Fréttablaðið - 12.05.2007, Side 90

Fréttablaðið - 12.05.2007, Side 90
Kl. 14.00 „Ástarörlaganna þjáningarfulla sæluvíma“. Myndlistarmaðurinn Jón Garðar Henrysson heldur sýn- ingu á teikningum og sæluvímu- dúkum í sýningarsalnum Populus Tremula á Akureyri. Sýningin er opin þessa einu helgi milli kl. 14 og 17. Þrír rómantískir menn CoBrA-sýningin stóra sem var opnun Listahátíðarinnar í Reykjavík í gær verður ekki ekki til af sjálfu sér. Forráðamenn Listasafns Íslands drógu enga dul á að þegar farið var í alvöru að ræða hugmyndina, sem kom upp í sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn, hafi eng- inn annar komið til greina til að setja sýninguna saman en Norðmaður á eftirlaunum: Per Hovdenakk, fyrrverandi safnstjóri á Onstadt-safninu í Osló. Það þarf heldur ekki að graf- ast lengi fyrir um feril Hovde- nakks til að komast að því að hann er réttur maður á réttum stað. Verkefnið er snúið: verk Svavars Guðnasonar eru til hér á landi í miklu magni þótt mörg lykilverka hans frá CoBrA-tím- anum séu í eigu erlendra aðila. Verra er með verk allra hinna félaganna sem Asger Jorn, Con- stant og Dotremont drógu saman í þennan formlega – og óform- lega hóp listamanna fyrir tæpum sextíu árum. Það þarf harðfylgni og ótakmarkað traust til að ná verkum úr söfnum einstaklinga og opinberra safna, fá þau hingað sumarlangt og skipuleggja ferð þeirra áfram á virt og þekktari söfn í Skandinavíu en Listasafn Íslands. Enda stafar trausti af Per. Og bak við kyrrlátt og stillt fas þessa hlédrægna manns sem talar af yfirburða þekkingu og greind um svo óstýrilátan flaum sem CoBrA-hreyfingin var finn- ur áheyrandinn ólgandi ástríðu fyrir myndlist. Hovdenakk fær það erfiða hlut- verk í myndarlegri sýningar- skrá að setja lífsverk Svavars og margra annarra í samhengi af sanngirni. Ég spyr hann um texta- verk Dotremonts sem voru sam- bland af af persónulegri útfærslu Belgans af kalligrafíu og mynd- list og hann dæsir: „Alechinsky (sem var yngstur í þessum hóp og lifir enn í hárri elli) stóð fyrir yfirlitssýningu fyrir fáum árum á verkum Dotremont og það var ekki gott. Hann var einfaldlega ekki merkilegur málari.“ Við göngum um sali Listasafnsins og ég sé í einu verkanna sprungur og spyr hann hvort þetta sé algeng- ur kvilli í verkum þessara mál- ara sem smurðu gjarnan olíunni þykkri á strigann: „Þeir eru enn að gera við málverk sem Carl- Henning og Else Ahlfelt gáfu í safnið sitt í Hjerning. Þau voru lengi svo fátæk og Carl-Henning var með afbrigðum vinnusamur og agaður. Kjallarinn þeirra var fullur af verkum á striga og illa hitaður. Rakinn lagðist undir olí- una og menn eru skammt komn- ir að gera við þessi verk. Kostar milljónir.“ Hann þekkir sögu flestra mál- verka á sýningunni frá því þau urðu til, hver eignaðist þau, þekk- ir feril þeirra. Og þetta er ekki eina sviðið sem þessi kurteisi og elskulegi maður hefur kynnt sér til hlítar. Hann hefur samið höf- uðverk um Egil Jakobsen hinn danska: „Það á eftir að gefa út þriðja og síðasta bindið af verka- skránni en ég er búinn með það.“ Hann er talinn einn helsti sér- fræðingur í heimi um verk Chris- tos þess sem klæðir stórbygg- ingar heimsins lituðum klæð- um: „Við erum búnir að þekkjast síðan í París 1961 og alltaf haldið sambandi. Hann er hættur öllum þessum stóru verkefnum og ein- beitir sér að minni verkum. Svo þarf hann líka að telja peningana sína.