Fréttablaðið - 16.06.2007, Blaðsíða 16
greinar@frettabladid.is
ÍFréttablaðinu laugardaginn 9. júní rit-aði Davíð Þór Björgvinsson, prófessor
og dómari við Mannréttindadómstól Evr-
ópu, grein í tilefni af fyrstu útskrift lög-
fræðinga frá Háskólanum í Reykjavík.
Ástæða er til að samfagna Davíð Þór og
öðrum kennurum við skólann með þann
merka áfanga – og ekki síst þeim stúdent-
um sem luku lagaprófi þetta sinn.
Í greininni heldur Davíð því fram að
Háskólinn í Reykjavík hafi verið að útskrifa fyrstu
lögfræðingana með fullnaðarpróf í lögfræði utan
HÍ nú á dögunum. Þetta kemur reyndar oftar en
einu sinni fram í grein Davíðs, meðal annars er
yfirskriftin í þessa veru og talað um að þar til HR
hóf lagakennslu hafi HÍ setið einn að slíkri mennt-
un hér á landi. Þessar fullyrðingar Davíðs eru með
nokkrum ólíkindum og koma verulega á óvart í
ljósi þess að í ársbyrjun 2006 var hópur lögfræð-
inga útskrifaður með fullnaðarpróf í lögum frá
Háskólanum á Bifröst og hafa reyndar
fleiri bæst í þann hóp síðan. Þessir
lögfræðingar hafa sumir hverjir nú
þegar gengist undir próf til málflutn-
ingsréttinda og náð því með láði. Þeim og
öðrum úr þessum hópi hefur vegnað vel
á vinnumarkaði lögfræðinga. Það sætir
furðu að Davíð Þór, sem hefur um árabil
starfað við lögfræðikennslu, viti ekki af
þessum hópi, en ekki vil ég ætla honum
að tala gegn betri vitund. Undir slíkri
hagræðingu á staðreyndum verður hins
vegar ekki setið þegjandi og því er þess-
ari athugasemd komið á framfæri.
Ég vil í lokin óska lagadeild Háskólans í Reykja-
vík innilega til hamingju með þann árangur að hafa
útskrifað sína fyrstu lögfræðinga með meistara-
gráðu. Ég efast ekki um að sá hópur og þeir sem í
kjölfarið koma eigi eftir að auðga stétt íslenskra
lögfræðinga, rétt eins og Bifrestingarnir hafa gert
sem nú hafa lokið slíkri gráðu.
Höfundur er forseti lagadeildar
Háskólans á Bifröst.
Velkomnir í hópinn HR-ingar
Nú á dögunum kom hingað til Íslands háttsettur gestur
að nafni Nicholas Burns. Hann
er aðstoðarutanríkisráðherra
Bandaríkjanna og átti hér í við-
ræðum við forsætis- og utanríkis-
ráðherra. Að viðræðunum lokn-
um fluttu fjölmiðlar, sem núna
eru upp til hópa orðnir stjórnar-
sinnaðir, gagnrýnislausar fréttir
um gott samband ríkjanna
tveggja, rekstur ratsjárkerfisins
og fleiri tæknileg mál sem þarf
að semja um.
Það er hins vegar full ástæða
til að rýna betur í það sem ekki
var til umræðu á fundinum.
Stundum hefur t.d. þótt ástæða
til að ræða ástand mannréttinda-
mála við erlenda ráðamenn, jafn-
vel þótt ekki séu alltaf miklar
líkur til að neitt komi út úr því.
Það er gert til að sýna að ríkis-
stjórn Íslands taki mannréttindi
alvarlega og að þau séu alltaf á
dagskrá hjá okkur.
Ekki virðist hins vegar hafa
þótt ástæða til að ræða mann-
réttindamál við Burns. Þó er
rík ástæða til þess. Mannrétt-
indasamtök um allan heim hafa
bent á ítrekuð mannréttinda-
brot í tengslum við stríðsrekst-
ur Bandaríkjanna í Afghanist-
an og Írak. Sérstaklega má þar
nefna fangabúðirnar sem Banda-
ríkjastjórn rekur í Guantanamo
á Kúbu í trássi við alþjóðalög og
Colin Powell, fyrrverandi utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna,
hefur kallað eftir því að verði
lokað. Sú yfirlýsing er stórmerki-
leg og hefðu einhverjir kannski
búist við því að Geir og Ingibjörg
Sólrún vildu ræða málið við
Burns. En þau steinþögðu.
