Fréttablaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 18
greinar@frettabladid.is F yrirtækið Faxaflóahafnir hefur sent frá sér tilboð um að sjá um einhverja stærstu framkvæmd við umferðar- brautarmannvirki sem um getur og kennd er við Sund- in blá. Það sem meira er: Hafnafyrirtækið býðst til að afla þess fjár sem til þarf. Það er ekki mælt í sparibauk- um. Áætlaður kostnaður er hálfur þriðji tugur milljarða króna. Ríkisstjórnin tekur þessum boðskap fagnandi. Það gerir stjórnarandstaðan einnig. Bankarnir vilja aukheldur vera með. Almennt ætti það að vera tilefni gleðistundar þegar slíkur pólit- ískur samhljómur berst kjósendum til eyrna. Að öllu jöfnu ætti sú andans eining að vera vísbending um eða jafnvel sönnun fyrir að þar með væri málum vel ráðið, mælt á viðurkennda kvarða skynsemi og fyrirhyggju. Hvað sem líður ályktunum af þessu tagi er ástæða til að skyggnast aðeins undir sykurhúð málsins. Það fyrsta sem vekur athygli er þetta: Alþingi samþykkti vegaáætlun þegar klukkan var gengin tíu mínútur í miðnætti síðasta laugardag. Þar var ákveðið að verja átta milljörðum króna til Sundabrautar á árun- um 2008 til 2010, eða sem nemur innan við þriðjungi af heildar- kostnaði framkvæmdarinnar. Þetta þýðir að fyrir viku var það mat fjárveitingavaldsins að framkvæmdin öll rúmaðist ekki innan þeirra marka sem ríkis- umsvifin verða að lúta á næstu árum. Jafnframt sá Alþingi sér ekki fært að samþykkja vegaáætlun til lengri tíma. Svo gerist það á einni nóttu án útskýringa að nei í gær merkir já í dag. Bankarnir hafa verið helstu gagnrýnendur á fjármálastefnu ríkissjóðs. Þeir hafa ítrekað fært fram rök fyrir því að opinberir aðilar færðust of mikið í fang miðað við efni. Með því ynni rík- isvaldið gegn viðleitni Seðlabankans til að viðhalda stöðugleika. Ámæli bankanna hefur ekki síst beinst að framkvæmdum í sam- göngumálum. Það sem þeir töldu vítavert fyrir viku er þeim nú keppikefli. Hvað hefur breyst á þessum fáum dögum? Fékk þjóðarbúið happdrættisvinning? Eða reiknuðu menn vitlaust? Hvorugt. Það eina sem hefur gerst er að séðir menn komu auga á stóru hjáleið- ina utan við bókhald ríkissjóðs. Með því að fela framkvæmd sem þessa í hendur opinberu fyrirtæki á vegum sveitarfélaga eða eftir atvikum einkaaðila skrifast lántakan ekki á ríkissjóð þó að skatt- borgurunum sé ætlað að borga brúsann þegar upp verður staðið. Að þessari uppgötvun gerðri telur sameinað fjárveitinga- valdið, ríkisstjórnin og stjórnarandstaðan, að það sem í síðustu viku var þensluskapandi ríkisframkvæmd sé það einfaldlega ekki lengur. Bankastjórunum sem fyrir viku var vandlæting- arorða vant vegna þensluverkefna ríkisins sjá nú möguleika á vaxtamunartekjum. Þá hverfur þenslueðli verkefnisins eins og dögg fyrir sólu. Sundabrautin er vafalaust arðsöm framkvæmd og til augljósra hagsbóta fallin þó að brýnt ákall um úrlausn megi að einhverju leyti rekja til almennrar umferðartaugaveiklunar. En mergur málsins er sá að bókhaldshjáleiðin breytir engu um efnahagsleg áhrif framkvæmdarinnar. Umræðan um hana dregur hins vegar úr trausti, hvort heldur litið er til fjárveitingavaldsins eða bankanna. Stóra bókhalds- hjáleiðin Stjórnmál eru eitt af þeim svið-um mannlífsins þar sem ný- yrðasmíð býr við góð skilyrði. Stjórnmálamenn eru nefnilega sífellt að leita að nýjum