“ Glettnin brennur í augum hans. Per segir að CoBrA-hreyf- ingin hafi fyrst og fremst verið hreyfing málara þó þeir hafi margir sinnt öðrum formum, bæði skúlptúrum og grafík. Hann hikar ekki við að skilgreina gæði verkanna: „Þetta verk eftir Appel minnir svolítið á Jorn á tímabili. Þeir máluðu allir ein- hvern tíma eins og Jorn. Alechin- sky fékk einhvern tíma að heyra það hjá Jorn og svaraði honum að sár að Appel gengi líka í smiðju til danska meistarans. Munurinn er sá, svaraði Jorn, að Appel er góður málari en það er þú ekki.“ Per dregur enga dul á að í djúpri þekkingu sinni á högum CoBrA- málaranna, bréfaskiptum þeirra og deilum frá öndverðu og allt til loka þá er Asger Jorn sá sem hann dáist mest að. Enginn sem kynnir sér sögu þessara lista- manna getur enda komist hjá því að dást að ótrúlegum krafti Jorns: „Hann var einstaklega gjafmild- ur maður og átti auðvelt með að fá alla á sitt band. Örlæti hans var einstakt. Hann stóð sjálfur yfir þrykkinu þegar unnið var við grafíkverkin og þegar starfs- deginum var lokið rakaði hann prufuþrykkunum saman óskráð- um, rullaði þeim upp og fór með þau heim. Þar sat hann svo ég sendi fólki eitt og eitt áritað sem hafði einhvern tíma á lífsleiðinni aðstoðað hann endurgjaldslaust. Sumum félaga sinna hélt hann uppi á erfiðum tímum.“ Per horfir arnaraugum yfir stöðu CoBrA í evrópskri mynd- listarsögu. Hann á auðvelt með að skilgreina einangrun og sum- part sjálfskipaða útlegð hér uppi á Íslandi. Hann segir hóp- inn hafa komist aftur í sviðsljós- ið þegar nýja málverkið kom upp í Þýskalandi um 1980. Því miður fari minna fyrir CoBrA en sann- gjarnt geti talist: „Það eru sýn- ingarstjórar og galleríistar sem halda nafni þeirra lifandi. Yngri menn kalla þetta stofulist og þeim finnst lítið í þessi málverk varið,“ segir hann og slær hend- inni í átt að sýningarsölunum þar sem verk eftir verk ólgar af spennu og ólgandi litum. „Ertu ánægður með þessa sýn- ingu,“ spyr ég. Hann verður al- varlegur aftur og segir að hér séu mörg góð verk. Úrvalið sé gott og þjóni vel því erindi að setja Svavar í sitt rétta samhengi, eins og upphafsmönnum sýningarinn- ar var umhugað. „Sýning er svo margt, kynning, sýningarskrá- in, samhengið sem hún fellur í. Það munar mestu um framlag þeirra bræðra Lars og Jens Ole- sen. Þeir eiga ansi mörg fín verk eftir þennan hóp og eru búnir að safna lengi.“ Per segir safneign stóru safnanna vera afar bundna við upphafsár CoBrA-manna. Síðari ár þeirra séu í raun ekki síður merkileg og þar komi menn að tómum kofunum hjá söfnun- um. Þá verði að leita til safnara. Verk eftir flesta úr hópnum má kaupa enn víða í Evropu, printin þeirra fást fyrir góð verð, en þá verða menn líka að kunna fyrir sér. Málverkin seljast í nokkrum hundruðum þúsunda. Framboðið er mest í Danmörku og nú er að hverfa sú kynslóð sem átti mest af málverk- um og annarri myndlist þessa hóps. Verð er enda afstætt: Á vinnu- stofu Svavars Guðnasonar í Höfn kom kaupandi. Á trönunum stóð sú magnaða mynd Ofstækis- maðurinn eftir Hornfirðinginn. Gesturinn spurði um verð og Svavar sagði hvað hann vildi fá fyrir verkið. Kaupandinn tók að prútta og nefndi helming ásettrar upp- hæðar. Fyrir þann pening færðu þetta svaraði Svavar, tók pens- ilinn af blautu litaspjaldi með hvítum lit og gerði ferning inn í myndina miðja, sem stendur þar enn þann dag í dag. Per brosir dauflega við þess- ari sögu: „Þetta fólk var svo fá- tækt, það leit enginn við mynd- unum þeirra sem var ein ástæða þess að hópurinn klofnaði og þeir fóru hver í sína átt. En myndirn- ar þeirra eru margar...“ hann lítur aðeins í kringum sig, „..dásam- legar.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.