Fréttablaðið - 12.05.2007, Side 4
Mikill viðbúnaður er hjá lögreglu vegna
kosninganna í dag og kosninganæturinnar sem fram
undan er. Í flestum umdæmum lögreglunnar eru
kallaðar út aukavaktir.
„Í dag verða um sjötíu lögreglumenn við störf á
höfuðborgarsvæðinu vegna kosninganna. Það er
svipað og var í kringum síðustu kosningar en mun
meira en við eigum að venjast á venjulegum laugar-
degi,“ segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn á
höfuðborgarsvæðinu.
Lögreglan sinnir ýmsum verkefnum vegna
kosninganna, fylgist með að allt sé í röð og reglu á
kjörstað og tekur þátt í flutningi kjörgagna.
„Það má einnig búast við að það verði mikið um að
vera í nótt en þá verða í kringum 45 lögregluþjónar á
vakt, sem er aðeins meira en um venjulega helgi,“
segir Geir Jón. Hjá lögreglunni á Akureyri verður
aukamannskapur á vakt í dag vegna kosninganna og
það sama er uppi á teningnum annars staðar. Kjör-
dæmin eru víðfeðm og víða þarf lögregla að keyra
langar vegalengdir með kjörkassa. Mikil umferð kann
að myndast í grennd við kjörstaði og lögreglan á
höfuðborgarsvæðinu varar sérstaklega við umferðar-
þunga í miðborginni. Búast má við að margir leggi leið
sína í Ráðhúsið til þess að kjósa en á sama tíma er
mikið um að vera í miðborginni vegna Listahátíðar.
0,00
2,00
4,00
6,00
8,00
10,00
12,00
14,00
16,00
2003 2004 2005 2006 2007
Stýrivextir
Seðlabankans
STÝRIVEXTIR Á YFIRSTANDANDI KJÖRTÍMABILI
ER ÞETTA
EFNAHAGSLEGUR
STÖÐUGLEIKI???
ALLT ANNAÐ LÍF!
– með vinstri grænum
Fjórar nýjar skoð-
anakannanir um fylgi flokkanna
birtust í gær en engar þeirra voru
samhljóma um hvernig kosning-
arnar gætu farið í dag.
Mestu munar á fylgi Sjálfstæð-
isflokksins í þessum könnunum. Í
könnun Félagsvísindastofnunnar
mældist fylgið 36,0 prósent en
44,7 prósent hjá Blaðinu. Allar
kannanir mæla flokkinn nokkuð
yfir kjörfylgi síðustu kosninga
þegar flokkurinn hlaut 33,7 pró-
sent atkvæða, en sögulega var það
nokkuð slök útkoma.
Næstmestur munur er á fylgi
Samfylkingar, 5,9 prósentustig, en
eftir því sem flokkarnir mælast
með meira fylgi eru skekkjumörkin
hærri. Mest mælist fylgið hjá
Félagsvísindastofnun, 29,3 prósent,
en minnst mælist fylgið hjá Frétta-
blaðinu, 24,6 prósent. Allar kannan-
irnar mæla Samfylkingu undir kjör-
fylgi 2003, þegar flokkurinn hlaut
31 prósent atkvæða og allar kannan-
irnar, fyrir utan könnun Félags-
vísindastofnunar, mælir flokkinn
undir kjörfylgi 1999 þegar hann
hlaut 26,8 prósent atkvæða.
Allar kannanir benda til að Fram-
sóknarflokkurinn fái sína verstu
útkomu í kosningunum og mælist
fylgi flokksins hæst 11,0 prósent í
raðkönnun Capacent. Lægst mælist
fylgið hjá Fréttablaðinu, 9,1 pró-
sent. Í kosningunum 2003 hlaut
flokkurinn 17,7 prósent atkvæða og
hafði þá ekki gengið jafn illa í kosn-
ingum frá árinu 1978.
Þá benda allar kannanir til fylgis-
aukningar Vinstri grænna. Minnst
mælist fylgið hjá Blaðinu nú, 14,1
prósent, en hæst hjá Fréttablaðinu,
16,1 prósent. Flokkurinn hlaut 8,8
prósent atkvæða í síðustu kosn-
ingum, sem er svipað og í kosning-
unum 1999.