merki- miðum á stefnumál sem annars kynnu að virðast frekar þreytt. Nýyrði ársins 2006 var án efa „athafnastjórnmál“ sem leiðtogar Framsóknarflokks og Sjálfstæð- isflokks í Reykjavík bjuggu til yfir stefnu nýs meirihluta í borg- inni. Nú þegar nokkur reynsla er komin á störf meirihlutans þá er ljóst að hugtakið athafnastjórn- mál er annað nafn á kyrrstöðu. Hinn nýi meirihluti í Reykja- vík vill að Reykjavík verði áfram eins og bandarískar bílaborg- ir í stað þess að taka meira mið af því hvernig samgöngumálum er háttað í Evrópu. Helsta afrek þeirra þar eru ein gatnamót sem munu kosta íslenska skattborg- ara jafn mikið og allar samgöngu- bætur á Norðausturlandi gera á sama tíma. Munurinn er bara sá að á Norðausturlandi býr fólk við ónýta vegi sem eru lokaðir oft á ári, en við Miklubrautina var ekki hægt að stunda hraðakstur örfáa klukkutíma á dag. Það ætti því að blasa við hvort er brýnna – nema að menn séu athafnastjórnmála- menn með ríka þörf fyrir fram- kvæmdir því að þar gildir að dýr- ara sé betra. Athafnastjórnmálamennirnir hafa gert það að sérstakri dyggð að hugsa ekki – heldur fram- kvæma. Og þegar ekki þarf að velta hlutunum fyrir sér er aldrei litið á nýja valkosti; aldrei hugs- að út fyrir rammann. Athafna- stjórnmálamenn gera því aldrei neitt nýtt – en þeir eru dugleg- ir við að framkvæma gamalkunn stefnumál. Þegar svifryksmeng- unin í Reykjavík rýkur svo upp úr öllu valdi eiga athafnamennirnir engin svör því að vandamálið er nýtt og býður ekki upp á lausnir gærdagsins. Stuðningur íslenskra ráða- manna við innrásina í Írak var vissulega forkastanlegur og er nú fordæmdur af flestöllum – meira að segja fólkinu sem kaus sömu menn til valda í kjölfar- ið. En hvers vegna áttu mistök- in sér stað? Var orsökin ekki sú að þeir Davíð og Halldór voru at- hafnamenn en ekki menn íhug- unar? Þeir þurftu ekkert að velta því fyrir sér hvort innrás- in væri röng eða hverjar afleið- ingar hennar yrðu. Þeir vissu sem var að Íslendingar væru í liði með Bandaríkjunum og að sann- ir athafnamenn væru fljótráðir í stuðningi við foringjann. Mánuð- um saman orguðu athafnamenn- irnir svo framan í stríðsandstæð- inga „hvað viljið þið gera?“ – líkt og þeir gerðu áður út af Júgó- slavíu og Afganistan. Þannig eru stjórnmál athafnanna – hugsun og vangaveltur um ólíka valkosti eru það sem fer mest í taugarnar á at- hafnamönnunum. Orðræða um utanríkismál nú á kosningavetri ber með sér að at- hafnastjórnmálamenn stjórna flestum flokkum. Þetta voru menn sem voru vissir í sinni sök með her í Keflavík og Banda- ríkjaforseta sem alvitran forráða- mann. Nú þegar herinn er far- inn og Bandaríkjaforseti með allt á hælunum þá einkennast við- brögð þessara flokka af þögn. Við búum í veröld nýrra vanda- mála sem kalla á nýjar lausnir – sem athafnastjórnmálamenn gær- dagsins ráða ekki einu sinni við að hugsa um. Það var þessi hugs- un sem olli því að brottför hers- ins frá Keflavík kom þeim í opna skjöldu og það er hún sem kemur núna í veg fyrir að þessir flokkar geti rætt um utanríkismál. Varla er hægt að finna skýrara dæmi um það hvernig athafnastjórn- málin snúast í raun um kyrrstöðu. Og svo má lengi ræða um Kára- hnjúkavirkjun. Það þurfti ekk- ert að bíða eftir rammaáætlun í umhverfismálum áður en ráð- ist var í þetta stórvirki – ramma- áætluninni þar