Fréttablaðið - 24.03.2007, Síða 50
hús&heimili
Á rstíð túlípana er gengin í garð og eru þeir fáanlegir í blómaverslunum, í mat-
vöruverslunum og víðar. Fjölmargir litir eru til
og ætti að vera auðvelt að finna túlípana sem
tóna við stíl heimilisins. Oftast er afskornum
blómum komið fyrir í vasa í stofunni. Þau
geta hins vegar vel prýtt önnur herbergi
heimilisins, þar á meðal baðherbergið.
Túlípana er hægt að velja í stíl við handklæði
og annað sem er að finna á baðherberginu.
Í vasa við vaskinn gefa þau baðherberg-
inu fallegan svip og minna á hreinleika og
fegurð.
BLÓM
Á BAÐHERBERGIÐ
1. Stílhrein litil silfurfata, tilvalin í
baðherbergið. Ekki spillir fyrir að alls
konar aukahlutir á baðið fást í stíl.
Þessi fata er til í Debenhams í Smára-
lind og kostar 2.990 kr.
2. Rauð ruslafata frá Brabant-
ia tekur 12 lítra. Hún er í retro-stíl og
er til í ýmsum litum og stærðum. Hún
fæst í Bræðrunum Ormsson og kostar
4.989 kr.
3. Superman Stundum virðist ruslið
vera að bera mann ofurliði en þá er um
að gera að fá Ofurmennið í málið. Þessi
kröftuga ruslafata fæst í Pennanum í
Kringlunni og kostar 1.595 kr.
4. Svínarí Ruslafatan gefur hugmynd-
inni að ,,ganga um eins og svín“ nýja vídd.
Hver ákvað svo sem að svín væru eitthvað
subbuleg? Þetta eru víst afskaplega
þrifalegar skepnur og þetta svín gleyp-
ir ruslið og heldur í horfinu. Þessi
skemmtilega ruslafata fæst í Byggt
og búið í Kringlunni og kostar 1.879
kr. Hún er einnig til í pöndulíki.
5. Skrautlegar krúttfötur fást í
Next í Kringlunni og eru kjörnar í
barnaherbergin. Þær kosta 790 kr.
stykkið.
- hs
Útgáfufélag: 365 - prentmiðlar, Skaftahlíð 25, 105 Reykjavík, sími: 550-5000 Ritstjórar: Kristín Eva Þórhallsdóttir kristineva@frettabladid.is og
Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is. Auglýsingar: Anna Elínborg Gunnarsdóttir, 550-5806, aeg@365.is Útlitshönnuður: Kristín Agnarsdóttir
kristina@frettabladid.is. Forsíðumynd: Rósa Jóhannsdóttir tók myndina í versluninni Egg.
Allt í rusli
Þó að rusl sé sjaldnast augnayndi er hægt að fá ýmiss
konar flottar ruslafötur til að geyma ófögnuðinn. Hvort sem
ætlunin er að fá ruslafötu í eldhúsið, inn á baðið, skrifstof-
una, eða barnaherbergið má oftast finna eina góða fötu
sem smellur inn í umhverfið. Ruslafötur eru til í öllum
stærðum og gerðum og finnast víðs vegar um bæinn. Þær
eru allt frá því að vera látlausar og stílhreinar yfir í að öskra
á athygli.
3
21
4
5
BLÓMATRÉ
Hanahana heitir þessi
blómavasi eftir hina
japönsku Kazuyo Sej-
ima. Vasinn er lagaður
líkt og tré með mörgum
greinum en í hverja
grein má stinga einu
blómi. Vasinn er úr
ryðfríu járni og má nota
hann bæði úti og inni.
Langholtsvegi 111, 104 Rvk. Sími 568 7900
Opið virka daga 11-18, laugardaga 11-16
24. MARS 2007 LAUGARDAGUR6