Fréttablaðið - 12.05.2007, Side 22

Fréttablaðið - 12.05.2007, Side 22
greinar@frettabladid.is Kosningabaráttan hefur verið um margt skemmtileg. Og fróðleg. Þú hittir mann og annan, kynnist kjörum fólks, lífsháttum og skoð- unum. Stundum nöldrinu en lang- oftast hreinskilni og kurteisi. Ís- lendingar eru dannað fólk. Það er líka merkilegt hvað svona annars lítil þjóð getur verið á önd- verðum meiði um það sem við erum sammála um. Ég held því fram að sjö af hverjum tíu Ís- lendingum séu jafnaðarmenn. Að minnsta kosti inn við beinið. En þrátt fyrir sviplíkt uppeldi, sams- konar menntun og sambærilegt umhverfi, þrátt fyrir að við horf- um öll á sömu fréttirnar, lesum sömu blöðin og lifum öll í sátt og samlyndi, erum við samt ósam- mála þegar við göngum að kjör- borðinu. Sumir kjósa flokka „af því bara“, aðrir hafa það í genunum að tilheyra sama flokknum mann fram af manni og láta það lönd og leið hvað flokkurinn gerir eða segir. Ég kýs hann samt, segir hinn íslenski kjósandi. Fastur í sinni ævilöngu skotgröf. Stærsti kjósendahópurinn er nefni- lega löngu búinn að ákveða sig. Einn segir: „ég er ópólitískur, ég kýs Sjálfstæðisflokkinn“. Annar verður grafalvarlegur á svipinn og talar um „sinn flokk“ eins og hann eigi hann prívat og persónu- lega og um daginn var ein eldri kona meira að segja svo hreinskil- in við mig að benda upp til himins, um leið og hún sagði: „ég kýs eins og maðurinn minn gerði, ég get ekki farið að svíkja hann þótt hann sé látinn“. Og við það sat. Ég gat þó í það minnsta glaðst yfir að fá atkvæði samkvæmt fyrirmælum að handan! Já, það er tryggð í pólitíkinni hér á landi. Allt niðurneglt löngu áður en flokkarnir vígbúast og það er eiginlega alveg sama hvað flokkurinn okkar hefur gert eða sagt á kjörtímabilinu, hann er okkar flokkur og hananú. Jafnt til hægri sem vinstri. Út yfir gröf og dauða. Sjálfur var ég svona til skamms tíma en losnaði sem betur fer úr þeim álögum í tæka tíð. Það er enn talið til drottinsvika. Ef ég tek ofan flokksgleraugun og horfist í augu við þessa land- lægu dyggð, þá vaknar auðvitað sú spurning, hvort það sé til ein- hvers eða einskis að gera hosur sínar grænar fyrir svo flokks- hollri þjóð? Jú, það er von. Kannanir segja að fimmtán prósent kjósenda séu óráðin fram á síðustu stundu. Ég hef tekið þátt í því að leita að þeim að undanförnu, þessum óákveðnu, sem af einhverjum dularfullum ástæðum hafa sloppið við að ger- ast ævilangir taglhnýtingar. Þetta eru kjósendurnir sem flokkarn- ir eru að bítast um. Þetta er fólkið sem ræður úrslitum, fólkið sem hugsar sjálfstætt og lætur ekki alltaf blóðið renna til skyldunnar. Nema þá þeirrar skyldu og sann- færingar, ætla ég að vona, að jöfn- uður og almannahagsmunir séu einhvers virði. Allavega hefur verið gaman að fara út á þennan akur, að því leyti að þú hittir konuna sem sinnir um- önnun gamla fólksins, póstmann- inn og kennarann, þú hittir skóla- piltinn sem stundar háskólanám á daginn og vaskar upp á veit- ingahúsinu á kvöldin, þú lend- ir í samtali við gamlan togarasjó- mann sem man eftir afa þínum og virðulegan kaupsýslumanninn sem hefur lokið sínu dagsverki og spilar félagsvist á elliheimilinu. Unga móðirin og strákurinn í bif- vélavirkjuninni brosa þessu sama heiðarlega fallega brosi og allt er þetta fólk að reyna að bjarga sér frá degi til dags og gefur kannski skít í leiðinlega pólitík sem þeim finnst að komi þeim ekkert við og hvað er ég þá að vilja upp á dekk og ráðleggja þeim hvað þau eigi að kjósa? Veit ég það betur en þau sjálf? Er ég ekki bara með flokks- gleraugu fyrir báðum augum og hef enga sýn, ekkert útsýni yfir það líf sem þetta marglita mann- eskjulega litróf samfélagsins lifir og hrærist í? Ég hef jú mína skoð- un, mína lífsreynslu, en hún kann að vera allt öðru vísi en þeirra hinna sem ég er að biðla til. En svona er nú lífið og lýðræð- ið og ég held að það væri lítið gaman að þessu ef allir væru eins. Eða í einum og sama flokkn- um. Mannlífið er eitt stórt hring- leikahús, stjórnmálamennirnir meðtaldir. Og jafnvel þótt manns eigin boðskapur falli ekki alltaf í kramið hjá réttrúnaðarmönnum, þá er tilgangurinn og tilraunin ómaksins verð í samfélagi ólíkra einstaklinga sem geta verið svo dásamlega ósammála um flest það sem þeir eru í rauninni allir sammála um. Ef ekki væri fyrir öll þessi flokksgleraugu sem byrgja okkur sýn. Ef ég tek ofan flokksgleraugun Kosningarnar á laugardaginn stefna í að verða æsispennandi um leið og þær eru að mínu mati einhverjar hinar afdrifaríkustu um áratuga skeið. Í allan vetur og vor hafa breytingar legið í loft- inu og megn óánægja með stjórnarstefn- una leynir sér ekki. Lykillinn að breyt- ingum er að ríkisstjórnin falli og að Vinstrihreyfingin – grænt framboð hljóti góða kosn- ingu. Við höfum fundið fyrir miklum meðbyr í skoð- anakönnunum að undanförnu, sem endurspeglar þann hljómgrunn sem málflutningur okkar hefur meðal almennings. Við Vinstri græn höfum lagt okkar málefna- áherslur fram undir kjörorðunum „Allt annað líf!