Fréttablaðið - 24.03.2007, Síða 12

Fréttablaðið - 24.03.2007, Síða 12
[Hlutabréf] Actavis er enn með í samkeppninni um yf- irtöku á samheitalyfja- hluta þýska lyfjafyrir- tækisins Merck. Orðr- ómur er uppi um að fyrirtækið hafi dreg- ið sig úr samkeppninni ásamt bandaríska fyr- irtækinu Mylan. Hall- dór Kristmannsson, framkvæmdastjóri innri- og ytri samskipta Actavis, vísar því á bug. Vefmiðlar viðskiptatímaritanna Forbes og Economic Times sögðu báðir frá því í gær að fækkað hefði í samkeppninni um Merck. Act- avis og Mylan hefðu dregið sig í hlé auk þess sem indverska félag- ið Ranbaxy hefði hætt við kaupin í byrjun vikunnar. Halldór segir við- ræður Actavis og Merck enn í gangi. „Það hafa verið vanga- veltur um þetta í er- lendum miðlum. En það er ekki rétt. Við eigum enn í viðræðum við þá og höfum áhuga á félaginu fyrir rétt verð,“ segir hann. Auk Actavis eru nokk- ur félög í kauphugleiðingum. Þar á meðal er ísraelska félagið Teva, indverska lyfjafyrirtækið Torrent Pharma auk nokkurra fjárfest- ingasjóða. Verðmiðinn á samheitalyfja- hluta Merck liggur í um fimm milljörðum evra, jafnvirði rúmra 440 milljarða íslenskra króna. Actavis enn í bar- áttunni um Merck Mikilvægt er að fjárfestar bregðist ekki of hart við væntanlegri leið- réttingu matsfyrirtækisins Mood- y‘s á lánshæfiseinkunn bankanna, segir Ólafur Ísleifsson, lektor við viðskiptadeild HR. Ólafur segir augljóst mál að Moody‘s hafi gert mistök undir lok síðasta mánaðar þegar tekin voru upp ný viðmið í mati á láns- hæfi bankastofnana. „Bankarnir eru hins vegar þeir sömu eftir sem áður,“ segir hann og kveður við- búið að Moody‘s leiðrétti mat sitt hvað úr hverju og lækki aftur láns- hæfiseinkunnir bankanna. „Þó svo að bankarnir séu góðir þá var þessi AAA-einkunn alveg út úr korti fyrir þá.“ AAA-einkunn alveg úr korti Peningaskápurinn ... Tölvumiðstöð sparisjóðanna hefur fengið nýtt nafn og heitir nú Teris. Ákvörðun um þetta var tekin á að- alfundi félagsins í gær. Nafna- breytingin er sögð vera í takt við aukna áherslu félagsins á þjón- ustu við fyrirtæki utan sparisjóð- anna. Teris er upplýsingatæknifyr- irtæki sem þjónustar fjármála- fyrirtæki og starfar sem upp- lýsingasvið þeirra. Hjá félaginu starfa um 100 manns og er Teris meðal stærstu upplýsingatækni- fyrirtækja landsins. Þjónustu fé- lagsins er skipt í lausnir fyrir við- skiptabanka annars vegar og fjár- festingabanka hins vegar. „Undir viðskiptabankalausnum má finna kortalausnir, inn- og útlánalausn- ir og almennar þjónustulausnir. Fjárfestingabankalausnir ná yfir markaðsviðskipti og eignastýr- ingu, fjár- og áhættustýringu og einkabankaþjónustu,“ segir í til- kynningu Teris. Sæmundur Sæmundsson, for- stjóri Teris, segir félagið hafa þró- ast hratt síðustu árin og í raun vera búið að sprengja utan af sér þann ramma sem settur var í upp- hafi. „Teris er öflugt upplýsinga- tæknifyrirtæki sem er framar- lega á sviði fjármálalausna og við ætlum okkur enn stærri hluti á þeim markaði í framtíðinni. Með nýju nafni og nýju skipulagi erum við enn betur í stakk búin til að verða eitt öflugasta upplýsinga- tæknifyrirtæki landsins,“ er eftir honum haft. Þjónusta Teris er á sviði grunn- lausna í viðskipta- og fjárfest- ingabankastarfsemi, viðskipta á vefnum, í rekstri gagnavöru- húsa, kortalausna, áhættustýring- ar og ráðgjafar. Teris er jafnframt sagt fylgja viðskiptavinum sínum í útrás þeirra. „Nafnið Teris er afbrigði af forngríska karlmannsnafninu El- eutherios sem merkti frjáls og óháður,“ segir í tilkynningu fé- lagsins og er bent á að í forngrísku sé til sagnorðið „tereo“ sem þýði að vernda eða vaka yfir. Horfa út fyrir sparisjóðina Það er stutt í hús á Spáni Við hjá Perla Investments höfum farsællega séð um að gera þennan draum að veruleika fyrir Íslendinga í tíu ár. Íslenskur löggiltur fasteignasali og íslenskt fagfólk leiðir þig áfram áreynslulaust, alla leið. Að eignast hús á Spáni er einfalt og öruggt með Perla Investments. Perla Investments | Grensásvegur 13 | 108 Reykjavík | Sími: 545-0300 | Fax: 545-0309 | www.perla.is G O T T F Ó L K Við þjónustum þig á alla lund, við meðal annars: • Útvegum þér allt að 100% lán á bestu mögulegu kjörum • Veitum bankaábyrgðir á greiðslur • Bjóðum þér upp á kynnisferðir til Spánar • Sjáum um útleigu á húsnæðinu fyrir þig, auk alhliða fasteignaþjónustu: Viðhald – öryggi – tryggingar ALLAN ÁRSINS HRING EF ÞÚ VILT... ...SÉRSTAKLEGA ÞEGAR ÞÚ ÁTT DRAUMAHÚSNÆÐIÐ Á SPÁNI.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.