Fréttablaðið - 14.04.2007, Síða 32

Fréttablaðið - 14.04.2007, Síða 32
Ó látabelgurinn Auð- unn Blöndal seg- ist vera alinn upp að miklu leyti hjá dómkirkjupresti. Hann er af Krókn- um, elskar íþróttir og viðurkenn- ir að hafa þurft að googla Ármann Jakobsson áður en hann mætti í viðtalið. En var að vísu fljótur að kveikja þegar hann sá mynd- ir af Ármanni í Gettu betur en Auðunn er mikill aðdáandi allra spurningakeppna. Ármann er hins vegar borgarbarn, alinn upp í Álf- heimum og vill helst sverja af sér Gettu betur-tvíburastimpilinn. Að hvaða leyti haldið þið að það hafi mótað ykkur að vera utan af landi annars vegar og hins vegar úr úthverfi? Auðunn: Þegar ég ólst upp á Sauð- árkróki stundaði ég mikið íþróttir, það var einfaldlega ekkert annað að gera. Nú bý ég í bænum, hef gert í sjö ár, en mér finnst ennþá jafngaman að fara í bíó og keilu, þetta er lúxus fyrir mér. Hefði ég verið að þessu síðan ég var 11 ára væri ég örugglega orðinn leið- ur. Ég er sérstaklega hress í diskó- keilu á föstudagskvöldum. Ármann: Ég ólst upp í einu af hinum þrjátíu úthverfum Reykja- víkur. Þau eru öll svipuð og Sauð- árkrókur nema það er styttra í bæinn. Fólk sem býr í úthverfum er bara þar og sjálfur fór ég eigin- lega aldrei niður í bæ. Ég held að það sem geri aðstæður okkar Auð- uns ólíkar séu frekar aldursmun- ur en búseta í æsku. Tölvur voru til dæmis varla til þegar ég var lítill. Í Reykjavík voru þrjár tölv- ur og þær voru allar í bönkum og menn í hvítum sloppum sem um- gengust þær. Auðunn: Tölvur voru að vísu ekki heldur margar í minni æsku. Börn voru úti í fótbolta og í fall- inni spýtu. Menn voru ekki að slíta hausinn af hver öðrum í einhverj- um tölvuleik. Unglingar í dag fara ekkert í kyss-kyss-og-útaf heldur er slummast á webcam. Ármann: Ég missti alveg af tölvu- leikjunum. Ég horfi stundum á GameTíví og ég skil bara ekki neitt. Að málefnum líðandi stundar. Bandarískur hagfræðiprófessor skrifaði pistil þar sem hann stakk upp á því að Bandaríkjamenn myndu frekar ráðast á Ísland í staðinn fyrir Íran. Af hverju haldið þið að þessi háðsádeila hafi vakið svona mikla athygli meðal Íslend- inga? Ármann: Íslendingar eru oft svo- lítið uppteknir af því að Ísland skuli vera nefnt einhvers staðar í heiminum. Annars finnst mér að fólk mætti fá að segja sína skoðun meira án þess að þurfa sífellt að biðjast afsökunar á orðum sínum. Seinustu mánuði líður varla sá dagur að einhver heimti ekki af- sökunarbeiðni út af einhverju sem var sagt. Auðunn: Gott dæmi um þetta er til dæmis Smáralindarbæklingurinn. En ég þekki þetta. Við erum oft skammaðir í þættinum. Einhverjir misskilja grínið og vilja afsök- unarbeiðni. Og sum efni er við- kvæmara að nefna en önnur. Og það má segja að oft séu hlutirnir litaðir svartir án tilefnis. Fólki er oft ætlað það versta. Ármann: Ég held að það sé ekki gott, að fólk geti ekki leyft sér að láta ýmislegt flakka. Oft eru þetta réttlætanlegar athugasemdir, en samt sem áður – er ekki lífið mjög leiðinlegt ef enginn má segja neitt? En málfarskvartanir, Auðunn? Er enginn sem fettir fingur út í tungutak ykkar? Og hvað finnst þér, Ármann, um málfar fjölmiðla- manna? Auðunn: Það er mikið af krökkum og unglingum sem horfa á þátt- inn og því reynir maður að vera til fyrirmyndar en ég fékk einu sinni tölvupóst frá Davíð Þór Jónssyni þar hann sagðist vera svo ánægð- ur með að ég segði alltaf „Ég hlakka