Fréttablaðið - 14.04.2007, Page 34

Fréttablaðið - 14.04.2007, Page 34
S tærstu utanríkismálin hjá stjórn- málaflokkunum í komandi kosn- ingum virðast annars vegar vera Evrópumál og hins vegar hvert umfang utanríkisþjónustunnar eigi raunverulega að vera. Hér að neðan verður samband Íslands við Evr- ópusambandið (ESB) í gegnum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið skoðað auk þess sem farið verður yfir vöxt og umfang sendiráða og skyldra kostnaðarliða. Íslenska utanríkisþjónustan rekur alls sautján sendiráð, fjórar fastanefndir gagn- vart alþjóðastofnunum auk tveggja sendi- ræðisskrifstofa. Auk þess starfa sex sendi- herrar á vegum utanríkisráðuneytisins hér á landi. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2007 er kostnaður ríkissjóðs vegna þessa reksturs alls 1.773 milljónir króna. Þegar núverandi stjórnarflokkar tóku við árið 1995 var sá kostnaður 625 milljónir, eða um 970 milljónir á núvirði. Kostnaðurinn hefur því aukist um tæplega 83 prósent frá því að núverandi stjórnarmeirihluti tók við árið 1995, en bæði Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hafa farið með utanrík- isráðuneytið á þeim tíma. Dýrust í rekstri er fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York sem kostar landann 134 milljónir króna á þessu ári. Átta manns starfa hjá henni sem þýðir að kostnaður vegna hvers starfsmanns er tæplega sautján milljónir króna. Alls starfa 147 manns hjá sendiráðum, fastanefndum og sendiræðisskrifstofum erlendis auk hinna sex sendiherra sem staðsettir eru hér á landi. Flestir þessara starfsmanna starfa hjá sendiráðinu í Brussel og Evrópusambandinu (sameigin- legt sendiráð), eða 21 alls. Auk hinna föstu starfsmanna eru fjórir starfsnemar í jafn- mörgum sendiráðum erlendis. Þá eru nán- ast öll sendiráð með bílstjóra á sínum snærum. Grunnlaun sendiherranna, hvort sem þeir starfa hérlendis eða á erlendri grundu, eru nú 565.357 krónur. Þeir sem eru staðsett- ir á Íslandi fá auk þess greiddar sérstakar einingar samkvæmt ákvörðun kjararáðs, en einingarfjöldinn ræðst af verksviði og verkefnum hvers sendiherra. Erlendis fá sendiherrarnir greiddar sér- staka staðaruppbót, sem er kostnaðar- greiðsla vegna búsetu erlendis. Ekki fékkst uppgefið hver hún væri að öðru leyti en að upphæð hennar væri „ákveðin með hlið- sjón af alþjóðlegum verðsvæðaútreikning- um og verðlagsþróun í hverju ríki“. Þó má ætla að staðaruppbótin hækki heildarlaun sendiherranna töluvert. Allir flokkarnir koma inn á samband Ís- lands við Evrópusambandið (ESB) í stefnu- skrám sínum þótt nálgun þeirra sé æði misjöfn. Það samband er í dag rammað inn í samninginn um Evrópska efnahags- svæðið (EES) sem gekk í gildi 1. janúar 1994. Í grófum dráttum snýst samningur- inn um að hið svokallaða fjórfrelsi (frjálst flæði vöru, þjónustu, fólks og fjármagns) hefur verið framlengt til þriggja ríkja utan ESB: Íslands, Noregs og Liecthenstein. Ríkin þrjú fá því frjálsan og tolllausan að- gang að innri markaði ESB á öllum sviðum utan landbúnaðar, náttúruauðlinda og „ann- arra mála er varða þjóðarhag aðildarríkja samningsins“. Í staðinn skuldbinda ríkin sig til þess að innleiða allar þær reglur, reglugerðir og staðla sem ESB ákveður og snerta fleti EES-samningsins