Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.04.2007, Qupperneq 84

Fréttablaðið - 14.04.2007, Qupperneq 84
Nú þegar sólin fer vonandi að hækka á lofti er kominn tími til þess að kíkja á helstu tísku- strauma komandi sumars. Það er óneitanlega hægt að segja að árs- tíðin verði með afbrigðum lita- glöð og framúrstefnuleg. Hönn- uðir eins og Hussein Chalayan og Nicolas Ghésquiere hafa boðað endurkomu geimaldar með málmi, plasti og glans. Níundi áratugur- inn og „new rave“ lúkkið koma sterkt inn og áhrifin hafa meira að segja teygt sig til Bjarkar Guð- mundsóttir og plötu hennar Volta, þar sem neon-litir eru í fyrirrúmi. Svart-hvítar rendur halda áfram velli og sáust meðal annars hjá Giles Deacon, Ungaro og Sonia Rykiel. Mynstur eru reyndar afar áberandi, hvort sem það eru dopp- ur og dílar, rómantísk blóma- mynstur eða villt frumskógarmót- íf. Hvítt er góður kostur fyrir þær sem kjósa að halda sig frá lita- gleðinni og margir hönnuðir voru með dásamlegar útgáfur af litla hvíta kjólnum í sumar. Draum- kennt chiffon-efni og 18. aldar rómantík sveif eftir tískupöll- um Louis Vuitton og húðlitur er annar fágaður litakostur í sumar. Með hækkandi sól kemur svo auð- vitað aukin útivera og sport-stíll- inn tröllreið sumar-og vorlínum margra hönnuða, þar á meðal Jean Paul Gaultier og DKNY. Hvað varðar fylgihluti eru veski og töskur úr lakki eða málmi áfram í tísku ásamt himinháum fylltum hælaskóm. Höfuðfatnaður eins og klútar, breið sixtís-bönd og jafnvel túrbanar eins og hjá Prada verða það alheitasta. Munum bara að það er ekkert eins hallærislegt og að skjálfa úr kulda í hinu íslenska sumri og því vert að halda fast í svörtu sokkabuxurnar og hlýj- ar kápur.. að minnsta kosti fram i júlí ! Mér er boðið í brúðkaup á næstunni og eftir að skanna hratt yfir óreiðuna í fataskápnum sá ég ekkert nema svart að vanda. Fannst eitthvað lélegt við það að mæta í svörtum kjól í brúðkaup. Brúðkaup eru hamingjusamir viðburðir en pínu hallærislegir sem tískuviðburðir. Maður fer að ímynda sér „Hello“ blöð og pastellitaða chiffon kjóla og húðlitaðar sokkabux- ur (quel horreur!) En ef ég mæti aftur í svörtu þá held ég að fólk fari að halda að ég sé 1. blóðsuga 2. satanisti eða 3. óheillakráka sem boði ógæfu hinna nývígðu hjóna. En ég á bara ekkert nema svarta kjóla! Þeir mega þó eiga það að þeir eru allir skemmtilega öðru- vísi... stuttir, hnésíðir, flegnir, síðar ermar, sixtís, þröng- ir, eða drop-dead sexý. Ég tek nefnilega hina frægu möntru alvarlega: „Þú klikkar aldrei í svörtum kjól“. Coco Chanel fann upp LSK (litla svarta kjólinn) enda gekk konan sú eiginlega eingöngu í svörtu. Hún, eins og margar framakonur vissi að: „black means business“ - þ.e.a.s. að fólk taki þær alvarlega í svörtum fötum. Tískukonungurinn Christian Dior sagði árið 1954 að „Konur geta gengið í svörtu hvenær sem er dags eða nætur, á hvaða aldri sem er og við hvaða tækifæri sem er.“ Svartur kjóll gengur í vinnunni, á fínu balli, í kokkteil, á fyrsta stefnumót, í matarboði og við jarð- arfarir. Hann gengur líka ef þú ert gothara-týpa, rokkari eða kvikmyndastjarna á rauða dreglinum. Hann myndast vel, og getur verið allt frá því að vera gífurlega einfaldur til þess að vera guðdómlega kynþokkafullur. Svo segi ég bara.. accessorise.. accessorise.. accessorise.. einfaldur kjóll getur verið poppaður upp eftir vinnu með flottu síðu hálsmeni eða perlufesti (núna er gyllt vintage skart frá um 1970 í uppáhaldi hjá mér), fallegu veski, kápu og skóm. Settu hárið upp eða gerðu á þig rokkabillí „quiff“ og sparaðu ekki eyelin- erinn. Sumsé, þú getur breytt svarta kjólnum eftir vild - einn daginn litið út eins og Audrey Hepburn, næsta eins og Edie Sedgwick og þarnæsta eins og Kate Moss. Ekki slæmt. Þrátt fyrir þetta held ég að ég verði að bregða út frá vananum í brúðkaupi... sjáum hvað setur... LSK: Litli svarti kjóllinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.