til“. Svo spurði hann mig hvort ég gæti þá ekki líka farið að segja „Hann hlakkar til“ og „hún hlakkar til“. Mér fannst gott að fá þessa ábendingu og ég æfði mig, mér var sko alls ekki sama. Ármann: Málfarið í 70 mínútum stuðaði mig aldrei. Aftur á móti er málfarið í Kastljósinu ekki upp á það besta og mér finnst það kannski aðalmálið að mál- far sé fjölbreytt. Ég hef svolitlar áhyggjur af Ríkissjónvarpinu, til dæmis í Kastljósinu. Mér finnst mikilvægt að málfar sé fjölbreytt og Ríkissjónvarpið þarf að vera með öðruvísi málfar en 70 mínút- ur. Ég slekk á Kastljósinu um leið og ég heyri fyrstu amböguna, það er oft snemma. Auðunn: Djöfull er ég að fíla þig, maður. Þú horfir á 70 mínútur og Kastljósið stuðar þig. Ármann: 70 mínútur voru það sem þær voru og voru ekkert að þykj- ast vera neitt annað. Kastljósið á að vera allt í senn og þá er stund- um hætta á að málfarið sígi niður úr ríkissjónvarpsstaðlinum. Fólk á Íslandi hefur áhuga á málfari og það er það skemmtilega, að þetta er rætt. Persónulega leiðist mér þessi eilífðarnotkun á nafnhætti. Allar setningar byrja á „Við erum að horfa á …“ og svo framvegis, í stað- inn fyrir að persónubeygja sagn- irnar. Ég þoli það ekki, sérstaklega hjá ráðherrum og fyrirfólki. Auðunn: Ég er frekar líbó hvað þessi mál snertir en í þættin- um reyndum við oftast að passa okkur. Það var kannski helst að við værum gagnrýndir fyrir slettur. Pabbi Sveppa er íslenskufræðing- ur þannig að við gerðum í því að tala eins og við „áttum“ að gera. Ármann: Það var mjög fynd- ið hvernig þið tókuð ykkur til og pössuðuð sletturnar. Enn og aftur skýtur upp kollinum umræðan um ríkidæmi Íslend- inga og nú er það sjálfur Björgólf- ur Thor, ríkasti Íslendingurinn, en afmælisveisla hans er sögð hafa kostað yfir 200 milljónir. Hvað hafið þið um það að segja? Auðunn: Að fá 50 Cent að spila er auðvitað eitursvalt. Björgólfur er orðinn fertugur og aðalskemmti- krafturinn er 50 Cent – ekkert skallapopp. Ef hann hefur efni á þessu þá er það líka bara allt í lagi. Þegar ég var 16 ára var ég með pulsur í afmælinu mínu og nú nokkrum árum síðar á ég aðeins meiri pening og býð kannski upp á pitsur og frían bjór. Gaurinn er bara snillingur og hann á allt gott skilið að mínu mati, ég vona bara að Björgólfur lesi þetta því þá getur hann kannski splæst á mig drykk næst þegar við hittumst. Jafnvel keypt skemmtikrafta í af- mælisveisluna. Ég drekk ógeðs- drykk og svo kemur 50 Cent og tekur lagið. Ármann: Ég fer strax að hugsa um minnimáttarkenndina á Íslandi. Að fá 50 Cent er eins konar yfir- lýsing um hvað við erum stór og getum allt. Auðunn: En væri ekki það sama uppi á teningnum ef Björgólfur væri danskur eða sænskur – er þetta eitthvað séríslenskt? Ármann: Íslensk afmælisveisla með heimsfrægum skemmtikrafti hlýtur samt að koma því rækilega á framfæri að nú sé Ísland orðið stórt. Íslendingum finnst tilhugs- unin um að enginn viti hvað Ísland sé mjög erfið. Og þetta er hluti af aldagamalli baráttu þjóðarinn- ar að koma því á framfæri að Ís- land sé víst merkilegt. Þegar ég var að alast upp var ekkert alvöru ríkt fólk til á landinu, núna er það til, og auðvitað breytir það samfé- laginu og bilið milli þeirra ríku og fátæku eykst sífellt. En auðvitað hafa flestir líka orið ríkari. Ég er ríkari núna en ég átti von á. Auðunn: Ég er líka ríkari í dag en ég var þegar ég var 17 ára og tók Hyundai á 100 