án þess að þau fái að koma að mótun þeirra eða ákvörðunar- tökuferli. Þetta þýðir á mannamáli að um 80 prósent allrar ESB-löggjafar verður að lögum á Íslandi án þess að við höfum nokk- uð um það að segja. Þær framkvæmdir og reglugerðir eru yfir fjögur þúsund frá því að samningurinn gekk í gildi. Þessi skortur á aðkomu að ákvörðunar- ferlinu hefur oft á tíðum verið kallaður lýðræðishalli, enda er verið að innleiða lög- gjöf hjá sjálfstæðu ríki sem ákveðin er hjá alþjóðastofnun sem ríkið er ekki aðili að. Öllum ætti því að vera ljóst hversu gífur- lega víðtæk áhrif EES-samningurinn hefur haft á íslenskt samfélag á síðastliðnum þrettán árum. Samningurinn er Íslendingum gífurlega mikilvægur. Árið 2005 fór um 60 prósent alls útflutnings frá Íslandi til aðildarríkja ESB og það hlutfall hækkar upp í um 66 prósent ef Noregur og Liecthenstein eru tekin með í dæmið. Þá er um 58 prósent alls innflutnings til Íslands frá ESB-lönd- um og sú tala hækkar í 70 prósent ef hinum löndum EES-samningsins er bætt inn. En það eru fleiri gallar á gjöf Njarðar en hinn svokallaði lýðræðishalli. Aðgengið að innri markaðinum er nokkuð kostnaðar- samt líka. Ísland, Noregur og Liecthenstein hafa nefnilega alltaf greitt ákveðnar fjár- hæðir í hinn svokallaða þróunarsjóð ESB sem er hluti af EES-samningnum. Í aðdraganda þess að tíu ný ríki gengu inn í ESB 1. maí 2005 þurftu ríkin að semja á ný um aukin framlög til þróunarsjóðsins. Eftir langvarandi samningsviðræður varð niðurstaðan sú að ríkin greiddu 600 milljónir evra (um 53,4 milljarðar á nú- virði) á fimm ára fresti í sjóðinn sem yrði skipt upp milli Spánar, Portúgals, Grikk- lands og nýju aðildarríkjanna tíu. Norð- menn greiða 95 prósent þessarar upphæð- ar en Íslendingar um fimm prósent. Auk þess greiða Norðmenn svipaða upphæð aukalega til frekari þróunar innan sam- bandsins. Kostnaður ríkjanna þriggja við EES-samninginn er því rúmlega 100 millj- arðar á fimm ára fresti, eða um 20 millj- arðar á ári. Kostnaður Íslands vegna EES-samningsins er samkvæmt þessum tölum rúmur millj- arður á ári. Sú upphæð sem Norðmenn greiða undirstrikar að mörgu leyti hversu mikilvægt það er fyrir Íslendinga, og líf- tíma EES-samningsins, að missa Norðmenn ekki út úr samningnum. Það yrði Íslending- um og Liectensteinum líklega afar erfitt að halda honum á lífi án þeirra. Stefna Baráttusamtakanna í utanríkis- málum liggur ekki fyrir og því er hún ekki tekin með í þessari umfjöllun. Utanríkisþjónusta Íslands er dýr í rekstri. Ríkisendurskoðun hefur gert alvarlegar athugasemdir við að ítrekað hafi verið farið fram úr fjárheimildum og krafðist nýlega aðgerða til þessa að sporna við framúrkeyrslunni. Utanríkismál og stefna flokkanna í þeim málaflokki er eitt þeirra mála sem kosið verður um í vor. Í fjórðu kosningagreininni af átta skoðuðu blaða- mennirnir Magnús Halldórsson og Þórður Snær Júlíusson umsvif íslensku utanríkis- þjónustunnar, stefnur flokkanna og margþætt áhrif íslenskrar utanríkistefnu. Hver eru viðhorf flokkanna til aðildar að Evrópusambandinu? Hvaða sendiráð er dýrast í rekstri? Leitast var við að skýra málin og setja þau fram á einfaldan hátt. EES og útþanin utanríkisþjónusta

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.