Fréttablaðið - 14.04.2007, Síða 1

Fréttablaðið - 14.04.2007, Síða 1
hús&heimiliLAUGARDAGUR 14. APRÍL 2007 SÝNING Húsgagnaarkitekt ÍslandsHÖNNUN Leikmyndin í LegiGARÐURINN Garðhola fyrir grænmetið Hjólh ýsa- sýnin g um helgin a 2007 www.xf.is AFNEMUM LEIGUFORRÉTTINDI KVÓTA- EIGENDA. FÆRUM VEIÐIRÉTTINN AFTUR TIL BYGGÐANNA! framsokn.is Árangur áfram - ekkert stopp Rannsóknarnefnd sjóslysa er að skoða hvort reglur um línu- ívilnun, sem gera ráð fyrir því að því að bátur komi til hafnar innan 24 klukkustunda á sama stað og haldið var til veiða, hafi spilað inn í ákvarðanatöku manna sem leiddu til sjóslyss úti fyrir Ísafirði 14. mars síðastliðinn. Þetta staðfesti Jón Ingólfsson, forstöðumaður rannsóknarnefndar sjóslysa við Fréttablaðið. „Það eru ýmsir sam- verkandi þættir sem valda sjóslys- um. Í þessu tilfelli var nokkuð styttra að fara með bátinn í höfn í Súgandafirði en til Ísafjarðar. Samkvæmt reglugerð um línu- ívilnun þarf að landa [aflanum] á sama stað og lagt er upp í ferðina innan sólarhrings. Mér finnst lík- legt að þess verði getið í skýrslu okkar vegna slyssins að þetta geti verið til þess að fallið að skapa óöryggi þegar taka þarf ákvarðan- ir á skömmum tíma, og skipstjórar eru alltaf að gera það,“ sagði Ingólfur. Tveir sjómenn, Eiríkur Þórðar- son og Unnar Rafn Jóhannsson, létust er bátnum Björg Hauks ÍS 127 hvolfdi úti fyrir Stigahlíð í mynni Ísafjarðardjúps. Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, segir ítrekað hafa verið gerðar athugasemdir við reglugerðina. „Við höfum frá upphafi bent á þetta sem stórkostlegan galla á fyrirkomulaginu. Það liggur fyrir að þessi staða getur orðið til þess að skapa óöryggi, sem síðan getur leitt til stórkostlegra slysa. Þessu þarf að breyta, það gefur auga leið.“ Einar K. Guðfinnsson sjávar- útvegsráðherra telur vel koma til greina að breyta lögunum. „Að sjálfsögðu viljum við ekki að fyrir- komulag í fiskveiðistjórnunarlög- unum verði til þess að draga úr öryggi sjómanna. Sem sjávarútvegs- ráðherra myndi ég tvímælalaust beita mér fyrir þess háttar breyt- ingum, ef þörf er talin á þeim.“ Umdeildar reglur hugsanlega þáttur í banaslysi fyrir vestan Rannsóknarnefnd sjóslysa rannsakar hvort krafa um löndun í sömu höfn og lagt var upp frá hafi verið þátt- ur í banaslysi við mynni Ísafjarðardjúps 14. mars. Smábátaeigendur hafa margsinnis kvartað yfir reglunum. Kostnaður við rekstur sendiráða, fastanefnda og sendiræðisskrifstofa hefur aukist um 83 prósent á núvirði frá því að núverandi stjórnarflokkar tóku við völdum árið 1995. Það ár nam kostnaðurinn 970 milljónum króna á núvirði en er áætlaður 1.773 milljónir á fjárlögum ársins 2007. Þetta er meðal þess sem kemur fram í fjórðu kosningagrein Fréttablaðsins af átta. Þar eru áherslur stjórnmálaflokkanna í utanríkismálum reifaðar og kastljósi varpað á stærstu málin. Í komandi kosningum verða Evrópumál og umfang utanríkisþjónustunnar ofarlega á baugi. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að pólitískar stöðuveitingar í utanríkisþjón- ustunni hafi dregið úr trúverðugleika hennar meðal kjósenda og að þeim verði að linna. „Það hafa ítrekað verið ráðnir inn sendiherrar sem hafa verið pólitískt skipaðir og það hefur orðið til þess að fólk hefur brenglaða mynd af þjónustunni.“ Hörður Arnarson, forstjóri Marels, segir starfsemi íslenskra stjórnvalda á erlendum vettvangi skipta sköpum og að starfsmenn sendi- ráðanna vinni mikilvægt starf. „Sérstaklega hefur þetta skipt miklu máli þegar fyrirtæki eru að koma inn á nýja markaði.“ Fjölskylda stýrir landsfundum „Ég stökk bara inn í þetta,“ segir Sólveig Arnarsdóttir, leik- kona og frambjóðandi, sem er fjölmiðlafulltrúi á landsfundi Samfylkingarinnar. Móðir Sólveigar, Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri, er sömu- leiðis í stóru hlutverki á fundin- um. Þórhildur er í raun að leik- stýra fundinum. Svo vill til að sonur Þórhildar, Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri, er þessa sömu helgi að „leikstýra“ lands- fundi Sjálfstæðisflokksins. „Það þarf gott fólk til að halda utan um svona samkomu svo það er ekki skrítið að í það starf velj- ist einhver sem hefur að atvinnu að stýra og púsla saman stórum sýningum,“ segir Sólveig. „Það skiptir máli hvar hlutirn- ir og ræðumenn eru. Þetta er alls ekki svo ólíkt leikhúsinu þar sem sviðsmunir og leikarar þurfa að vera á réttum stað,“ segir Þor- leifur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.