Fréttablaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 32
Þ að eru akkúrat 40 ár sem skilja Vilborgu og Gerði að. Sú eldri er fædd árið 1930 og ólst upp í þorpi sem er ekki leng- ur til, Vestdalseyri, en sú yngri tilheyrir ártalinu 1970 og henn- ar hverfi, Háaleitishverfið, er enn vel við lýði. Vestdalseyri var stærsti byggðarkjarni Seyðis- fjarðar og hluti kaupstaðarins en fór í eyði, því þegar kom að því að leggja vatnslagnir og rafmagn var byggðarkjörnunum sem lágu úti með firðinum ekki veitt sú þjón- usta heldur aðeins byggðinni fyrir fjarðarbotni. Vilborg segir grasið vera grænna en annars staðar á Vest- dalseyrinni en Gerður finnur ekki fyrir neinni nostalgíu þegar hún ekur fram hjá Háaleitishverf- inu. Stolt hverfisins er Fram og það er frekar að fólkið úr hverf- inu og gömlu bekkjarfélagarnir eigi hlut í hjarta Gerðar en sjálft hverfið: „Háaleitið er nú kannski ekkert sérstaklega karaktermik- ið en okkur fannst við þó hafa upp á meira að bjóða en Hvassaleit- ið! Þar var ekkert íþróttafélag, bara kirkja en kannski voru þetta jöfn skipti í augum sumra. Fyrir mörgum er fótbolti hálfgerð trú- arbrögð.“ Þar sem Vilborg hóf umræðurnar á nýlendustefnu höfuðborgarinn- ar gegn landsbyggðinni er tæki- færið gripið og virkjunum skellt á borðið. Draumalandið hans Andra Snæs virðist hafa heltekið þjóðina undanfarið ár og þær hafa lesið bókina en eru þær sammála boð- skapnum? Vilborg: Ég á ekki bókina en ég fór í gegnum hana í bókabúð og hann hefur skrifað þarna ágætsbók, hann Andri, og það að ná til fólks- ins hefur heppnast vel hjá honum. Er það ekki, Gerður, – þekkir ekki hvert mannsbarn þessa bókina hans? Gerður: Jú, kannski Draumalandið sé Fíasól hinna fullorðnu. Vilborg: Ég hef nú ekki tileink- að mér bókina þótt ég hafi flett í gegnum hana. Ég hef frekar verið að grúska í bók Halldórs Guð- mundssonar um Halldór Laxness og Skáldalíf, þær eru mjög vand- aðar. En það er nú svo margt sem kemur fram í Draumalandinu að ekki er hægt að vera sammála öllu þar. Andri er að bjarga náttúru landsins og vissulega er það þarft verk en þótt landið sé fallegt sakn- ar maður mannfólksins þegar það er farið. Gerður: Í ljósi þess að Stefán Máni og Bragi Ólafsson hafa aldrei verið spurðir að því í viðtali hvort þeir hafi lesið Alla Nalla og tungl- ið ætla ég ekki að svara því hvort ég hafi lesið Draumalandið. Vilborg: Ég las Skáldalíf hans Halldórs aftur á móti vel í gegn og það tvisvar. Gerður: Já, mitt nýjasta æði eru bækur Norðmannsins Lars Saabye Christensen sem fékk Bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs fyrir Hálfbróðurinn. Hún er frábær sem og bókin hans, Hermann, svo ekki sé talað um smásögurnar hans. Þá er ráð að spyrja rithöfundana um álit þeirra á málfari þjóðarinn- ar og fjölmiðla. Er eitthvað sem stuðar þær þessa dagana? Gerður: Allt þetta tal um einstakl- inga og aðila, samanber stuðn- ingsaðila og söluaðila, finnst mér óþarfi. Ég skil ekki af hverju við erum hætt að vera Íslendingar, fólk, karlar og konur. Það er svo miklu hlýlegra að vera Íslend- ingur heldur en aðili. Svo verð ég að nefna nýja Habitat-bækling- inn sem er á afar undarlegri ís- lensku. Hann er þykkur og í lit og það hefur eflaust kostað mikið að prenta hann. Það hefur að minnsta kosti verið dýrara en að gefa út ljóðbók, Vilborg. Vilborg: Já, allir þessir auglýs- ingabæklingar eru miklu dýrari í framleiðslu. Gerður: Í Habitat er ýmislegt skrautlegt bull að finna. Til dæmis heitir „borðstofustóll“ þar „borð- haldsstóll“. Vilborg: Hver og einn þarf að rækta