Einnig mætti nefna skýrslu
Dick Marty til Evrópuráðsins
þar sem því er haldið fram að
bandaríska leyniþjónustan reki
leynifangelsi víðs vegar í Evr-
ópu og þar eigi sér stað athæfi
sem stangist á við mannréttinda-
stefnu ráðsins. Forsætisráðherra
og utanríkisráðherra Íslands
virðast ekki hafa séð ástæðu til
að ræða þetta mál við Burns.
Mannréttindabrotin sem eiga
sér stað í Guantanamo og í leyni-
fangelsunum eru órjúfanlegur
hluti af stríðsrekstri Bandaríkj-
anna í Írak og í Afghanistan. Full
ástæða er til þess að fagna yfir-
lýsingu utanríkisráðherra um að
Íslendingar styðji ekki lengur
stríðið í Írak, en jafnframt er at-
hyglisvert að forsætisráðherra
þegir þunnu hljóði eins og honum
komi málið ekki við.
Öðru máli gegnir um hið
gleymda stríð í Afghanistan.
Utanríkisráðherra hefur tekið
upp orðræðu fyrri íhaldsstjórnar
og kallar stríðið „uppbyggingu“
og að Íslendingar eigi að „leggja
sitt af mörkum í þeirri uppbygg-
ingu“, svo vitnað sé í hádegis-
fréttir Útvarpsins á fimmtudag.
Það er hins vegar órökrétt af
utanríkisráðherra að gera grein-
armun á stríðsrekstri Banda-
ríkjanna í Írak og Afghanistan.
Fangabúðirnar í Guantanamo
voru stofnaðar í kjölfar innrásar-
innar í Afghanistan og leynifang-
elsin tengjast þeim hernaði ekk-
ert síður en hernaðinum í Írak.
Ástandið í Afghanistan núna
er skelfilegt og hið sama gildir
um hernað Bandaríkjanna þar
og í Írak. Hann beinist í ríkum
mæli gegn óbreyttum borgurum
og erfitt að sjá að hann stand-
ist viðauka Genfarsáttmálans frá
1977 um vernd þeirra á ófriðar-
tímum. Í Afghanistan er engin
uppbygging í gangi; þvert á
móti ríkir þar stjórnleysi á stór-
um svæðum. Vígahópar vaða
uppi og fjöldi fólks lætur lífið
í hverri viku. Bandaríkjaher á
mikinn hlut í þessum hernaði
gegn venjulegu fólki í Afghanist-
an en í vestrænum fjölmiðlum er
fólkið sem verður fyrir byssum
Bandaríkjamanna yfirleitt kall-
að „vígamenn“ án nánari skil-
greiningar. Undanfarna tvo mán-
uði hafa a.m.k. 135 óbreyttir
borgarar verið myrtir af erlend-
um hermönnum í Afghanistan.
Núna á þriðjudaginn voru átta
afghanskir lögreglumenn drepn-
ir af skotglöðum bandarískum
hermönnum „fyrir mistök“. Ekk-
ert af þessu virðist hafa komið til
tals í viðræðum Geirs H. Haarde
og Ingibjargar Sólrúnar Gísla-
dóttur við Nicholas Burns á
fimmtudaginn.
Í maí síðastliðnum samþykkti
þingið í Afghanistan ályktun um
að NATO-herirnir ættu að láta
af árásum á Talibana og að ríkis-
stjórn landsins ætti þegar að
hefja viðræður um vopnahlé.
Þessi ályktun hafði engin áhrif á
framgöngu NATO-herjanna því
að Afghanistan er hvorki lýð-
ræðisríki né sjálfstætt ríki nema
að nafninu til. Er ekki ástæða
til þess að utanríkisráðherra út-
skýri hvers konar „uppbygging“
er fólgin í hernaði sem fer fram
í trássi við þjóðþing viðkomandi
lands?
Það er skiljanlegt að stjórn-
völd á Íslandi vilji eiga vinsam-
leg samskipti við Bandaríkin. En
vinur er sá sem til vamms segir.
