Fréttablaðið - 16.06.2007, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 16.06.2007, Blaðsíða 30
B ogi hlaut í fyrra um- hverfisverðlaun Norðurlandaráðs fyrir hafrannsóknir sínar en Fréttablað- ið náði af honum tali á fjölþjóðlegri ráðstefnu um áhrif loftslagsbreytinga á heimskauta- svæðunum, sem fram fór í norður- norsku háskólaborginni Tromsö í liðinni viku undir yfirskriftinni „Bráðnun íss – heitt mál?“ Spurður hvort rannsóknir sýni nú þegar að hinar hnattrænu lofts- lagsbreytingar séu farnar að hafa áhrif á hafstraumana í Norður- Atlantshafi segir Bogi að enn sem komið er hafi það ekki sann- ast. „Það eru samt til rannsóknir sem þykja gefa vísbendingar um að breytingar séu að verða,“ segir Bogi. „En okkar eigin mæling- ar og aðrar sem ég þekki til gefa engar skýrar vísbendingar um að enn séu neinar breytingar orðnar á hafstraumunum.“ Í erindinu sem Bogi flutti á ráð- stefnunni í Tromsö sagði hann að lítill vafi væri á því að bráðn- un heimskautaíssins og hlýnun- in í Norðurhöfum muni koma til með að hafa áhrif á færibandið svonefnda, það kerfi kald- og hlý- sjávarstrauma í heimshöfunum sem veldur því að hinn hlýi Golf- straumur teygir sig eins langt norður eftir Atlantshafinu og raun ber vitni. Að mati Boga sé því full ástæða til að hafa áhyggjur af þróuninni. Hlýnun sjávar, sem þegar sé stað- reynd, og hugsanlegar breyting- ar á hafstraumunum gætu haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Jafnvel mjög litlar breyting- ar gætu haft mikil áhrif á fiski- stofnana. Til útskýringar segir Bogi að Fær- eyjar og Ísland liggi á mörkun- um milli hlýsjávar og kaldsjáv- ar. Mörkin liggi eiginlega um Ís- land. „Fyrir okkur geta jafnvel litlar breytingar haft miklar af- leiðingar. En hverjar þær verða nánar tiltekið er mjög erfitt að sjá fyrir. Við reiknum til dæmis gjarnan með að ef sjórinn norður af Íslandi hlýnar þá muni norsk- íslenska síldin aftur fara að leita þangað í meiri mæli. Það er vissu- lega mögulegt, en við ættum líka að hafa í huga að síldin er hluti af mjög flóknu vistkerfi og það eru margir óvissuþættir tengdir loftslagsbreytingum í þessu sam- bandi,“ segir Bogi. Sérstaklega beri að hafa í huga að þær loftslagsbreytingar sem fyrirsjáanlegar séu á þessari öld muni verða mun umfangsmeiri en þær sem þegar hafi orðið. „Það er því mjög erfitt að spá fyrir um hvaða breytingar munu eiga sér stað, en ég er ekki í neinum vafa um að breytingar verði.“ Spurður hvort þessar breyting- ar muni snerta flesta fiskistofna segist Bogi telja að enginn vafi sé á því. „Verði sjórinn hlýrri hafa fiskistofnarnir tilhneigingu til að færa sig norður á bóginn. Það höfum við séð áður. En það eru svo margar aðrar breytingar sem kerfið verður fyrir, sérstaklega ef hafstraumarnir breytast, ef vinda- far breytist, og svo framvegis. Ég tel að það eina sem hægt er að slá föstu, að minnsta kosti hvað varð- ar flesta fiskistofna og mið, er að það verði stöðugar breytingar. Allt vistkerfið mun verða breyt- ingum undirorpið vegna loftslags- breytinganna. Sem þýðir einnig að fiskveiðar verða breytingum undirorpnar. Sem er eins og gefur að skilja ekki sérstaklega heppi- legt fyrir þá sem eru háðir þeim,“ segir Bogi. Spurður hvort þetta þýði að til dæmis Íslendingar ættu ekki að láta sitt eftir liggja til að verka á móti loftslagsbreytingunum segir Bogi að svo sé tvímælalaust. „Ég tel að allir ættu að leggja sig fram um þetta. Að hluta til vegna þess að við berum að sjálfsögðu með- ábyrgð fyrir alla