Fréttablaðið - 24.03.2007, Síða 22

Fréttablaðið - 24.03.2007, Síða 22
Þ að er alveg hrikalega gaman að gefa honum að borða. Hann er svona „gour- met“-gæi, segir tengda- mamma Björns Inga Hrafnssonar, Þórdís Sigurgeirsdóttir, með smá söknuði í rödd- inni. Hún sér hann ekki eins oft og áður enda krefjast íslensk stjórn- mál mikils af þeim sem helga sig þeim af jafn- mikilli einurð og Björn Ingi hefur gert. Þór- dís segir tengdasoninn fyrirferðarmikinn lífs- nautnamann sem allt- af sér spaugilegu hlið- arnar við alla skapaða hluti. Glasið hans er alltaf hálffullt og þeir sem hann umgangast fá að njóta smitandi áhuga hans á stóru og smáu. Allt virðist vekja áhuga hans, hann er bókaormur, fróð- ur og lætur fólk vita af því hvað hann veit og hugsar. Heilsteypt- ur náungi og duglegri en andskotinn. Þetta kemur fyrst upp í huga þeirra sem þekkja mann vikunnar náið. Ekkert verkefni er of stórt í hans augum sam- mælast vinir og fjöl- skylda hans um. Nefnt er til sögunnar að vera orðinn varaþingmað- ur á svipuðum aldri og jafnaldrar hans voru ný- hættir að stífla bæjar- lækinn og lykilmaður í borgarmálunum litlu seinna. Í fréttum vik- unnar hefur Björn Ingi verið áberandi vegna tilboðs fyrirtækis sem hann veitir forstöðu um að fjármagna og leiða til lykta stærstu einstöku framkvæmd í sam- göngumálum þjóðar- innar frá upphafi vega. Hugmyndin var kannski ekki hans en hann hefur drifið málið áfram af sama krafti og önnur verkefni sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann er fjölskyldumaður. Kvöldin eru honum heilög því þá eiga synir hans tveir athygli hans alla, það er lesið í góðri bók og spjallað. Heima við ræður hann ekki eins miklu og í vinnunni. Konan hans leggur línurnar þótt stjórnsemi hans fái notið sín í ein- stökum málaflokkum. Bogadyrn- ar í húsinu þeirra er honum hjart- ans mál að fái að halda sér, þrátt fyrir hugmyndir um breytingar. Hann er þó yfirleitt tilbúinn til að semja. Heima og að heiman. Samstarfsmaður og vinur til margra ára lýsir honum sem mögnuðum náunga. Hann sé hreinskiptinn og allir viti hvar þeir hafi hann. Allir viti að hann segir það sem honum býr í brjósti þó að það falli ekki í kramið hjá viðmælandanum. Hann er skap- maður en kann að fara með það. Hann er trúr sínum skoðunum og ver þær með oddi og egg. Félagi Björns Inga úr Fram- sóknarflokknum rifjar upp bar- áttuna fyrir sveitarstjórnarkosn- ingarnar. Það sé með ólíkindum að Björn Ingi hafi farið brosandi í gegnum þann hild- arleik allan. Flokkur- inn hafi rétt hangið í fjórum prósentum í skoðanakönnunum og fæstir, kannski eng- inn nema hann sjálf- ur, höfðu trú á því að hann næði kjöri. „Þar kristallast sú stað- reynd að hann hefur gríðarlegan metnað sem hefur einkennt allt sem hann hefur tekið sér fyrir hend- ur. Hann hefur nýtt sín tækifæri óaðfinn- anlega vel til að læra og viða að sér þekk- ingu.“ Þegar Björn Ingi var að tryggja sér oln- bogarými innan Fram- sóknarflokksins voru átök innan flokksins. Harðvítug vilja sumir meina, til dæmis í prófkjörum. Þeir sem til þekkja segja að á þeim tíma hafi hann eignast harða mót- stöðumenn og and- stæðinga innan flokks- ins. Það hafi oft verið vegna þess að þeir sem við Björn Inga glímdu sættu sig ekki við hreinskilni hans og hversu óhrædd- ur hann var við að tjá skoðanir sínar á op- inberum vettvangi. Hann hafi líka karisma sem fari í taugarnar á þessum samflokks- mönnum hans. Þessi hópur hafi haft það á orði að