Fréttablaðið - 14.04.2007, Side 35

Fréttablaðið - 14.04.2007, Side 35
Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is Óttar M. Norðfjörð rithöfundur er mikill Polo-maður. Ásamt Polo-namminu og Polo-íþróttinni er blái Wolkswagen Polo-bíllinn í mestu uppáhaldi. „Mamma keypti bílinn nýjan árið 2002. Hún notar hann mjög lítið svo ég er nánast alltaf á honum,“ segir Óttar M. Norðfjörð rithöfundur. Poloinn er mest uppi í Grafar- vogi með Óttari þar sem hann leggur lokahönd á teiknimyndasöguna Jón Ásgeir og afmælisveislan. „Sagan fjallar um Jón Ásgeir Jóhannesson sem býður Davíð Odds- syni í afmælið sitt í Perluna. Þar reynir Jón Ásgeir að útkljá Baugs- málið í eitt skipti fyrir öll á ansi farsakenndan hátt,“ segir Óttar hlæjandi. Hann segir bílinn koma að góðum notum þegar hann leitar að nýjum hugmyndum þrátt fyrir að hann skrifi ekki undir stýri. „Ég rúnta gjarnan í Vesturbænum og út á Granda til að skoða mannlíf og fá innblástur. Utanbæjar er Suð- urlandið í mestu uppáhaldi,“ segir Óttar. Hann hefur margsinnis farið í ferðalög með Polo og segir bílinn virkilega hafa komið á óvart. „Þegar ég og kærastan mín fórum hringinn fórum við að Snæfellsjökli. Bíllinn fór langleiðina upp á jökul- inn þar sem aðeins jeppar fara. Ég var dauðhræddur um að brjóta öxul á leiðinni niður en þetta fór allt vel. Síðan þá hef ég borið miklar tilfinn- ingar til bílsins,“ segir Óttar bros- andi. Þrátt fyrir fjallaferðir er Óttar ekkert hrifin af jeppum og finnst Poloinn bera af öðrum bílum. „Jepp- ar eru oft svo léttir og þess vegna meiri hætta á að missa sig út í vit- leysu í umferðinni. Poloinn er þyngri og þess vegna líka ágætis líkams- rækt að keyra hann,“ segir Óttar. Líkamsrækt og skáld- skapur undir stýri

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.