prósent láni. Það er í raun furða að ég eigi einhvern pening eftir þá reynslu. Jafnréttismálin hafa náð nýjum hæðum undanfarið í umræðunni og nú virðist vera að einhverj- ir ætli að kæra auglýsingar Coke Zero? Hafið þið smakkað drykk- inn og hvað finnst ykkur um slag- orð eins og Af hverju ekki kær- ustur án ZERO … við þurfum að tala saman? Eru jafnréttismálin í góðum farvegi? Auðunn: Ég er pepsí max-maður sjálfur en ég mun örugglega smakka drykkinn. Ég drekk svona þrjá lítra af gosi á dag. Mér per- sónulega er alveg sama um þessi slagorð, ég fer ekki svona rosa- lega djúpt inn í hlutina, þetta er bara grín. Ármann: Ég drekk gos kannski þrisvar á ári. Ég er örugglega ekki markhópurinn fyrir þessa aug- lýsingu og hún hefur ekki stuðað mig neitt sérstaklega en að vísu er mjög fátt sem stuðar mig. Á hinn bóginn er talsvert um kven- fyrirlitningu í samfélaginu og það er sjálfsagt að bregðast við því. Ég veit ekki hvort kæra sé endi- lega besta leiðin til þess. Ég held að jafnréttismálin gangi vel ef fólk hugsar mikið um þau. Ójafn- vægi myndast ef fólk gleymir að hugleiða hlutina. Jafnréttismál- in eru eilífðarmál, það verður aldrei fullkomið jafnvægi og það er að mörgu leyti gott – að fólk haldi þessum málefnaflokki sífellt opnum með lifandi umræðu. Auðunn: Mér finnst þetta mjög gott svar og ég vil gjarnan að þú skrifir í sviga að við höfum sagt þetta sem Ármann sagði – báðir tveir í kór. Að lokum. Slúðurblaðamennska. Hvað finnst ykkur um þá tegund blaðamennsku? Auðunn: Ef ég mæti á einhvern viðburð þá er auðvitað allt í lagi þótt smellt sé af manni mynd, hvort fólk hafi svo áhuga á að sjá það er svo annað mál. En ég hef hins vegar ekkert gaman af því að sjá Ásdísi Rán og vinkonur henn- ar sitja á Caruso að panta sér pitsu og vera að flippa en þannig er bara slúðurblaðamennska á Ís- landi í dag því það gerist svo fátt. Þetta er lítið land og ég held það myndi duga að gefa út mánaðar- blað en ekki vikublað hvað þessi efni varðar. Ármann: Ég les þessi blöð ekki en systir mín hefur lent í svona blaði. Var á forsíðunni eins og hún væri í viðtali en í raun var ekkert við- tal í blaðinu. Og það er dæmigert fyrir þessi blöð af þessari tegund, hér heima og í öllum hinum lönd- unum, að það er látið eins og það sé eitthvað inni í blaðinu sem er það svo ekki. Auðunn: Já, það er alltaf lélegt. En maður er ekkert á móti þeim. Ármann: Auðvitað hlaut þetta að koma til Íslands. En ég veit ekki hver Ásdís Rán er. Fjölnir Þor- geirs? Jú, ég man eftir Fjölni Þor- geirs. Hann er af minni kynslóð. Annars finnst mér fólk oft óþarf- lega vont við fólk sem er frægt án þess að hafa afrekað neitt. Eins og París Hilton, hvað hefur hún gert okkur? Verst hún á ekki bróður sem heitir Amsterdam. Auðunn: Já, það gæti verið skemmtileg fjölskylda. Í rauninni held ég að það sé skárra að vera París Hilton, gerandi eitthvað af sér, heldur en Íslendingur tuðandi hér heima yfir því – sjálfur fullur allar helgar. Stöndum með París Hilton Auðunni Blöndal finnst fátt skemmtilegra en diskókeila. Ármann Jakobsson veit ekki hvað diskókeila er. Auðunn drekkur einn lítra af gosi á dag. Ármann drekkur gos þrisvar á ári. Júlía Mar- grét Alexandersdóttir dró svart-hvítt par á rökstóla. Ármann: Málfarið í 70 mínút- um stuðaði mig aldrei. Aftur á móti er málfarið í Kastljósinu ekki upp á það besta.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.