metnaður hans sé blindur. Þeir sem standa honum næst blása á slíkar fullyrð- ingar og benda á að stjórnmál séu ekki vettvangur fyrir þá sem ekki eru trúir sjálfum sér og standi fast á sínu, þó að það styggi einhverja. Björn Ingi ólst upp á landsbyggðinni, fæddur í Hveragerði og fluttist til Flateyr- ar með foreldrum sínum ungur. Síðan hafði hann viðkomu á Akra- nesi áður en hann kom til Reykja- víkur. Frjálsræðið sem fylgir því að alast upp í litlu sjávarþorpi fylgir honum ennþá, skrifar hann. Undir þetta taka allir sem hann þekkja best. Hann er sveitakarl í sér, dýravinur og hefur gaman af því að ferðast og sofa í tjaldi. Honum er sama þótt hann vakni blautur á hægri hliðinni og dofinn á þeirri vinstri. Einn vinur komst svo að orði að honum sé sama þótt hann sé grútskítugur en hann komi alltaf hreinn til dyranna. Krónprins Framsóknar Ég hef orðið var við að orð, sem féllu af minni hálfu í Kastljósi Rikissjónvarps- ins sl. þriðjudag hafa valdið titringi manna á meðal. Einkum mun þar vera um að ræða setningar, þar sem ég lýsi yfir því, að sam- skipti á milli forstjóra olíufélaganna hafi verið minni á rannsóknartímabilinu 1993 – 2001 en eru á millum bankastjóra bankanna og á milli rekstraraðila helstu matvöruverslana í dag. Þarna átti ég við, að samskipti forstjóra olíufélaganna á téðu tímabili hafi ekki verið óeðlilegri þá en sam- skipti á milli forráðamanna stórra fyrirtækja í sömu atvinnugrein eru í dag. Ég hef alltaf átt erfitt með að skilja þá túlkun Samkeppnisyfirvalda, að öll samskipti og jafnvel samtöl á milli manna hjá olíufélögunum á nefndu tímabili hafi verið óeðlileg eða ólögleg. Í hita leiksins í viðtali mínu við viðmælanda minn í Kastljósi sjónvarpsins gáði ég ekki að mér að botna almennilega þá hugsun mína, að ekkert væri óeðli- legt við sjálfsögð samskipti á milli forráðamanna fyr- irtækja í sömu starfsgreinum. Þess vegna hefur sá misskilningur vaknað, að ég sé að gera því skóna, að eitthvað sé athugavert við samskipti viðskiptabanka sín á milli eða hjá matvöruverslunum. Ég vil leiðrétta þann mis- skilning. Ég tel þvert á móti að svo sé ekki og kem því hér með á framfæri. Rétt eins og það var ekkert óeðlilegt að mínu mati, að for- stjórar Skeljungs og Esso ræddu sín á milli á nefndu tímabili um sameiginlegar eignir eins og olíustöðina í Örfirisey eða forstjórar allra félaganna um sameiginlegar fasteignir á Keflavíkurflugvelli, svo einhver dæmi séu nefnd. Finnur Árnason, forstjóri Haga hf, skrifar grein í Mbl. og Fbl. í dag [fimmtudag] og talar í hæðnistóni um mig og mína persónu. Mín vegna má hann það. Ég óska honum og fyrirtækjum undir hans stjórn alls góðs. Finnur er öflugur stjórnandi, kotroskinn og fum- laus. Mér þykir miður að hafa komið honum úr jafn- vægi með orðum mínum. Misskilningur hans um ein- hverja smjörklípu af minni hálfu er hér með leiðréttur. Höfundur er kaupsýslumaður og fyrrverandi forstjóri Skeljungs. Misskilningur leiðréttur! Morgunverður frá kl. 9:00 - 11:00 195,- Þú átt allt gott skilið! mánudaga - laugardaga verslun opnar kl. 10:00 V in ni ng ar v er ða a fh en d ir h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 1 49 k r/ sk ey ti ð. 9. HVER VINNUR! SENDU SMS BTC CCF Á 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! VINNINGAR ERU STALKER, COMMAND AND CONQUER, DVD MYNDIR OG MARGT FLEIRA SMS LEIKUR LENDIR 29. MARS Í BT! LENDIR 23. MARS Í BT!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.