Fréttablaðið - 02.06.2007, Side 8

Fréttablaðið - 02.06.2007, Side 8
 „Ræningjar mínir hafa farið vel með mig, gefið mér góðan mat, ekki beitt mig neinu ofbeldi og ég er við góða heilsu,“ sagði breski fréttamaðurinn Alan Johnston í myndbandi sem birt var opinberlega í gær á Al Ehklaas, vefsíðu sem herskáir múslimar hafa oft notað. Þetta var fyrsta lífsmarkið sem sást frá Johnston frá því honum var rænt í Palestínu fyrir þremur mánuðum. Á myndbandinu mátti sjá merki samtaka sem nefna sig Her íslams. Lítið er vitað um þessi samtök en þau eru talin hafa Johnston í haldi sínu. Ekki er vitað hvenær mynd- bandið var tekið upp, en Johnston virtist vera í góðu formi og hann var rólegur í þær þrjár mínútur sem hann talaði. Meginefni þess sem Johnston sagði í myndbandinu er gagnrýni á framferði Ísraela gagnvart Pal- estínumönnum og jafnframt gagn- rýni á Breta og Bandaríkjamenn fyrir hernaðaraðgerðir þeirra í Írak og Afganistan og framferði gagnvart Palestínumönnum. „Þau þrjú ár sem ég hef dvalið á Palestínusvæðunum hef ég orðið vitni að hinni gríðarlegu þjáningu palestínsku þjóðarinnar. Skilaboð mín eru þau að þessi þjáning sé enn til staðar og sé óþolandi,“ segir Johnston, sem hefur verið fréttamaður bresku sjónvarps- stöðvarinnar BBC í Palestínu. Myndbandinu fylgdu kröfur mannræningjanna, sem vilja að fangar verði látnir lausir í skipt- um fyrir Johnston, þar á meðal róttækur múslimaklerkur sem er í fangelsi í Bretlandi og grunaður um tengsl við Al Kaída. Shaker Shabat, prófessor við háskóla í Gaza-borg, segir birt- ingu myndbandsins nú vera til marks um að Johnston verði brátt látinn laus. „Þeir eru að sýna okkur sönnun þess að Johnston sé á lífi, og það er til að innsigla samkomulagið,“ segir hann. „Þetta er til marks um að samningum sé nánast lokið og að Johnston verði brátt frjáls.“ Palestínustjórn hefur staðið í samningaviðræðum við mannræn- ingjana og bresk stjórnvöld hafa einnig átt viðræður við Abu Katada, einn af félögum Osama bin Laden, sem Palestínustjórn hefur í haldi sínu. Fjölskylda Johnstons sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem for- eldrar hans sögðust mjög ánægðir með að fá að sjá son sinn, en jafn- framt væri það mjög erfitt að sjá hann á þessu myndbandi. Segist ekki illa haldinn Myndband er fyrsta merkið um að breski fréttamaður- inn Alan Johnston sé á lífi. Birting myndbandsins er sögð til marks um að hann verði brátt látinn laus. Þingflokkur Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs vill að Ísland viðurkenni ríkisstjórn Palestínu og hefur lagt fram til- lögu til þingsályktunar þess efnis. Jafnframt er hvatt til að ríkis- stjórnin beiti sér á alþjóðavett- vangi fyrir að önnur ríki geri hið sama. VG vill, í annarri þingsályktunar- tillögu, að fallið verði frá áform- um um Norðlingaölduveitu í Þjórsárverum og að ekki verði virkjað meira í Þjórsá en orðið er. Þá vill þingflokkurinn að stækkað friðland Þjórsárvera verði tilnefnt á heimsminjaskrá UNESCO. Þingflokkur VG hefur einnig lagt fram frumvarp sem kveður á um að vatnalög falli brott og taki því ekki gildi 1. október eins og Alþingi hafði áður samþykkt. Segir í greinargerð að með lögun- um sé hróflað með óábyrgum og óvarlegum hætti við farsælli niðurstöðu Alþingis frá 1923 um nýtingarrétt á vatni. Á fyrsta þingfundi sumarþings lagði þingflokkur VG enn fremur fram beiðni um skýrslu frá for- sætisráðherra með tæmandi upp- lýsingum um öll þau tilvik og allar þær fjárhæðir sem ráðherrar hafa með samningum, fyrirheitum og viljayfirlýsingum lofað að veita eða beita sér fyrir að veittar verði frá því að fjárlög ársins 2007 voru samþykkt og þar til ríkisstjórnin lét af störfum. Háskólinn á Akureyri og VGK-Hönnun undirrituðu í gær samning um samstarf á sviði orkulíftækni til næstu fimm ára. Sérstök áhersla verður lögð á verkefni tengd endurnýjanlegu eldsneyti og nýsköpun. Samningurinn byggir á óformlegu samstarfi sem HA og VGK-Hönnun á Akureyri hafa átt á þessu sviði síðan í ársbyrjun 2005. Orkulíftækni er þverfagleg fræðigrein sem sameinar verkfræði, efnafræði og líffræði ásamt umhverfisfræðum. Samningur á sviði orkulíf- tækni Kjörbréfanefnd úrskurðaði í fyrradag sjö atkvæði úr kosningunum 12. maí gild en yfirkjör- stjórn í Reykjavíkurkjör- dæmi suður hafði áður úrskurðað þau ógild. Strikað hafði verið yfir nöfn frambjóðenda á kjörseðlunum en ekki merkt við lista þeirra. Ekki hafði verið átt við aðra lista á seðlunum eða önnur merki gerð. Fimm atkvæðanna voru greidd Sjálfstæðis- flokki, eitt Framsóknar- flokki og eitt Samfylk- ingu. Ákvörðunin hefur ekki áhrif á niðurstöðu kosninganna. Sjö vafaatkvæði gild Opið laugard. 10–16 og sunnud. 12–16 H im in n o g h af /S ÍA AFMÆLISAFSLÁTTUR Afmælisveisla! Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • www.ellingsen.isTryggvabraut 1–3, Akureyri • Sími 460 3630 Stjórnvöld ætla að fresta frjálsri för Búlgara og Rúmena inn á íslenskan vinnu- markað að minnsta kosti fram til 1. janúar 2009 en Rúmenar og Búlgarar gengu í Evrópusam- bandið um síðustu áramót. Í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið er heimild til að nýta frestinn lengur en til 2009 en taka verður ákvörðun um það við endurskoðun fyrir 1. janúar 2009. Bjarnheiður Gautadóttir, lögfræðingur í félagsmálaráðu- neytinu, segir að utanríkisráð- herra leggi á næstunni fram frumvarp sem gerir ráð fyrir stækkun EES-svæðisins sem nemur þessum tveimur þjóðum. Jafnframt verði lagt til að nýtt verði heimild til að fresta frjálsri för Rúmena og Búlgara Frjálsri för frestað

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.