Fréttablaðið - 14.04.2007, Side 38

Fréttablaðið - 14.04.2007, Side 38
Ég vil þakka lesendum Fréttablaðsins fyrir frábærar móttökur á þessum pistlaskrifum mínum, en ekki munu verða fleiri pistlar frá mér að sinni. Sitkalús er af víðilúsarætt og er önnur af tveimur tegundum hér á landi sem lifir á greni. Hin lúsin er grenisprotalús. Talið er að hún hafi borist hingað til lands í kringum 1960 frá Evrópu. Sitkalúsin er græn með rauð augu og er 1,5-1,8 mm að lengd. Hér á landi hafa eingöngu fundist kvendýr þannig að um svo kallaða meyfæðingu er að ræða. Sitkalúsin fæðir lifandi afkvæmi og eign- ast hver lús um 15 afkvæmi á ævinni. Sitkalúsin veldur miklum skaða í grenitrjám, sér- staklega á sitkagreni og blágreni, en þessar amer- ísku grenitegundir hafa ekki náð að aðlagast lúsinni og verða því ansi hart úti þegar lúsafaraldur geisar. Eini möguleikinn til að drepa lúsina er að úða skor- dýralyfi á trén að hausti eða eftir árferði í febrúar og mars. Skordýralyf sem notað er, og hefur reynst vel, myndar vaxkennda filmu á sprotana og fælir lúsina frá. Til þess að lúsin drepist af sjálfsdáðum þarf að gera verulegt frost, allt að 15 stigum, um tíma eða frost og vindkælingu en þá frostspringa egg lús- arinnar. Hún leggst ekki í dvala yfir veturinn og skemmir trén meðan frostlaust er. Þegar fólk þarf að fá til sín meindýraeyði eða garð- úðara þá skal alltaf óska eftir að fá að sjá starfsskír- teini útgefið af Umhverfisstofnun og eiturefnaleyfi gefið út af lögreglustjóra/sýslumanni og það mikil- vægasta er að viðkomandi hafi starfsleyfi frá við- komandi sveitarfélagi. Ein og sér hafa starfsréttindi meindýraeyða og garðúðara ekkert gildi. Athugaðu hvort öll skírteini séu í gildi. Félagar í Félagi mein- dýraeyða eru með félagsskírteini á sér, í ár eru skír- teinin gul. Fáðu alltaf nótu vegna viðskiptanna. Réttindi meindýraeyða og garðúðara frá erlend- um ríkjum og félagasamtökum gilda ekki á Íslandi. Lesendum Fréttablaðsins er velkomið að að senda fyrirspurn á netfangið: gudmunduroli@simnet.is Upplýsingar og fróðleikur um meindýr og varnir 2004, Guðmundur Óli Scheving. Meindýr í húsum og gróðri 1944, Geir Gígja. Bannað! Er orð sem við þekkjum ekki. Upptökur úr þættinum er að finna á FM957.is Zúúber – morgunþáttur alla virka morgna frá kl. 7.00–10.00.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.