Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.05.2007, Qupperneq 98

Fréttablaðið - 12.05.2007, Qupperneq 98
Michael Imperioli er staddur hér á landi til að leika í kvik- mynd Ólafs Jóhannessonar, Stóra planið, þar sem hann fer með hlutverk glæpa- foringjans Alexanders. Freyr Gígja Gunnarsson hitti leikarann við sjávar- síðuna á Seltjarnarnesi. „Ég verð í tökum einn dag í við- bót en fæ síðan helgina til að ferð- ast um landið með eiginkonunni minni,“ segir Michael. Hann fær sér sæti á sófanum og Jóhann G. Jóhannsson, aðstoðarleikstjóri myndarinnar, færir honum kaffi með mjólk. „Mig hefur alltaf lang- að til að heimsækja Ísland. Vin- kona mín vann hérna með Frið- riki Þór Friðrikssyni og þegar mér bauðst hlutverk í íslenskri mynd kviknaði strax áhugi,“ heldur Imperioli áfram. „Ég las handrit- ið, fannst það skemmtilegt og per- sónan mín áhugaverð þannig að ég sló bara til,“ segir Michael. Hann talar með þessum týpíska New York/Ítala-hreim sem hefur verið gerður ódauðlegur í mafíósa-kvik- myndunum. Imperioli leikur glæpaforingjann Alexander og segir helstu ástæð- una fyrir því að hann tók hlutverk- ið að sér vera þá að Alexander er mjög ólíkur hinum ítölsku mafíós- um sem hann hefur leikið í sjón- varpsþáttaröðinni Sopranos. Og íslenskir sjónvarpsáhorfendur ættu að kannast við. „Mafíósarnir ítölsku eru oft illa menntaðir, of- beldisfullir ruddar sem hafa alist upp í kringum ofbeldi. En Alex- ender er ekki þannig. Hann er víð- lesinn og finnst ógn við beitingu ofbeldis mun áhrifameiri en of- beldið sjálft,“ útskýrir leikarinn en viðurkennir síðan að jafnvel þótt Alexender hefði verið þessi týpiski ítalski glæpamaður hefði hann nú sennilega tekið hlutverk- ið að sér. „Bara til að hafa góða af- sökun fyrir að koma til Íslands.“ Imperioli hefur ekki lagt lag sitt við Hollywood-kvikmyndir heldur kýs frekar að leika í sjálfstæðum kvikmyndum sem eru helst gerð- ar nálægt New York. „Ég er New York-búi og kann best við mig þar. Ég á þar að auki þrjú börn og vil helst ekki vera of lengi í burtu heiman frá,“ segir Imperioli. „Ef mér býðst hlutverk í Hollywood er það auðvitað fínt en ég er ekkert að sækjast neitt sérstaklega eftir því. Við hjónin rekum auk þess leikhús í New York þannig að þar eru mínar rætur,“ segir Imperioli. „Auk þess hrífur það mig hversu kjarkaðir menn eru í sjálfstæða kvikmyndageiranum. Þeir þora að gera öðruvísi hluti,“ heldur hann áfram. Stóra planið er þriðja evrópska kvikmyndin sem Imperioli tekur þátt í og hann segist kunna vel við þetta afslappaða andrúmsloft sem ríkir á tökustað í Evrópu. „Þetta kallar fram það besta í leikaran- um. Maður verður einhvern veg- inn svo óheftur og hugmyndirn- ar flæða fram. Í Bandaríkjunum hangir klukkan alltaf fyrir ofan höfuðið á þér og tifar. Þar verða hlutirnir að gerast strax. Senni- lega hefur þetta líka eitthvað með bandarísku þjóðarsálina að gera,“ útskýrir Imperioli. Og leikarinn stendur á ákveðn- um tímamótum. Verið er að sýna sjöundu og síðustu seríuna af Sopranos og segir Micheal að hálfgert æði ríki í Bandaríkj- unum yfir