglu- manna um að ekki væri allt með felldu. Drengirnir voru því hand- teknir og færðir í fangageymslur. Drengirnir fengu ekki leyfi til að hringja í foreldra sína, fyrr en klukkan tvö um nóttina að sá elsti fékk að hringja og lýsti hvernig fyrir honum var komið. Móðurinni Guðrúnu Þórarins- dóttur var þá tjáð af lögreglu- manni að ekki væri hægt að leysa drengina úr haldi, sökum þess að þeir hefðu verið teknir með „tölu- vert magn“ fíkniefna, en enginn þeirra vildi játa á sig sök. Drengirnir voru berstrípaðir um nóttina og á þeim leitað. Þeir segjast hafa gist kaldar fanga- geymslur á nærbuxum einum fata. Á sunnudaginn voru piltarn- ir síðan leystir úr haldi, án nokk- urra skýringa. Geir Jón Þórisson yfirlögreglu- þjónn staðfestir þessa frásögn, fyrir utan að honum er ekki kunn- ugt um að drengirnir hafi ekki fengið föt sín um nóttina. Geir hélt fund með nokkrum foreldranna á mánudaginn og baðst þar afsök- unar á framferði lögreglumann- anna. Geir segir þá hafa sýnt af sér fljótfærni og ónákvæmni. Lögreglumönnum beri að hringja í foreldra allra handtek- inna undir átján ára aldri. Vinnu- brögð lögreglunnar hafi að auki ekki verið í samræmi við ætlaðan glæp. „Þó að þetta hefðu verið fíkniefni, þá er það að mínu mati ekki ástæða til að handtaka fimm einstaklinga, það er alveg ljóst,“ segir hann. Aðspurður hvort lögreglumenn- irnir verði áminntir, segir Geir Jón að það hafi verið talað við þá og farið yfir atburðarásina. Verði málið hins vegar kært, fari það í annan farveg. Guðrún segist ekki ætla að kæra lögregluna, en hún segi frá uppá- komunni til að koma í veg fyrir að hún endurtaki sig. „Þetta er öm- urleg framkoma við börnin okkar. Þeir sýndu engan mótþróa og voru settir í handjárn. Þeim var skellt á húddið á bílnum og einn er með mar á bakinu eftir það. Þetta er eins og múgæsingur lögreglu- mannanna og þeir tröðkuðu á rétt- indum strákanna. Hvernig eiga strákarnir að geta treyst lögregl- unni eftir þetta?“ spyr Guðrún. Berstrípaðir vegna tyggjóklessu á gólfi Fimm unglingar voru handteknir um helgina. Þeir yngri fengu ekki að hringja heim. Foreldrum sagt að sonur þeirra hafi verið með „töluvert magn“ fíkniefna. Allt byggt á tyggjóklessu. „Stórfelld mistök,“ segir Geir Jón yfirlögregluþjónn. Eva Ásrún, eru framsóknar- menn falskir? Opið: Alla virka daga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00. Sími: 525 8020. NOTAÐIR BÍLAR BÍLL DAGSINS OPEL ASTRA 1.2 Nýskr. 06.03 - Beinskiptur - Ekinn 83 þús. km. - Allt að 100% lán. Verð 790.0 00.- Evrópusambandið þarf á skýrri sýn að halda til að fylla borgara sína hugmóði til næstu 50 ára. Þetta sagði Jose Manu- el Barroso, forseti framkvæmda- stjórnar sambandsins, á hátíðar- samkomu í Róm í gær í tilefni af fimmtugsafmæli Rómarsáttmál- ans, stofnsáttmála ESB. Barroso var meðal fyrirmenna sem boðin voru til samkomunn- ar í öldungadeild Ítalíuþings. Barroso sagði skýra framtíðar- sýn nauðsynlega til að sannfæra borgara sambandsins um að Evr- ópusambandið sé besta svarið við áskorunum 21. aldar á borð við hnattvæðingu, sjálfbæra þróun og samkeppnishæfni. Lýst eftir sýn til næstu 50 ára Samverustundir með forystufólki Vinstri grænna eru uppistaða vinninga í kosninga- happdrætti flokksins. 