sem virkjunin var í neðsta sæti sem góður valkost- ur. Sannir athafnastjórnmála- menn bíða ekki eftir rammaáætl- unum því að þær snúast um upp- lýsta ákvarðanatöku og allgóðan skammt af íhygli. Ekki að fram- kvæma fyrst og hugsa svo. Kjós- endur fengu svo aldrei mögu- leika á að taka upplýsta afstöðu til stærstu ríkisframkvæmdar Ís- landssögunnar því að grundvall- arstaðreyndir, t.d. um orkuverð, voru aldrei lagðar á borðið. Stað- reyndir kalla nefnilega á umræðu og jafnvel gagnrýni og allt slíkt tefur fyrir athafnastjórnmálum. Athafnastjórnmálamennirn- ir hafa fengið að ráðskast með málefni Íslendinga lengi. En nú ættum við kannski að velta því fyrir hvort stundum hefði ekki verið betra að hugsa áður en ráð- ist var í að framkvæma hlutina. Hvort ekki eigi að endurvekja gamalt slagorð um „umræðu- stjórnmál“ og gefa því eitthvert annað innihald en pólitískan vind- hanasnúning. Við getum valið okkur framtíð en við gerum það einungis með því að hugsa málin fyrst og ræða hlutina áður en stefnan er mótuð – í stað þess að æða blindandi inn í öngstræti at- hafnastjórnmálanna. Athafnastjórnmál Staðreyndir kalla nefnilega á umræðu og jafnvel gagnrýni og allt slíkt tefur fyrir athafna- stjórnmálum. Ötulasti talsmaður ójafnaðar í samfé-lagi okkar, Hannes Gissurarson, held- ur áfram uppteknum hætti í Fréttablað- inu í gær og ver aukinn ójöfnuð í samfé- laginu með þeirri röksemd einni að tekjur allra hafi aukist. Um tekjuaukninguna er ekki deilt heldur hitt að skatta- og bóta- kerfi ríkisstjórnarinnar hefur aukið ójöfn- uð. Kemur þar tvennt til; skattleysismörk fylgja ekki launa- eða verðlagsþróun og barnabæt- ur, sem skipta láglaunafólk mestu, voru skertar um rúma 10 milljarða 1995-2005, þó aðeins hafi verið gefið í nú rétt fyrir kosningar. Ójöfnuður snýst ekki bara um réttlæti, heldur hlýst mikill samfélagslegur og persónulegur kostn- aður af ójöfnuði. Í öllum rannsóknum á ójöfnuði er gengið út frá að hann sé afstæður. Fólk ber sig saman við fólk í samfélagi sínu, ekki öðrum. Þannig bera fátæk börn á Íslandi sig saman við skólafélag- ana, en ekki börn í Afríku eða börn fyrir 12 árum. Þetta kom glöggt fram í nýrri rannsókn á bágri líðan fátækra barna á Íslandi. Rannsóknir sýna að ójöfnuður hefur ótal neikvæð samfélagsleg áhrif: Bág fjárhags- staða foreldra hefur áhrif á heilsufar og skólagöngu barna þeirra. Ójöfnuður dreg- ur úr félagslegum hreyfanleika og mann- auður nýtist verr. Samfélög jöfnuðar eru m.a. af þeim ástæðum hagfelldari en þau sem einkennast af ójöfnuði. Ójöfnuður eykur afbrot og refsigleði samkvæmt er- lendum rannsóknum. Þær hafa ekki verið gerðar hér, en ný rannsókn á íslenskum börnum sýnir að þau sem fátækari eru telja sig síður bundin af reglum samfélags- ins og hafa neikvæðari afstöðu til þess. Ójöfnuður dregur úr lífshamingju fólks því það ber sig saman við meðborgara sína. Það er því alveg sama hversu oft Hannes og skoð- anabræður hans hamra á hagvexti liðinna ára, þeir komast ekki undan því að ójöfnuður hefur aukist fyrir tilverknað stjórnvalda. Hann hefur mikil sam- félagsleg áhrif til lengri tíma. Sjálf er ég þess full- viss að þetta er ekki í samræmi við vilja þorra Ís- lendinga. Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík. Allir tapa á ójöfnuði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.