endalokunum. „Allir vilja vita hvernig þetta endar allt saman, hver deyr og hver lifir af,“ útskýrir hann og viðurkennir að hann eigi eflaust eftir að sakna þáttanna. „En ég er líka ánægður með að þessu sé lokið og er spennt- ur að sjá hvað tekur við eftir Sopr- anos. Þetta var skemmtilegur tími en allt hefur sinn enda. Sem betur fer var ákveðið að ljúka þáttaröð- inni þegar henni átti að ljúka en ekki verið að teygja lopann,“ segir Imperioli. En það er varla hægt að sleppa Imperioli án þess að spyrja hann út í eina frægustu senu hans í kvikmyndasögunni þegar Joe Pesci skaut hann í fæturna á pókerkvöldi í Goodfellas. „Þetta var auðvitað rosaleg lífsreynsla fyrir 23 ára ítalskættaðan New York-búa að leika við hliðina á Ro- bert DeNiro undir stjórn Mart- in Scorsese,“ segir Imperioli. „Og fólk man þetta atriði enn þann dag í dag. Enda er kvikmyndin al- gjör klassík,“ segir Imperioli, sem bjóst reyndar ekki við að þetta at- riði yrði svona opinskátt og hrátt. „En eftir það vissu einhvern veg- inn allir hver ég var.“ Leikkonan Drew Barrymore hefur verið gerð að sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum. Mun hún einbeita sér að því að berj- ast gegn hungri. Fetar hún þar með í fótspor þekktra nafna á borð við Angel- ina Jolie, George Clooney, Michael Douglas og Geri Halliwell. „Þetta er mikill heiður og ég tek þessari áskorun og mikilvægu stöðu af mikilli auðmýkt,“ sagði Barrymore. „Ég get ekki hugsað mér neitt mikilvægara en að reyna að koma í veg fyrir hungursneyð á meðal barna.“ Á meðal þekktustu mynda Barrymore í gegnum tíðina eru Charlie´s Angels og E.T. Drew verður sendiherra Sumarvörurnar komnar Munið Gjafabré n okkar VATNSSTÍG 3, S: 552 0990 „Litla Ellý fæddist í gærkvöldi klukkan 19:36. 13 merkur og 51 cm. Allt gekk eins og í sögu og við vorum komin heim skömmu eftir miðnæti. Með kveðju, Freyr, Ellý og börn,“ skrifaði stolt móðir, Ellý Ármanns, til vina og vandamanna í gærmorgun. Hún og dagskrárstjórinn Freyr Einarsson eignuðust sitt fyrsta barn saman um svipað leyti og Ei- ríkur Hauksson steig á sviðið á fimmtudagskvöldinu. Fréttablað- ið reyndi að ná sambandi við hina nýbökuðu foreldra en ekki reyndist unnt að ná í þau. Samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins ríkir þó mikil gleði og hamingja á heimili þeirra í Hlíðunum. Ellý varð nýlega vinsælasti bloggari landsins og lét sig ekki muna um að setja inn nýja færslu í gær, undir heitinu „Ég get alveg sætt mig við trúðanefið og indí- ánafjaðrirnar en nú er þetta farið út fyrir öll velsæmismörk,“ sagði hún uppspennt...“. Í viðtali við Sirkus, fylgirit Fréttablaðsins á föstu- daginn, sagðist Ellý ætla að fylla heimilið af börnum. Og er óhætt að segja að Ellý sé komin vel á veg með það takmark sitt því fyrir eru fjögur börn á heimilinu; Ellý á tvo stráka af fyrra sambandi en Freyr á tvær stelpur fyrir. „Það er ekki að ástæðualausu að ég valdi Frey. Við erum samstíga í þessu og vilj- um bæði eiga stóra samheldna fjöl- skyldu,“ sagði Ellý við Sirkus. Litla-Ellý fædd
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.