34 vinningar eru í boði og má nefna helgardvöl fyrir fjöl- skyldu í gestahúsi á Gunn- arsstöðum í Þistilfirði, æsku- stöðvum Steingríms J. Sigfús- sonar flokksformanns. Frjáls afnot af hestum, báti og fjalla- jeppa fylgja. Er vinningurinn í boði Steingríms og ábúenda og er virði hans metið 75 þúsund krónur. Grillveisla með öllu tilheyr- andi í garðinum hjá Ögmundi Jónassyni er einnig í boði en í vinningaskrá er Ögmundur sagður margrómaður meistari grillsins. Eru herlegheitin verð- metin á 50 þúsund krónur. Þá má nefna kvöldstund við taflborðið með Guðfríði Lilju Grétarsdóttur, heimsókn til Ingi- bjargar Hjartardóttur og Ragn- ars Stefánssonar í Svarfaðardal og kvöldverð hjá þeim að svarf- dælskum hætti og hljóðversupp- töku undir stjórn Heiðu í Unun og Elvars Sævarssonar. Tíu þúsund miðar eru gefn- ir út og er miðaverð 1.000 krón- ur. Heildarverðmæti vinninga er rúmar tvær milljónir króna. Dregið verður 1. júní Búist er við að sam- komulag náist um að takmarka kostnað við auglýsingar í kosn- ingabaráttu stjórnmálaflokkanna í dag. Framkvæmdastjórar flokk- anna funduðu um málið í fyrra- dag og höfðu samband sín á milli í gær. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins voru lagðar fram tillögur í fyrradag sem miða að því að tak- marka auglýsingar í dagblöðum og ljósvakamiðlum. Andri Óttars- son, framkvæmdastjóri Sjálfstæð- isflokksins, segir viðræðum lítið hafa miðað en er vongóður um að samkomulag náist í dag. - Samkomulag líklega í dag Skrifstofur Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í Mósambík léku á reiðiskjálfi klukkutím- um saman þegar gamalt vopnabúr hersins sprakk í loft upp í einu úthverfa höfuðborgarinnar Mapútó á fimmtudag að sögn Jóhanns Pálssonar, umdæm- isstjóra stofnunarinnar. Meira en 80 manns létust í sprengingunum og yfir 300 særðust. Talið er að vopnageymslan hafi sprungið vegna mikils hita og raka undanfarna daga. Í janúar sprakk lítil vopnageymsla á svipuðum slóðum og var í kjölfarið mikið rætt um að fjarlægja yrði vopnageymslur úr borginni að sögn Jóhanns. „Fólk er mjög reitt stjórnvöldum að hafa ekki gert eitthvað í þessu fyrr. Þetta eru 30 til 40 ára gömul vopn sem stjórnvöld segjast ekki hafa haft peninga til að farga.“ Þrátt fyrir að vopnageymslan sé í fimmtán kíló- metra fjarlægð frá skrifstofu stofnunarinnar var kraftur sprenginganna svo mikill að hurð að fund- arsal þeyttist út. Einnig brotnuðu rúður víða í ná- grenninu. Starfsmenn stofnunarinnar sluppu að mestu við eignatjón en einn bílstjóranna missti þó þakið af húsinu sínu. Sprengingarnar koma ekki til með að hafa áhrif á verkefni stofnunarinnar fyrir utan skemmdir sem urðu á munaðarleysingjahæli sem hún styrkir, að sögn Jóhanns. „Ég fagna þessu en hvet jafnframt til meira samstarfs milli ríkis og sveitarfé- laga, sérstaklega í umræðum um tekjuskiptingu,“ segir Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri í Grindavík, um viljayfirlýsingu ríkisstjórnar- innar og Sambands sveitarfélaga sem undirrituð var á fimmtudag. Fram kom í Fréttablaðinu í gær að ríkisstjórnin ætlar að tvöfalda framlög í jöfnunarsjóð sveitar- félaga úr 700 milljónum í 1.400 milljónir á þessu ári og næsta. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Ísafjarðarbæj- ar, segir viljayfirlýsinguna vera áfanga á langri leið. Fagnar viljayfir- lýsingu ríkisins
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.