Fréttablaðið - 02.06.2007, Side 89

Fréttablaðið - 02.06.2007, Side 89
 Eyjólfur Sverrisson var duglegur að minna blaðamenn á í gær að það væri ekki raunhæft að búast við léttum sigri íslenska liðsins gegn Liechtenstein í dag. „Það er langt frá því að við vinn- um þennan leik með vinstri. Menn þurfa að vera alveg hundrað pró- sent klárir á því,“ sagði hann á blaðamannafundinum á Hótel Loftleiðum í gær. „Liechtenstein er á sínu blóma- skeiði núna. Þeir fengu átta stig í síðustu keppni og það hefur gengið vel hjá þeim í þessari. Þeir unnu Letta sannfærandi í síð- asta leik á heimavelli og voru til að mynda sterkir á móti Norður- Írum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við höfum því enga ástæðu til að vanmeta þá núna,“ sagði hann. Hann sagði að eðlilega muni hann gera taktískar breytingar á leik liðsins frá síðasta leik sem var gegn Spánverjum ytra. „Ég býst við því að við verðum meira með boltann nú og sækjum meira en gegn Spáni. Við ætlum okkur að skapa mikið af færum og við ætlum okkur að vinna þennan leik. Til þess þurfum við þó að leggja okkur mikið fram og eiga mjög góðan leik.“ Aðspurður bjóst hann ekki við að Liechtenstein myndi sækja afar grimmt á íslensku vörnina en sagði þó að liðið væri vel spilandi. „Það er mikil yfirferð á leikmönn- um liðsins og þeir eru óhræddir við að spila boltanum mikið á milli sín. Inni á milli eiga þeir framúr- skarandi leikmenn eins og Mario Frick sem er afar skæður sókn- armaður og leikur í efstu deild á Ítalíu. Markvörðurinn leikur svo með Boavista í Portúgal. En fyrst og fremst er liðið með gríðarlega öfluga liðsheild og hefur til að mynda leikið tvöfalt fleiri lands- leiki en Ísland í gegnum tíðina.“ Það mátti einnig heyra á honum að hann ætlaði að nota Grétar Rafn Steinsson í þeirri stöðu sem hann er vanur að spila í hjá sínu félagi, AZ Alkmaar. Þar er hann í stöðu hægri bakvarðar en í síðasta lands- leik lék hann á hægri kantinum. „Ég vil helst nota leikmenn í þeim stöðum sem þeir þekkja best þó það sé kannski ekki alltaf hægt. En ég býst við því að það verði tilfellið nú.“ Og hann býst við því að gefa ungu leikmönnunum tækifæri. „Það kemur vel til greina,“ sagði hann án þess að láta uppi meiri upplýsing- ar um byrjunarliðið. Að lokum lagði hann mikla áherslu að stefnan væri sett á sigur gegn Liechtenstein. „Við höfum sýnt það áður að við getum spilað vel eins og við gerðum gegn Norður-Írum. Við erum með öflugt lið og verðum að kalla fram það besta í því á nýjan leik. Við þurf- um að vera ákveðnir og hundrað prósent klárir í slaginn.“ Eyjólfur Sverrisson ætlar að tefla fram sókndjörfu liði gegn Liechtenstein og ætlar að spila til sigurs. „Þurfum þó að eiga mjög góðan leik til að sigra.“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur unnið fimm síðustu heimaleiki sína gegn liðum sem hafa komið úr neðsta styrkleikaflokki í riðladrætti fyrir undankeppni HM eða EM. Ísland mætir í dag Liechten- stein, sem kom einmitt úr sjö- unda og neðsta styrkleikaflokkn- um þegar dregið var í riðla fyrir undankeppni EM 2008. Það er ekki hægt að kvarta yfir genginu gegn litlu þjóðun- um undanfarin ár. Íslenska liðið hefur unnið fimm heimasigra í röð gegn þeim og alls náð í 27 af 30 mögulegum stig frá því að liðið vann báða leiki sína 4-0 gegn Liechtenstein í undankepppni HM 1998. Fimm heima- sigrar í röð Svo gæti farið að Theó- dór Elmar Bjarnason fengi tæki- færi í byrjunarliði íslenska lands- liðsins sem mætir Liechtenstein í dag. Sjálfur bindur hann vonir við að fá að spila. „Ég geri það alltaf enda er ég í fótbolta til að fá að spila. Ann- ars er ég mjög spenntur yfir því að vera kominn í landsliðið og mér finnst að mér hafi gengið vel á æfingum. Nú er það undir mér komið að sanna að ég eigi heima hér,“ sagði Theódór Elmar. Samningur hans við Celtic á Skotlandi rennur út í sumar en hann segir líklegt að gengið verði frá nýjum á næstu vikum. „Ég hef fengið jákvæð viðbrögð frá stjóranum og hann segir að ég sé í hans plönum fyrir næstu leiktíð. Ég bíð því spenntur.“ Gæti fengið tækifærið í dag

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.