Allar kannanir utan Blaðsins
benda til að Frjálslyndir séu örugg-
ir inni með að minnsta kosti þrjá
þingmenn. Mest er fylgið hjá
Capacent, 6,3 prósent. Í síðustu
kosningum hlautu Frjálslyndir hins
vegar 7,4 prósent atkvæða.
Þá benda allar kannanirnar til að
Íslandshreyfingin komi ekki manni
að. Mest mælist fylgið hjá Félags-
vísindastofnun, 3,2 prósent.
Misvísandi kannanir
á lokasprettinum
Mestur munur milli kannana sem birtust í gær er á fylgi Sjálfstæðisflokksins,
frá 36,0 prósentum hjá Félagsvísindastofnunnar í 44,7 prósent hjá Blaðinu.
Jónína Bjartmarz
umhverfisráðherra hefur kært
Ríkisútvarpið til siðanefndar
Blaðamannafélagsins fyrir
umfjöllun í
Kastljósi og
fréttum Sjónarps
um veitingu
ríkisborgararéttar
til sambýliskonu
sonar hennar.
Krefst hún þess
að nefndin
úrskurði að
umfjöllun um
málið í fjórum Kastljóssþáttum
og einum fréttatíma teljist hafa
farið gegn 3. grein siðareglna
Blaðamannafélagsins og að brotið
teljist mjög alvarlegt.
Í greininni segir að blaðamaður
eigi að vanda upplýsingaöflun,
úrvinnslu og framsetingu og sýna
fyllstu tillitssemi í vandasömum
málum. Þá forðist hann allt sem
valdið geti saklausu fólki óþarfa
sársauka eða vanvirðu.
Segir umfjöllun
brot sem dæma
verði alvarlegt
Mjög góð kjörsókn var
utan kjörfundar í Reykjavík,
Kópavogi, Hafnarfirði og á
Akureyri. Samkvæmt upplýsing-
um frá sýslumannsembættinu í
Reykjavík höfðu rúmlega ellefu
þúsund manns kosið þar utan
kjörfundar síðdegis í gær, sem er
hátt í fjörutíu prósentum meira
en fyrir borgarstjórnarkosning-
arnar í fyrra.
Á Akureyri höfðu rúmlega 1.300
kosið síðdegis í gær, sem er
heldur meira en á sama tíma í
fyrra. Í Kópavogi höfðu um 1.300
manns kosið síðdegis í gær og í
Hafnarfirði um 1.600. Þykja báðar
tölur óvenjuháar. Hægt var að
greiða atkvæði utan kjörfundar til
klukkan tíu í gærkvöldi.
Fjölmargir kusu
utan kjörfundar
Hæstiréttur hefur
staðfest úrskurð Héraðsdóms um
að átján ára karlmaður sem
grunaður er um að hafa nauðgað
stúlku á salerni í kjallara Hótels
Sögu sæti áframhaldandi
gæsluvarðhaldi, þó ekki lengur en
til 20. júní.
Maðurinn hefur setið í gæslu-
varðhaldi frá því lok mars.
Rannsókn málsins er á lokastigi
og er niðurstöðu geðrannsóknar á
manninum að vænta í mánuð-
inum. Einn dómari, Jón Steinar
Gunnlaugsson, skilaði sér-
atkvæði, og taldi að ekki ætti að
fallast á áframhaldandi varðhald.
Grunaður um
nauðgun á Sögu
„Jörð og hús
titruðu og skulfu í gríðarmikilli
spengingu núna laust fyrir
klukkan ellefu í morgun,“ sagði á
heimasíðu Grindavíkur í gær.
Fram kemur á heimasíðu
bæjarins að verktakar við
hafnargerð í Grindavíkurhöfn
hafi verið að sprengja fyrir nýju
stálþili sem rekið verður niður
milli Kvíabryggju og Miðgarðs.
„Sprengingin var mjög öflug og
mikið sjónarspil.“
Sprengja skók
Grindvíkinga