Fréttablaðið - 12.05.2007, Blaðsíða 110

Fréttablaðið - 12.05.2007, Blaðsíða 110
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Þetta er nákvæmlega það sem ég spáði fyrir um fyrir þremur árum,“ sagði Jónatan Garðarsson, þaulreyndur Eurovision-speking- ur, um úrslitin í undankeppni Euro- vision. Mikillar óánægju hefur orðið vart bæði á Íslandi og í lönd- um á borð við Noreg, Danmörku og Holland, þar sem enginn kepp- andi frá vesturhluta Evrópu komst áfram. „Ég var á fundi fyrir þrem- ur árum þar sem farið var yfir fyrirhugaða forkeppni. Ég benti á að það væru allar líkur á því að þær þjóðir sem hafa mestan áhuga á keppninni, Austur-Evrópuþjóð- irnar sem eru að koma nýjar inn í hana, myndu yfirtaka hana,“ sagði Jónatan. „Fólk hélt að þetta myndi jafna sig, og mér sýndist í fyrra að það væri reyndin. Skiptingin var eðlilegri þá, en núna er þetta að koma í ljós,“ sagði hann. Að sögn Jónatans verður keppnis- fyrirkomulagi breytt á næsta ári. „Ég veit ekki betur en að það verði tvær forkepnir. Þá færu stóru löndin fjögur og sigurþjóðin í úr- slitakeppnina, ásamt tíu lögum úr hvorri undankeppni. En þeir eru að vandræðast með hvernig skipt- ingin eigi að vera, svo sanngirni sé gætt,“ sagði hann. Einhverjir hafa mælt með því að skipt væri eftir tímabeltum, en Jónatan telur þó líklegra og jafnframt betra að dregið verði í forkeppnirnar. „Það verður að vera einhvers konar jafnvægi á milli menningarheima, eins og er núna, þó að okkur finnist það ekki atkvæðalega séð,“ sagði hann og hló við. Spáir tveimur undankeppnum að ári Eftir því hefur verið tekið á Stöðvar- firði að nýr bíll er kominn í pláss- ið. Um er að ræða svartan Land Rover Discovery jeppa árgerð 2006 sem var áður í eigu ekki ómerkari manns en Bubba Morthens. Nýi eig- andinn er trillusjómaðurinn Guð- björn Sigurpálsson sem geng- ur nú undir gælunafninu Gubbi Morthens í bænum. „Jú, það er rétt, ég keypti bílinn og viðurkenni að það var ekki síst vegna þess að hann var áður í eigu Bubba Morthens,“ segir Guð- björn í samtali við Fréttablaðið. „Þetta er fínasti bíll en mér fannst þó skrítið að það var búið að keyra hann 16 þúsund kíló- metra án þess að setja hann í smurningu. Ég veit ekki hverjum er þar um að kenna, B&L eða Bubba, en það verður að hugsa vel um þessa bíla.“ Guðbjörn vill ekki viður- kenna að hann sé einn af hörðustu aðdáend- um Bubba en seg- ist þó hafa gaman af honum. „Hann hefur nú samið mörg góð lögin en ég kunni aldrei við hann í dómarahlutverk- inu í Idol-keppninni. Hann er alltof mikill hrokagikkur til að geta dæmt í slíkri keppni,“ segir Guðbjörn og má greina vott af vanþóknun í rödd- inni. Ekki hefur Guðbjörn hlustað á Bubba í Land Rovernum eftir að hann festi kaup á bílnum þar sem hann á enga diska með kóngin- um. „Það fylgdu engir diskar með í kaupunum. Er ekki Sjóvá líka búin að kaupa allt klabbið af honum?“ spyr Guðbjörn. Það var auðsótt mál fyrir blaða- mann að fá Guðbjörn til að stilla sér upp í myndatöku en þó með einu skilyrði. „Ég vil ekki svona „Guð- björn fallinn“ fyrirsögn. Ég hætti að reykja fyrir þremur árum og er ekki fallinn enn,“ segir Guðbjörn og hlær. Eftir Eurovision-keppnina á fimmtudag loguðu allar símalín- ur í útvarpshúsinu við Efstaleiti. Voru þar á ferð í það minnsta þrjátíu ósáttir greiðendur afnota- gjalda sem blöskraði klámfeng- ið tal kynnisins, Sigmars Guð- mundssonar í Kastljósinu, milli laga. Gerður Helgadóttir símadama tók við símtölunum en hún harð- neitaði að staðfesta þetta við blaðamann Fréttablaðisins, sagð- ist vera bundin meiri trúnaði en leigubílstjórar í starfi sínu og að nú væri RÚV orðið ohf. Og ekki hægt lengur að vísa í upplýs- ingalög. Gerður gaf hins vegar samband við Jóhönnu Jóhanns- dóttur, aðstoðardagskrárstjóra innlendrar dagskrár og sérstak- an umsjónarmann Eurovision- keppninnar hjá RÚV ohf. Jó- hanna staðfesti það að margir hefðu haft samband og lýst yfir óánægju sinni. „Fólk hefur misjafnan smekk fyrir húmor,“ segir Jóhanna. Þeir sem hringja og kvarta fá að tjá sig að sögn Jóhönnu, á þá er hlust- að og skoðað hvort um réttmætar athugasemdir sé að ræða. „En það sem einum finnst ósæmilegt finnst öðrum fyndið. Fólk á fullan rétt á því, mislíki því eitthvað, að setja fram þá skoð- un sína. En ég held að ekki hafi vakað fyrir Sigmari að vera meið- andi. Heldur hans leið að gera góðlátlegt grín. En við verðum að passa upp á það, upp að ákveðnu marki, að tala ekki niðrandi um kepp- endur og hampa einum á kostnað annars.“ Að sögn Jóhönnu voru það einkum Eista-brand- arar Sigmars sem fóru fyrir brjóstið á fólki sem og nær- buxnatal. „Hann sagði reyndar að þetta væri margtugg- inn aulabrand- ari. Og umræður um nærbuxur höfðu verið í fjölmiðlunum áður. Kannski er þetta einnig spurning um aldur. Skoðanir fullorðinna eru jafn réttháar og yngra fólks. Við verðum að gæta þess að öll þjóðin er að horfa en Eurovision hefur mælst með 87 prósenta áhorf.“ Megn óánægja með nærbuxnatal SigmarsJón Þór Júlíusson Gó› rá› og gagnlegar uppl‡singar um heita vatni› www.stillumhitann.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.