“ og með því undirstrikað að atkvæði greitt okkur er skýrasta krafan um breytingar við stjórn landsins. Tólf ára valdatíð Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks er langur tími, of langur, og nú mega þessi ár ekki verða fleiri. Hér hefur verið algjör kyrrstaða í jafnréttis- málum, velferðarkerfið hefur veikst og landsbyggð- in stendur höllum fæti. Smánarblett eins og þann að setja Ísland á lista yfir stuðningsaðila Írakstríðsins verður að þvo af. Stóriðjustefna ríkisstjórnarinnar hefur auk þess valdið nátt- úruspjöllum sem aldrei verða tekin til baka og reynst skuldsettum heimilum og fyrirtækjum landsins þungur baggi. Þá reikninga og marga fleiri verður hægt að gera upp í dag. Fyrir hönd Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs þakka ég öllum sem lagt hafa hönd á plóg í okkar baráttu. Ég er stoltur af því að hún hefur verið málefnaleg og uppbyggileg af okkar hálfu. Almenningur veit hvar við stöndum því við höfum alla tíð talað skýrt um okkar áherslur og biðjum nú um styrk til að gera það áfram. Af viðtök- unum að dæma tekur stór hluti þjóðarinnar undir sjónarmið okkar og gerir kröfu um annars konar forgangsröðun í landsstjórninni. Forgangsröðun í þágu umhverfis, kvenfrelsis, velferðar og friðar. Kosningarnar í dag eru þær mikilvægustu og mest spennandi um margra ára skeið. Ég hvet kjós- endur til að nýta sér atkvæðisréttinn. Höfundur er formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs. Tækifæri til að breyta Í dag er kosið til Alþingis. Einu sinni á fjögurra ára fresti leggja stjórnmálaflokkarnir verk sín og stefnumál í dóm kjósenda. Einu sinni á fjögurra ára fresti gefst hinum almenna borgara tækifæri til að greiða þeim flokki atkvæði sem hann telur eiga að hafa völd og áhrif næstu fjögur árin. Kjósendum gefst kostur á að velja einn flokk en niðurstöður kosninganna leiða til myndunar ríkisstjórnar. Hér á landi er hefð fyrir meirihlutastjórn en enginn einn flokkur nær meirihluta á þingi. Að þessu sinni eru valkostir kjósenda sex. Þegar atkvæðið er komið í kjörkassann lýkur valdi kjósand- ans. Þegar úrslitin liggja fyrir taka forystumenn flokkanna við og vinna úr niðurstöðum kosninganna. Kjósendur hafa ekkert bein- línis um það að segja hvert flokkurinn sem hann greiddi atkvæði snýr sér þegar kemur að stjórnarmyndunarviðræðum. Þannig eru leikreglur lýðræðisins. Í kosningum er allt afstaða. Það er afstaða að sitja heima og það er afstaða að mæta á kjörstað og skila auðu. Vitanlega vegur þó mun þyngra að greiða tilteknum flokki eða stjórnmálaafli atkvæði sitt. Þegar inn í kjörklefann er komið verður hver að eiga við sig hvernig hann ver atkvæði sínu. Kjósendur eru eins misjafnir og þeir eru margir. Meðan einn trúir á tiltekinn stjórnmálaflokk er annar sem veit best hvað hann ætlar ekki að kjósa. Sá þriðji reynir að spá í heildarmyndina og ver atkvæði sínu, að minnsta kosti að einhverju leyti, eftir því hvernig hann telur að aðrir muni kjósa. Erfitt er fyrir kjósandann að sjá fyrir á hvern hátt atkvæði hans hefur áhrif á stjórnarmyndun. Skoðanakannanir síðustu daga hafa sýnt að ríkisstjórnin vegur salt, hún hefur ýmist verið fallin eða haldið velli eftir dögum og könnunum. Því má búast við spennandi kosninganótt. Ljóst er að vilji menn að ríkisstjórnin haldi velli eru skýrustu skilaboðin að greiða öðrum hvorum stjórnarflokknum atkvæði sitt. Vilji menn hins vegar fella ríkisstjórnina er atkvæðinu betur varið hjá stjórnarandstöðuflokkunum, jafnvel þótt menn vilji sjá annan hvorn stjórnarflokkinn í ríkisstjórn. Þátttaka í kosningum á Íslandi er góð. Ástæða er til þess að fagna því að langstærsti hluti þeirra sem kosningaréttinn hafa vilji nýta hann til áhrifa. Með öflugri kosningaþátttöku er lýðræðið virkast. Kjördagur er hátíðisdagur. Kjördagur er dagurinn sem almenn- ingurinn í landinu heldur á veldissprotanum. Eftir kosningarnar taka hinir kjörnu fulltrúar við. Í nótt eða fyrramálið verður búið að telja upp úr kjörkössunum. Þá verður ljóst hvort stjórnin heldur velli eða er fallin. Út frá því ráðast næstu skref. Stóra tækifærið Í nótt eða fyrramálið er búið að telja upp úr kjörköss- unum. Þá verður ljóst hvort stjórnin heldur velli eða er fallin.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.