Fréttablaðið - 02.06.2007, Blaðsíða 37
Icelandair Hotels, dótturfyr-
irtæki Icelandair Group, og
Hilton Hotels Corporation hafa
komist að samkomulagi um
að Nordica hótelið í Reykjavík
verði hluti af Hilton-hótelkeðj-
unni.
Hótelið mun framvegis heita
„Hilton Reykjavik Nordica“. Á
næstu vikum verður merkingum
og ýmsu varðandi starfsemi hót-
elsins breytt í samræmi við staðla
Hilton-fyrirtækisins.
Um er að ræða sérleyfissamn-
ing sem felur í sér að rekstur hót-
elsins verður áfram á vegum Ice-
landair Hotels en Hilton leggur til
gæðaímynd keðjunnar og aðgang
að markaðs- og kynningartæki-
færum á alþjóðavísu.
Magnea Þórey Hjálmars-
dóttir, framkvæmdastjóri Ice-
landair Hotels, segir samninginn
við Hilton ákveðinn gæðastimp-
il fyrir Nordica hótel. „Hilton
gerir strangar kröfur um gæði
og aðstöðu á þeim hótelum sem
bera nafnið og það hefur verið
ánægjulegt að sjá að við þurfum
ekki að gera neina stórvægileg-
ar breytingar til þess að uppfylla
þær. Þvert á móti hefur komið
fram að hótelið er leiðandi ráð-
stefnuhótel á alþjóðavísu sem býr
yfir frábæru starfsfólki,“ segir
Magnea. „Með samningnum opn-
ast okkur margs konar tækifæri
sem byggja á þeirri staðreynd að
Hilton er þekktasta og virtasta
nafnið í heiminum í þessari at-
vinnugrein og býr yfir gríðarlega
öflugu markaðs- og sölukerfi, sér-
staklega í funda- og ráðstefnu-
haldi og gagnvart viðskiptaferða-
mönnum.“
Fyrsta Hilton-hótelið var stofn-
að í Cisco í Texas í Bandaríkjun-
um af Conrad Hilton árið 1919.
Hilton-keðjan er orðin ansi löng
en alls rekur hún 500 hótel. Auk
þeirra rekur Hilton fyrirtækið
aðrar hótelkeðjur, og hefur því
innan sinna vébanda meira en
2.800 hótel.
Nordica breytist í Hilton
Intercontinental Paris le
Grand er eitt af flottustu hótel-
unum í París.
Þegar Napóleon III ríkti yfir
Frakklandi fannst honum ekki
vera nógu margir staðir í París
þar sem yfirstéttin frá Frakk-
landi, Englandi, Ameríku og
öðrum löndum gæti hist. Hann lét
því byggja Hotel de L‘Opera með
þrjúhundruð herbergjum. Eigin-
konu hans Eugénie fannst það of
lítið og vildi fá stað þar sem væri
almennilega hægt að sýna sig og
sjá aðra. Hún bað hann því vin-
samlegast að byggja handa sér
hótel, sem hann gerði.
Byrjað var að byggja Grand
hótel árið 1862 og byggingu þess
var lokið ári síðar. Við opnun hót-
elsins voru þar áttahundruð her-
bergi en aðeins tvö stór baðher-
bergi þangað sem allir fóru að ná
í vatn og sápu.
Síðan þá hefur hótelið tekið
töluverðum breytingum og í hvert
skipti sem því er breytt fækkar
herbergjum þess. Hótelinu var
síðast breytt árið 2003 og þá var
það 514 herbergi fyrir breyting-
ar en aðeins 470 eftir þær. Á hót-
elinu eru áttatíu svítur, allt frá
45 fermetra júnior-svítum upp í
hátt í tvö hundruð fermetra for-
setasvítur.
Grand hótel hefur ekki alltaf
verið Intercontinental hótel en
það er eina byggingin í París sem
hefur verið hótel frá upphafi.
Mikill fjöldi gesta hefur gist hót-
elið, þar á meðal tónlistarmenn,
þjóðarleiðtogar og kvikmynda-
stjörnur.
Byggt að beiðni eiginkonunnar
MasterCard
Mundu
ferðaávísunina!