málfar sitt því það kemur alls ekki af sjálfu sér og það sem Gerður segir er alveg hárrétt, sérstaklega í sambandi við þessa auglýsingapésa og vörur sem eru sérkennilega merktar. Það fer til dæmis í taugarnar á mér að þurfa að kaupa skinnlausan kjúkling. Hvað varð um orðið hamflettur? Gerður: Ég man líka að þegar ég var krakki var ekki hægt að segja: Taktu þátt! Maður varð að taka þátt í einhverju, annars var sagt: Vertu með! Vilborg: En í skólunum er unnið mikið og gott starf með tungu- málið og sérstaklega á leikskólun- um, en þar hefur umhverfið tekið miklum breytingum hvað þetta snertir, að kenna börnunum. Í þeim töluðu orðum labbar maður sem virðist á fimmtugsaldri að Vilborgu, með bjórglas í hendi, og spyr hana hvort hún hafi kennt sér í Austurbæjarskóla og heiti Val- borg. Fumlaust svarar Vilborg því til að hún heiti Vilborg en hafi kennt þar á sama tíma og Val- borg. Við höldum áfram í málfars- umræðunni og að því sem snýr að fjölmiðlum. Blaðamenn hafa oft verið gagnrýndir fyrir hroðvirkni og slæmt málfar, hvað segja þær um það? Vilborg: Það er nú líka bara hrað- inn. Gerður: Já, það skín nú yfirleitt í gegn. Vilborg: Þegar ljóðabókin mín, Fiskar hafa enga rödd, kom út tók Kolbrún Bergþórs viðtal við mig fyrir Blaðið. Á forsíðu kom tilvitnun í greinina og þar stóð: Fylgifiskar hafa enga rödd og mynd af mér ásamt nafninu Vil- borg Davíðsdóttir. Kolla var svo hrædd þegar hún sá þetta að hún þorði ekki að hringja í mig en ég vann lengi á Þjóðviljanum og ég sá strax hvernig lá í þessu og var ekkert að velta þessu upp. Það eru vaktaskipti á blöðum, annað fólk sem sér um að ganga frá forsíðu og mikill hraði. Gerður: Ég sagði frá því í viðtali hjá Birtu fyrir þremur árum að ég hefði fengið fyrstu verðlaun í ljóðasamkeppni fyrir ljóðið Fok. Þegar viðtalið birtist þá hét ljóðið allt í einu Fokk. Þeim hefur senni- lega fundist líklegt að ég hafi verið reitt ungt skáld að skrifa ljóð sem hét Fokk. Vilborg: Þetta heitir að fokka hlut- unum upp! Gerður: Svona dæmi eru náttúr- lega bara fyndin en mér finnst verra þegar rangar upplýsingar um feril höfunda birtast í gagnrýni um bækur þeirra, enda ætti það að vera óþarft í ljósi þess að hægt er að kynna sér þá fyrirhafnarlaust á Netinu. Fyrir síðustu jól stóð til dæmis í Fréttablaðinu að Fugl og fiskur eftir Vilborgu væri fyrsta barnabókin hennar. Svipaðar vill- ur hef ég séð um gagnrýni um bók eftir Auði Jónsdóttur og sjálfa mig. Mér finnst þetta virðingar- leysi. Vilborg: Þetta sýnir vinnubrögð sem eru svolítið hættuleg. Gerður: Samt finnst mér jólabóka- flóðið og allt havaríið sem því fylgir mjög skemmtilegt. Þetta er oft mikill sirkus. Um leið og ég vil fá vandaða dóma um bækur krefst ég þess líka að þeir skili sér hratt svo kröfurnar eru miklar. Hvern viljið þið sjá sem næsta forsætisráðherra? Vilborg: Ég vil sjá vinstri stjórn. Gerður: Hún er kommúnisti – ef þú vissir það ekki. Vilborg: Já, já, ég var það og er enn. Eins og kallinn sagði: Ég var kommúnisti, er kommúnisti og verð kommúnisti, bara undir nýju nafni. Ég held að röðin sé komin að Ingibjörgu Sólrúnu. Ég held að Af pólitík, flatskjám og Habitatbæ Vilborg Dagbjartsdótt- ir ætlaði alltaf að eiga ruggustól þegar hún yrði gömul og keypti sér einn slíkan þegar elliárin nálguðust. Gerður Kristný Guð- jónsdóttir er nú þegar búin að fjárfesta í slík- um grip og er því vel búin undir ellina. Júlía Margrét Alexandersdótt- ir hitti rithöfundana tvo á kaffihúsinu litla kennt við ungann ljóta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.