Fréttablaðið - 02.06.2007, Page 36

Fréttablaðið - 02.06.2007, Page 36
Krumma Jónsdóttir hefur búið í París frá árinu 1995. Síðustu átta árin hefur hún unnið hjá Intercontinental-hótelkeðjunni, lengst af á Intercontinental Paris le Grand. Krumma kláraði stúdentinn árið 1994 og ári seinna fór hún til Par- ísar með vinkonu sinni. Ætlun- in var að ferðast um Evrópu en það breyttist þegar vinkonan fékk vinnu á skemmtiferðaskipi. „Ég ákvað því að sækja um vinnu hjá Disney en var hent út því ég tal- aði ekki nógu mikla frönsku og gat ekki þetta og gat ekki hitt. Þrjósk og frek eins og ég er fór ég aftur viku seinna og sagði í viðtalinu að ég elskaði Mikka mús og að ég hefði lesið öll Andrésblöðin og daginn eftir var ég í vinnu,“ segir Krumma og hlær. Starf Krummu hjá Disney fólst í því að telja fólk niður í leiktæki. Eftir að nokkurra mánaða samn- ingstíma hennar var lokið var henni boðið í eins konar hæfnis- próf sem haldið var til að athuga hvort starfsfólkið væri á réttri hillu. „Út úr því kom að ég gæti verið góð í móttöku á hóteli eða mjög góð Lísa í Undralandi,“ segir Krumma og hlær. „Mér fannst Lísa spennandi en þegar ég fór að hugsa málið ákvað ég samt að vera skynsöm og fór í hótelmót- töku. Þannig að ég kynntist hótel- starfinu í Disney og komst á rétt- an stað. Síðan þá hef ég skipt um starf á árs til átján mánaða fresti en alltaf innan hótelbransans.“ Krumma byrjaði að vinna á Grand hóteli í mars 1999 og er því búin að vera í átta ár hjá sama fyr- irtæki. „Ég byrjaði þá sem bókun- ardama en sex mánuðum seinna fékk ég stöðu sem aðstoðaryfir- maður í bókunardeild. Ég fór svo að vinna á öðru Intercontinental hóteli í París sem yfirmaður bók- unardeildar og síðan er ég búin að flakka svolítið á milli og gegna ýmsum stöðum. Í dag er ég sölu- stjóri fyrir hópa og ráðstefnu- hald,“ segir hún. Krumma segir að hópurinn sem hún vinni með sé mjög góður og geri eiginlega allt sem þarf að gera nema að búa til matinn. „Ég segi stundum að ég sé eins og bóndi sem er með veiðimenn sem hann sendir út. Ég þarf ekki að ferðast því ég er með sölumenn sem gera það og kynna hótelið. Við berjumst um viðskiptavinina við önnur hótel, ekki bara í París, og ég er með sölumenn í Englandi, Ameríku og Austurlöndum. Svo er ég með hóp af skipuleggjendum sem vinnur með viðskiptavinun- um að skipulagningu þegar sölu- menn eru búnir að semja við þá og eftir það tekur framkvæmdahóp- ur við og framkvæmir það sem er búið að skipuleggja.“ Reglulega kemur það fyrir að Íslendingar gisti á hótelinu og Krumma lætur þá yfirleitt vita af sér. „Í fyrra var til dæmis ráð- stefna hérna um íslensk fjármál og ég hef haft samband við ferða- skrifstofur og látið vita að það sé íslenskumælandi manneskja á hótelinu. Grand hótel er tilvalinn kostur fyrir þá sem eru að fara í helgarferð eða brúðkaupsferð og við erum alveg miðsvæðis svo allt er í göngufæri. Íslendingar vilja gæði og þó það sé kannski þrjá- tíu eða fjörtíu evrum dýrara að gista hér en á einhverju öðru hót- eli úti í bæ er líka auðvelt að finna muninn á þjónustunni. Ég vil líka meina að ef Íslendingar hafa efni á að borga fyrir flugfar sem er ekki ódýrt hafi þeir alveg efni á að gista hér,“ segir Krumma og hlær. Eins og bóndi í borginni ferðavernd Ferðamannabólusetningar og ráðgjöf Ferðavernd býður upp á bólusetningar og ráðgjöf til ferðamanna. Þjónustan er í umsjón Helga Guðbergssonar, læknis. Vinnuna annast læknar og hjúkrunarfræðingar. Mikilvægt er að panta bólusetningu og leita ráðgjafar tímanlega áður en haldið er utan. Tímapantanir í síma: 535 77 00 www.ferdavernd.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.