Fréttablaðið - 14.04.2007, Page 36

Fréttablaðið - 14.04.2007, Page 36
Saga Volkswagen Golf GTI spannar nú 30 ár. Af því tilefni hefur bíllinn fengið 30 hestöfl í afmælisgjöf. Lengi getur gott batnað. Volks- wagen hefur sent frá sér sérstaka afmælisútgáfu af Golf GTI sem fengið hefur smá andlitslyftingu og sterasprautu. Það sem aðgreinir afmælisút- gáfuna frá venjulegum GTI er sætisáklæðið, en það er orðið að vel heppnuðum kokkteil af leðri og taui, smáatriði í innréttingu, þar sem búið er að koma rauða af- mælislitnum fyrir á ýmsum stöð- um auk burstaðs stáls, og ýmis mismikilvæg atriði eins og sam- lituðu spoilerkitt og sérstakar svartar felgur. Stærsti munurinn á afmælis- barninu og venjulegum GTI er að það hefur fengið eitt hestafl að gjöf fyrir hvert afmælisár. Hann er því orðinn 230 hestöfl. Golf GTI er frábær aksturs- bíll, vel útlítandi og með frábæra sjálfskiptingu. Afmælisútgáfan er það líka. Það er hins vegar ekki hægt að segja að hún sé betri. Hvort velja ætti hana eða venju- legan GTI er einungis smekksat- riði varðandi útlitið. Hestöflin 30 skipta litlu máli upp á aksturseig- inleikana, því þótt gaman sé að hafa rúmlega 200 hestöfl undir húddinu er í raun lítil ástæða til að velja heldur 230 hestöfl í stað 200. Golf GTI er frábær bíll í flesta staði. Afmælisútgáfan er skemmtileg viðbót við Golf-flór- una, sérstaklega fyrir gallharða GTI-áhugamenn. Til hamingju með afmælið Vesturlandsvegur Reykjavík Mosfellsbær Húsasmiðj an Nóatún Toppskórinn Margt Smátt Vínlandsleið Sport Outlet Vínlandsleið 2–4, efri hæð Grafarholt

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.