Fréttablaðið - 12.05.2007, Blaðsíða 105

Fréttablaðið - 12.05.2007, Blaðsíða 105
 Geir Þorsteinsson, for- maður KSÍ, telur ekki eðlilegt að leikmenn í Landsbankadeildinni veðji á eigin leiki, hvað þá á opin- berum vettvangi. Á vefsíðunni fótbolti.net hófst í gær nýr liður undir nafninu Tippað á Lengjuna. Fyrsti þáttakandinn er Davíð Þór Viðarsson, miðjumaður FH. en það eru Íslenskar getraunir sem greiða 3.000 kr. fyrir seðil- inn. Davíð getur unnið 155 þúsund krónur ef hann spáir öllum leikj- um réttum og myndi féð renna í leikmannasjóð hjá FH. Davíð Þór tippar á fimm leiki og þar á meðal leik ÍA og FH þar sem hann verður væntanlega sjálfur að spila. Hann spáir sigri FH-inga. „Leikmenn og dómarar eiga ekki að standa í veðmálum á eigin leiki. Þetta kannski endurspegl- ar þann sakleysislega stimpil sem er á íslenskri knattspyrnu og ég held að þetta hljóti að hafa verið gert í einhverju hugsunarleysi,“ sagði Geir Þorsteinsson í gær en Íslenskar getraunir eru einn af styrktaraðilum KSÍ og Geir situr í stjórn þar á bæ. „Ég mun taka upp símann og hringja í félaga mína á Lengj- unni. Almennt séð er það þannig að leikmenn og dómarar eiga ekki að veðja á eigin leiki og það verð- ur að vera ljóst. Það er eðlilegasta ástandið þó ég óttist ekki þetta atvik í sjálfu sér en það má ekki gefa fordæmi fyrir slíku,“ sagði Geir. Leikmenn eiga ekki að veðja á eigin leiki Samkvæmt áreiðan- legum heimildum Fréttablaðsins verður Einar Jónsson næsti þjálf- ari kvennaliðs Fram. Einar tekur við starfinu af Magnúsi Kára Jónssyni, sem mun sjá um þjálfun yngri flokka hjá félaginu. „Ég er laus allra mála hjá ÍBV og hef heyrt í Frömurum. Það er samt ekki búið að ganga frá neinu,“ sagði Einar við Frétta- blaðið í gær en hann er uppalinn hjá félaginu, þjálfaði áður yngri flokka í Safamýrinni og veit því af hverju hann gengur. Heimildir Fréttablaðsins herma að gengið verði frá samningum um helgina eða strax eftir helgi. Einar tekur við Fram-stelpum Floyd Landis greindi frá því í gær að honum hefði verið boðinn mildari dómur í lyfjamáli sínu ef hann myndi gefa saknæman vitnisburð um hjólreiðagoðsögnina Lance Arm- strong. Landis vann Tour de France- hjólreiðakeppnina árið 2006 en var sviptur titlinum þegar hann féll á lyfjaprófi. Landis held- ur því fram að honum hafi verið boðinn stysti mögulegi dómur ef hann gæfi vitnisburð sem kæmi Armstrong mjög illa. „Þetta tilboð var svo glórulaust að það þurfti ekki að svara því,“ sagði Landis. „Ég gerði ekki það sem ég er sakaður um og ekkert af þessu snertir Lance.“ Travis Tygart hjá Lyfjaeftirlit- inu er maðurinn sem Landis segir hafa lagt fram boðið. Hann segist ekki geta tjáð sig um málið sam- kvæmt reglum lyfjaeftirlitsins. Landis þarf að gefa því leyfi til að tjá sig og Tygart segist vera til í það með leyfi Landis. Armstrong og Landis eru fyrr- verandi félagar en vinskapur þeirra fór út um þúfur árið 2004. Engu að síður hefur Armstrong staðið með Landis í þeirri orra- hríð sem hann stendur í og Landis virðist vera að endurgjalda greið- ann. Sagt að vitna gegn Lance Innifalið: Flug, flugvallarskattar, íslensk fararstjórn og gisting með morgunverði. Verð miðast við að bókað sé á netinu. Ef bókað er á skrifstofu eða símleiðis er bókunargjald 2.500 kr. fyrir hvern farþega. TORRE ALMONTE – UMBRIA Glæsilegur turn frá 17. öld trónir yfir smábænum Frontignano, umkringdur trjám og útsýni sem gleður sálina. Hér ríkir glæsileg hönnun í bland við ættargersemar og forna grjótveggi. Öll þægindi nútímans með sjarma liðinna alda. Verð frá: 94.867,- á mann eina viku, brottför 5. júní, m.v. 4 í íbúð. Verð frá: 58.967,- á mann í eina viku, brottför 3. júlí, m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð Fedora. Sveitarómantík í Umbria klukkutíma frá Róm BEINT FLUG ALLA ÞRIÐJUDAGA FRÁ 5. JÚNÍ TIL 21. ÁGÚST Íbúðahótel með 9 íbúðum, sem eru með sameiginlega sundlaug og standa í 2 km fjarlægð frá Collazzone, sem er ekta ítalskt sveitaþorp. Ef gestir vilja láta dekra sértaklega við sig þá býðst sú þjónusta að fá matreiðslu- mann í eldhúsið þitt og elda gómsæta ítalska rétti. BORGO LE CINISCHIE Umbria hefur oft verið kölluð Ítalía lífsstílsins og á það vel við. Þetta fallega sveitahérað er aðeins klukkutíma frá hinni fögru Róm og er sannkallaður staður sælkera, rómaður fyrir ræktun á gæðavínum, ólífum og trufflusveppum. Tilvalið er að dvelja í sumarhúsi eða kastala með alla fjölskylduna. Þar er hægt að slaka á og leika sér í sundlaugagarði í einu fegursta umhverfi sem hugsast getur fyrir neðan miðaldarbæin Todi sem er eins og málverk af ævintýraþorpi. ÚRVAL ÚTSÝN ~ LÁGMÚLA 4 ~ 108 REYKJAVÍK ~ SÍMI 585 4000 ~ FAX 585 4065 ~ INFO@UU.IS www.uu.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.