Fréttablaðið - 14.04.2007, Side 74

Fréttablaðið - 14.04.2007, Side 74
Hvert er takmarkið? Núna er það að komast til útlanda í sumar. Hvar ertu hamingjusömust? Úti á landi eða á leiksviðinu. Hvað þolir þú ekki í fari ann- ara? Hroka og hleypidóma. Dýrmætasta eignin? Vinir og fjölskylda. Hvar myndir þú búa ef þú hefð- ir algerlega frjálst val? Á Íslandi og New York. Uppáhaldsplatan þín? Thrill- er með Michael Jackson. Fyrsta platan sem ég eignaðist. Þú ert að fara á grímuball og mátt fara í hvaða búning sem er. Í hverju ferðu? Fósturbúningn- um úr Legi, hann er svo fyndinn og flottur. Hvaða lifandi persónu berðu mesta virðingu fyrir? Mömmu minni. Hvaða frasa ofnotar þú? „ókey bæ!“ Ef þú ættir tímavél, hvert myndir þú fara og af hverju? Til framtíðar, af því ég er svo forvitin. Hvað gerir þig þunglynda? Að- gerðarleysi. Hvernig slappar þú af? Fer í gufuna í Vesturbæjarlauginni. Áttu þér neyðarlega nautn? Ég fer vandræðalega oft í „bubble-shooter“. Ef þú hefðir ofurafl, hvert myndi þitt vera ? Ég væri þá svona ofur-leikkona sem gæti þannig brugðið sér í allra kvikinda líki og leikið alla út í horn. Hvað er uppáhaldsorðið þitt? Get ekki valið á milli „hæ“ og „bæ“. Hvoru tveggja alveg frá- Fer vandræðalega oft í Bubble-shooter bær orð, ef orð má kalla. Ef einhver myndi gera kvik- mynd um líf þitt, hver ætti að leika þig? Dóra Jóhannsdóttir leikkona myndi eflaust skila óaðfinnan- legri túlkun. Hvaða lag myndir þú vilja láta spila í jarðarförinni þinni? Mér er nokk sama sosum, þar sem ég verð ekki einu sinni við- stödd eðli málsins samkvæmt. Hvernig viltu að fólk minn- ist þín? Með bros á vör og sól í hjarta. Hvað er mikilvægasta lexían sem þú hefur lært í lífinu? Hver er sinnar gæfu smiður. Segðu okkur leyndarmál. Ha ha, ég segi ekki frá leyndar- málum, sorrý. Ókey bæ! Laugaveg 116 við Hlemm Vorum að fá flott úrval tréleikfanga frá Þýskalandi Náttúruleg gæði “HEROS TRÉLEIKFÖNG” MARKAÐURINN Hafliði Helgason í hádegisfréttum Stöðvar 2 kl. 12: alla virka daga

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.