Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.05.2007, Qupperneq 92

Fréttablaðið - 12.05.2007, Qupperneq 92
Sigríður Lára Sigurjóns- dóttir leikskáld á heiðurinn að verkinu Listin að lifa sem var valið áhugaverð- asta áhugaleiksýning leik- ársins 2006-2007. Þetta er í annað sinn sem höfundinum hlotnast þessi heiður en verkið verður sýnt í Þjóð- leikhúsinu í júní. Sigríður Lára var fengin til að skrifa leikrit fyrir Leikfélag Fljótsdalshéraðs í tilefni af fjöru- tíu ára afmæli þess í ár. Sigríð- ur Lára steig einmitt sín fyrstu leikhússpor með því leikfélagi en hún er ættuð frá Egilsstöðum. „Það atvikaðist nú bara þannig að þau höfðu samband við mig og ég leyfði þeim að skoða draslið mitt og svo sögðu þau mér hvaða leik- rit þau vildu að ég kláraði,“ segir höfundurinn hæversklega. Hún segist hafa komið sér upp dálitl- um sarpi til að sækja í og þegar fólk hafi samband leyfi hún því að grúska í „draslinu“. „Þetta til- tekna verk varð til sem stutt- verk sem leikfélagið Hugleikur setti upp árið 2004 og var sýnt á stuttverkahátíð hjá Bandalagi ís- lenskra leikfélaga. Það var upp- hafið og endirinn. Þetta er búið að vera svolítið skrítin þróunar- vinna því nú skrifaði ég miðj- una í því.“ Verkið Listin að lifa var síðan frumsýnt á Iðavöllum á Héraði í nóvember á síðasta ári í leikstjórn Odds Bjarna Þorkels- sonar. Í umsögn dómnefndar, sem skip- uð var Tinnu Gunnlaugsdóttur Þjóðleikhússtjóra og Hlín Agnars- dóttur, listrænum ráðgjafa Þjóð- leikhússins, kom fram að í verk- inu færi saman „góð tilfinning höfundar fyrir því sem gerir texta áhugaverðan til flutnings á leik- sviði sem og skapandi og frum- leg úrvinnsla leikstjórans á efni- við höfundar“. Leikritið lýsir lífi þriggja einstaklinga nánast frá vöggu til grafar og er margslung- ið í einfaldleika sínum. Sigríður Lára hefur fengist við leikritaskrif frá árinu 1996 og hefur til dæmis skrifað fyrir Hug- leik og Stúdentaleikhúsið en verk hennar, Ungir menn á uppleið, sem hið síðarnefnda setti upp, var valið áhugaverðasta áhugaleik- sýningin ársins 2001. Sigríður Lára kveðst, líkt og allir aðrir sem skrifa fyrir leik- hús, alltaf vera á leiðinni að skrifa fyrir atvinnuleikhúsin líka. „Ég hef alltaf ætlað mér að klára eitt- hvað nógu vel til að senda til verk- efnavalsnefndanna en síðustu ár hefur verið svo mikið að gera í öðrum verkefnum. Nú er náttúr- lega borðleggjandi að maður þarf að taka sig á og fara að einbeita sér aðeins meira.“ Hún áréttar að leikskáldin séu alls ekki jafn bundin af skilgreiningum um at- vinnu- eða áhugaleikhús enda takist fáum að lifa eingöngu af skrifum, hvað þá aðeins fyrir leikhúsin. „Vonandi tekst mér að gera mér einhvern mat úr þessari upphefð,“ segir hún kímin, „mér finnst hroðalega skemmtilegt að skrifa leikrit og að fá greitt fyrir það væri alveg fáranlega mikil draumastaða – þó ekki væri nema fyrir eitt og eitt.