Samskipti íslenskra stjórnvalda
við bandaríska ráðamenn hafa
til þessa einkennst af þrælslund
fremur en vináttu og er sú pólitík
greinilega ekki á undanhaldi.
UppbygginginE
ftirspurn eftir lífrænum vörum hefur aukist gífur-
lega á síðustu þremur árum og má segja að spreng-
ing hafi orðið. Framboð á lífrænum vörum er þó ekki
í samræmi við þessa miklu eftirspurn, enda hefur líf-
ræn ræktun aðeins verið lítill hluti af landbúnaði í
hinum vestræna heimi.
Á Íslandi stunda örfáir bændur lífræna ræktun og fjölgar
þeim engan veginn nóg til að anna stóraukinni eftirspurn.
Á það sínar skýringar. Hægt hefur gengið að byggja upp
markaðinn á Íslandi með ferskmeti, auk þess sem markaðs-
setning hefur verið hverfandi. Lífræn ræktun er hvergi á
námsskrá skólanna og umræðan um lífrænan landbúnað er í
lágmarki. Enn fremur hefur þáttaka stjórnvalda verið lítil sem
engin, sem stendur lífrænni ræktun kannski einna helst fyrir
þrifum. Þörf er á viðsnúningi ef íslenskur landbúnaður vill
vera í takt við nýja tíma.
Sóknarfærin eru til staðar bæði hérlendis og erlendis. Mark-
aður fyrir lífrænt vottaðar vörur fer stækkandi og víðast hvar
erlendis er ekki hægt að svara eftirspurninni. Möguleikarnir
eru miklir og þarf aðeins raunhæfar hugmyndir og verkfæri
til framkvæmda til að nýta sér þá.
Hér eru öll skilyrði til lífrænnar ræktunar. Orkan og vatn-
ið er hreint og þau atriði eru sterk í ímynd Íslands á alþjóða-
vettvangi. Skrefin sem þarf að taka til að skipta yfir í lífræna
ræktun eru fá. Það tekur býli tvö ár að skipta yfir í lífræna
ræktun og fá vottun. Á meðan er uppskerurýrnum mikil og
ættu þá stjórnvöld að grípa inn í og styrkja bóndann til að
koma ræktuninni af stað. Markmiðið er að gera býlið sjálfbært
svo það verði ekki áfram háð styrkjum frá hinu opinbera.
Evrópusambandið hefur hvatt til lífrænnar ræktunnar,
fyrst og fremst með umhverfissjónarmið í huga, með sér-
sniðnum reglugerðum og styrkjum til bænda. Einnig hefur
sambandið stutt við rannsóknir, fræðslu og markaðssetningu.
Í Bandaríkjunum hefur áherslan hins vegar verið lögð á
markaðinn. Þar hafa stjórnvöld stutt markaðsrannsóknir,
fræðslu og markaðssetningu á lífrænum landbúnaðarvörum.
Markaðurinn er nánast jafnstór í Evrópu og Bandaríkjunum
en í Evrópu er land í lífrænni ræktun stærra og framleiðslan
margfalt meiri. Fordæmin eru ekki langt undan og vel er hægt
að nýta sér reynslu annarra.
Aukin umhverfisvitund á stóran þátt í þeim mikla áhuga
sem neytandinn sýnir lífrænum vörum. Þær kosta örlítið
meira en aðrar vörur, en umhverfisvernd og sanngjörn skipti
við bændur eru innifalin í verðinu. Sífellt fleiri eru tilbúnir að
borga fyrir meira ef umhverfið nýtur góðs af því.
Með ört stækkandi markaði og breyttu hugarfari neytenda
ættu bændur að líta á lífræna ræktun sem raunhæfan framtíðar-
kost fyrir íslenskan landbúnað.
Sóknarfæri
fyrir bændur
Eyjarslóð 5 101 Reykjavík S: 511 2200 www.seglagerdin.is
150.000,- kr.AFSLÁTTUR
Fullt verð kr. 2.850.000,-
Tilboð kr. 2.700.000,-
Ti
lb
o
ð
g
ild
ir
t
il
20
. j
ú
n
í 2
00
7Travel king 510 TDF
Alde hitakerfi og gólfhiti
fylgja með