Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.06.2007, Qupperneq 37

Fréttablaðið - 02.06.2007, Qupperneq 37
Icelandair Hotels, dótturfyr- irtæki Icelandair Group, og Hilton Hotels Corporation hafa komist að samkomulagi um að Nordica hótelið í Reykjavík verði hluti af Hilton-hótelkeðj- unni. Hótelið mun framvegis heita „Hilton Reykjavik Nordica“. Á næstu vikum verður merkingum og ýmsu varðandi starfsemi hót- elsins breytt í samræmi við staðla Hilton-fyrirtækisins. Um er að ræða sérleyfissamn- ing sem felur í sér að rekstur hót- elsins verður áfram á vegum Ice- landair Hotels en Hilton leggur til gæðaímynd keðjunnar og aðgang að markaðs- og kynningartæki- færum á alþjóðavísu. Magnea Þórey Hjálmars- dóttir, framkvæmdastjóri Ice- landair Hotels, segir samninginn við Hilton ákveðinn gæðastimp- il fyrir Nordica hótel. „Hilton gerir strangar kröfur um gæði og aðstöðu á þeim hótelum sem bera nafnið og það hefur verið ánægjulegt að sjá að við þurfum ekki að gera neina stórvægileg- ar breytingar til þess að uppfylla þær. Þvert á móti hefur komið fram að hótelið er leiðandi ráð- stefnuhótel á alþjóðavísu sem býr yfir frábæru starfsfólki,“ segir Magnea. „Með samningnum opn- ast okkur margs konar tækifæri sem byggja á þeirri staðreynd að Hilton er þekktasta og virtasta nafnið í heiminum í þessari at- vinnugrein og býr yfir gríðarlega öflugu markaðs- og sölukerfi, sér- staklega í funda- og ráðstefnu- haldi og gagnvart viðskiptaferða- mönnum.“ Fyrsta Hilton-hótelið var stofn- að í Cisco í Texas í Bandaríkjun- um af Conrad Hilton árið 1919. Hilton-keðjan er orðin ansi löng en alls rekur hún 500 hótel. Auk þeirra rekur Hilton fyrirtækið aðrar hótelkeðjur, og hefur því innan sinna vébanda meira en 2.800 hótel. Nordica breytist í Hilton Intercontinental Paris le Grand er eitt af flottustu hótel- unum í París. Þegar Napóleon III ríkti yfir Frakklandi fannst honum ekki vera nógu margir staðir í París þar sem yfirstéttin frá Frakk- landi, Englandi, Ameríku og öðrum löndum gæti hist. Hann lét því byggja Hotel de L‘Opera með þrjúhundruð herbergjum. Eigin- konu hans Eugénie fannst það of lítið og vildi fá stað þar sem væri almennilega hægt að sýna sig og sjá aðra. Hún bað hann því vin- samlegast að byggja handa sér hótel, sem hann gerði. Byrjað var að byggja Grand hótel árið 1862 og byggingu þess var lokið ári síðar. Við opnun hót- elsins voru þar áttahundruð her- bergi en aðeins tvö stór baðher- bergi þangað sem allir fóru að ná í vatn og sápu. Síðan þá hefur hótelið tekið töluverðum breytingum og í hvert skipti sem því er breytt fækkar herbergjum þess. Hótelinu var síðast breytt árið 2003 og þá var það 514 herbergi fyrir breyting- ar en aðeins 470 eftir þær. Á hót- elinu eru áttatíu svítur, allt frá 45 fermetra júnior-svítum upp í hátt í tvö hundruð fermetra for- setasvítur. Grand hótel hefur ekki alltaf verið Intercontinental hótel en það er eina byggingin í París sem hefur verið hótel frá upphafi. Mikill fjöldi gesta hefur gist hót- elið, þar á meðal tónlistarmenn, þjóðarleiðtogar og kvikmynda- stjörnur. Byggt að beiðni eiginkonunnar MasterCard Mundu ferðaávísunina!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.