“ Norska listakonan Ellen Karin Mæhlum hefur á undanförnum árum unnið röð verka sem hún kallar „Geoþrykk“ og opnar sýn- ingu á þeim á vegum Íslenskrar grafíkur í dag. Upphaf vinnu Mæhlum má rekja til þess að henni var boðið að taka þátt í tveimur rannsókn- arleiðangrum vísindamanna frá jarðfræðistofnun innan Há- skólans í Osló á Svalbarða. Leið- angrarnir voru farnir árin 2003 og 2004. Markmið þeirra var að kanna norðlæg svæði sem hugs- anlega kynnu að líkjast yfirborði Mars. Verkefnið er til undirbún- ings ferðar sem verður farin til Mars árið 2009. Í leiðöngrunum tók Mæhlum ljósmyndir, gerði skissur og fylgd- ist með vettvangsrannsóknum líf- fræðinga og jarðfræðinga. Einnig fékk hún tækifæri til að nýta sér aðferðir og tæki vísindamanna, meðal annars færanlega stafræna smásjá sem hún notaði til að skoða og ljósmynda örsmáar agnir úr steinum. Einnig hafði Mæhlum aðgang að myndefni sem varð til við vísindarannsóknirnar. Þessar aðferðir opnuðu möguleika á að horfa á náttúruna með nýju móti, kanna undirliggjandi form og falin munstur, ýmist í smáheimin- um eða á stærri skala. Sýning Mæhlum er gott dæmi um hvernig listir og vísindi geta myndað opið og áhugavert sam- tal sem leiðir inn á ný og ókönnuð svæði. Mæhlum hefur sýnt verk sín víða og eru verk eftir hana í eigu stærstu listasafna í Noregi. Verkin sem hún sýnir á Íslandi eru stór og tilkomumikil. Þau eru unnin með djúpþrykksaðferðum sem gefa kost á fjölbreyttri teikn- ingu og ríku tónaspili. Sýningin verður opnuð kl. 15 í dag í sal félagsins Íslensk grafík, Tryggvagötu 17 – hafnarmegin. Hún stendur til 27. maí og er opin fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14-18. Listin og vísindin Gunnar Auðunn Jóhannsson EINKASPÆJARINN Fyrir bein áhrif frá sjónvarpinu er njósnað um nágrannann. Irma Þöll Þorsteinsdóttir INNSKOT IRMU Tónlistin, tónskáldið og íslensk náttúra. –þrenning sem sameinast í einni stuttmynd. Pétur Jónsson LOKAKAFLINN Hvenær drepur maður mann? Hugleiðing um innhverft ofbeldi. Rannveig Magnúsdóttir LUNDI Í HÆTTU Veðurfarsbreytingar koma ekki aðeins niður á mannfólkinu. Dæmi úr dýraríkinu. Magnús Unnar Georgsson SMÁSAGA Ungir menn þrá frægð og frama. – Og kannski líka eina kærustu. Haukur Viðar Alfreðsson STEINGRÍMUR Virðingu fyrir náunganum má vekja upp í ólíklegustu hjörtum. Einnig vináttu. Böðvar Þór Unnarsson SPRENGJAN Óbreytt ástand er ungu fólki stundum óbærilegt. Stutt mynd um byltingu. Guðmundur Magnússon VÍSNA BLÓM Draumur um draum inni í draumi. Myndljóð um æskuna. Framleiðandi: Gu›mundur Magnússon. Leikstjórn: Bö›var fiór Unnarsson & Haukur Vi›ar Alfre›sson. Kvikmyndataka: Gunnar Au›unn Jóhannsson. Handrit: Ari Eldjárn. Aðstoðarleikstjórn: Rannveig Magnúsdóttir. Klipping : Magnús Unnar Georgsson & Pétur Jónsson. Hljóðupptaka: Irma fiöll fiorsteinsdóttir. Leikmynd: Magnús Unnar. Hljóðvinnsla: Magnús Unnar. Grafík: Magnús Unnar Georgsson & Pétur Jónsson. Leikarar: Gunnar B. Gu›mundsson, Álfrún Örnólfsdóttir, Gu›mundur Ólafsson, Magnús Ólafsson og fiorsteinn Bachmann. Þeir sem eru á undan sinni samtíð vita ekki alltaf af því sjálfir... Einstaklingsverkefni - Stuttmyndir: Brautskráningarverk nemenda af kvikmyndabraut verða sýnd í dag í Bæjarbíói, í Hafnarfirði, kl. 12:30. Kvikmyndaskóli Íslands • Lynghálsi 5 • 110 Reykjavík • Sími 533 3309 • www.kvikmyndaskoli.is Sameiginlegt verkefni Aðgangur er ókeypis og öllum heimill Kvikmyndaskóli Íslands kynnir útskriftarverk nemenda
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.