Fréttablaðið - 14.04.2007, Side 63

Fréttablaðið - 14.04.2007, Side 63
Samningarnir veita íslenskum útflytjendum tollfrjálsan aðgang að mörkuðum í fjölmörgum löndum. Löndin eru Búlgaría, Chile, Ísrael, Jórdanía, Króatía, Líbanon, Makedónía, Marokkó, Mexíkó, Palestína, Rúmenía, Singapúr, Túnis, Tyrkland og Suður-Kórea. Ríkisendurskoðun gagnrýndi fjárhagsstöðu utanríkisráðuneytisins harðlega í ársskýrslu sinni fyrir árið 2005. Hækkun á fjárheimildum ráðuneytisins frá 2002 til 2005 nam samtals 211 milljónum króna. Fjár- heimildirnar komu til vegna viðbótarfjárheimilda í fjáraukalögum. Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árin 2003 og 2004 var gert ráð fyrir að að- alskrifstofan næði fram um 23 milljóna króna hagræðingu. Á sama tíma var þróunin hins vegar þveröfug, en fjárheimildir skrifstofunn- ar hækkuðu um 211 milljónir króna alls á árunum 2002 til 2005. Ráðu- neytið gaf þau svör á fjárhagsvandanum að aðalskrifstofu ráðuneytis- ins hefði ekki tekist að ná fram hagræðingarkröfunni sem gert var ráð fyrir, meðal annars vegna kostnaðar við ráðherraskipti á árinu 2005. „Þessar skýringar taka samt ekki nema til lítils hluta af kostnaðinum umfram fjárlög en frekari skýringar hafa ekki enn fengist frá ráðu- neytinu,“ segir orðrétt í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Fjárhagsvandi ráðuneytisins hefur því verið viðvarandi undanfarin ár, án þess það hafi verið gripið til aðgerða. Utanríkisráðuneytið hefur fengið aukafjárveitingar til þess að rétta fjárhagshallann af en þær hafa ekki skilað þeim árangri sem að var stefnt. Sendiráðin hafa sérstaklega verið dýr í rekstri. Ríkisendurskoðun segir ráðuneytið ekki hafa brugðist nægilega vel við tilmælum um að draga úr rekstrarkostnaði við þau og krefst aðgerða. „Ekki hefur verið gripið til raunhæfra aðgerða til að draga úr kostnaði við sendi- ráðin og má ljóst vera að draga þarf verulega úr starfsemi þeirra, segja upp starfsfólki og jafnvel loka einstökum sendiráðum ef halda á rekstri þeirra innan heimilda,“ segir meðal annars í skýrslu Ríkis- endurskoðunar. Frá 25. mars 2001 hefur Ísland verið þátttakandi í samstarfi með fjórtán öðrum Evrópuríkjum sem kennt er við Schengen. Samvinn- an byggist á samningi sem var undirritaður í bænum Schengen í Lúx- emborg 14. júní 1985. Meginmarkmið samningsins í upphafi var að fella niður eftirlit með ferðum manna yfir sameiginleg landamæri Belgíu, Frakklands, Hollands, Lúxemborgar og Þýskalands. Eftirlit- ið var á sama tíma styrkt gagnvart öðrum ríkjum. Samstarfið hefur frá þessum tíma þróast nokkuð. Kjarninn í samstarfinu núna er ann- ars vegar að tryggja frjálsa för einstaklinga um innri landamæri sam- starfsríkjanna og hins vegar að styrkja baráttuna gegn alþjóðlegri af- brotastarfsemi. Fjórtán ríki eru fullir þátttakendur í Schengen-sam- starfinu auk Íslands. Það eru Finnland, Svíþjóð, Danmörk, Noregur, Þýskaland Belgía, Frakkland, Lúxemborg, Holland, Ítalía, Austurríki, Portúgal, Spánn og Grikkland. Önnur ríki Evrópusambandsins ásamt Sviss taka ekki fullan þátt í Schengen-samstarfinu. Lögregla í öllum Schengen-ríkjunum hefur aðgang að gagnabanka og getur með því samþætt starfsemi sína á öllu svæðinu. Þá hefur Útlendingastofnun einnig aðgang að bankanum til að leita upplýsinga varðandi útlendinga sem bannað hefur verið að koma inn á Schengen- svæðið. Fjölþætt alþjóða- starf stjórnvalda Útileguma›urinn er ný sérverslun me› allt sem flú flarft til fer›alagsins, fellih‡si, hjólh‡si, tjaldvagna, útifatna›, fylgihluti og margt fleira. Kíktu við og skoðaðu úrvalið. Fossháls 5-7 | Sími 551 5600 | utilegumadurinn.is Ný ævintýraleg verslun með allt til ferðalagsins Polar Ríkulegur staðalbúnaður, svo sem sjónvarp, DVD, geislaspilari, gólfhiti, örbylgjuofn og ísskápur með frysti. Breiðustu og best einangruðu húsin á markaðnum. Sérhönnuð fyrir norðlægar slóðir. Sterkbyggðu fellihýsin sem reynst hafa frábærlega á Íslandi. Rockwood Ríkulegur staðalbúnaður, svo sem Swing eldhús, ísskápur, útisturta, geislaspilari, rafmagns-lyftibúnaður, upphitaðar dýnur og hljóðlát miðstöð. Fortjöld Fylgihlutir Stútfull búð af frábærum fylgihlutum fyrir ferðalagið. PDQ fortjöldin pakkast í poka í rennu utan á vagninum. Fljótlegt að tjalda Verð frá 1.299.000 kr. Fyrir fellihýsi Mini weekender: 39.900 kr. PDQ 2,5m.: 59.900 kr. PDQ 2,9m.: 79.900 kr. Hlaðið aukabúnaði Hlaðið aukabúnaði Fyrir hjólhýsi Mini weekender: 39.900 kr. PDQ 3,5m.: 69.900 kr. Corsican: Verð frá 109.900 kr. Corsican E N N E M M / S ÍA / N M 2 7 2 19 Opið laugardag 10-17 og sunnudag 12-16 Verð frá: 3.099.000 kr.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.