heimsbyggðina, og við verðum að hafa í huga að þeir sem verst verða úti af völd- um loftslagsbreytinganna verða fátæku löndin, sem eiga enga sök á þessu,“ segir Bogi. Önnur brýn ástæða fyrir Fær- eyinga og Íslendinga að gera það sem þeim er fært í þessu sam- hengi tengist breytingunum sem vænta megi að loftslagsbreyt- ingarnar muni hafa á fiskistofn- ana. „Ef við erum heppin og það verða ekki svo miklar breytingar á fiskistofnunum og hafstraumun- um munu loftslagsbreytingarn- ar snerta okkur minna. En þetta gæti hæglega farið á allt annan og verri veg. Verði breytingar á haf- straumunum getum við þurft að búa okkur undir mjög alvarlegar afleiðingar fyrir fiskveiðar á Fær- eyja- og Íslandsmiðum.“ Eru þá hugsanlegar breytingar á hafstraumunum það sem ber að hafa mestar áhyggjur af, frekar en hlýnun sjávar? Um þetta segir Bogi, að nú þegar sé sjórinn far- inn að hlýna, það sé staðreynd. Hvort það tengist hlýnun lofts- lags í heiminum sé ekki vitað með vissu. En vitað sé að meira sést nú af fiskitegundum á okkar norðlægu miðum sem annars eiga heimkynni sunnar. „Hvað okkur í Færeyjum varð- ar væri alvarlegast ef að sá armur Golfstraumsins sem gengur norð- ur fyrir Færeyjar skyldi veikjast, þá gæti svo farið að kaldur sjór úr Norðurhöfum myndi leita inn á okkar mið. Þetta væri um fimm gráðum kaldari sjór en er vana- lega við Færeyjar, og það gæti því haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir okkur,“ segir Bogi. Rannsóknir bendi einnig til að mikilvægustu botnfiskstofnarnir þorskur og ýsa séu mjög háð hita- stiginu að vetri til. Svo virðist sem það sé því betra fyrir þessa stofna þeim mun kaldara sem það er yfir vetrarmánuðina, fyrstu mán- uði ársins. En erfitt sé að meta á þessu stigi hversu áreiðanlegar þessar rannsóknaniðurstöður eru. „Samanlagt gerir þetta að ég tel að Færeyjar gætu orðið fyrir mjög alvarlegum afleiðingum vegna loftslagsbreytinganna. En það er mjög erfitt að segja fyrir um þær,“ segir Bogi. En hvað með hækkun sjávarmáls, sem spáð hefur verið að verði einn fylgifiskur loftslagsbreyt- inganna? Bogi bendir á, að sam- kvæmt spá sérfræðinganefndar Sameinuðu þjóðanna um lofts- lagsmál, IPCC, sé gert ráð fyrir að sjávarmál hækki um tæplega einn metra á öldinni. En hann hafi séð aðrar rannsóknir sem segi að vísbendingar séu um eitt- hvað hraðari hækkun sjávarmáls. Þetta muni hafa aukið sjávar- rof í för með sér og koma verst við þau lönd sem lægst liggja. Á okkar slóðum kalli þetta að minnsta kosti á auknar fjárfest- ingar í hafnarmannvirkjum, sem laga þurfi að hinu hækkandi sjávarmáli. Heimskautasvæðin geyma lykil- inn að skilningi á hinum hnatt- rænu loftslagsbreytingum. Þetta segir Jan-Gunnar Winther, for- stöðumaður Norsku heimskauta- rannsóknastofnunarinnar (Norsk Polarinstitutt) í Tromsö, en hann var einn aðalgestgjafi alþjóð- legu ráðstefnunnar „Bráðnun íss – heitt mál“, sem fram fór í Tromsö dagana 4. og 5. júní. Er Winther ávarpaði ráðstefnu- gesti sagði hann að vart væri hægt að hugsa sér betri tíma en nú til að halda alþjóðlegt heim- skautaár. Beðinn að útskýra þetta nánar segir hann, að þegar ákveðið var að halda heimskautaárið fyrir 3-4 árum hafi ekki sú athygli verið á loftslagsmálunum og er nú – hún hafi vissulega verið fyrir hendi meðal fræðimanna en ekki stjórn- málaleiðtoga. Mikið hafi gerzt síðan. „Nú fellur heimskautaárið tímalega saman við þessa feiknalegu pólitísku athygli; auk þess er at- hygli á heimskautasvæðunum, þar sem þau eru í ýmsu tilliti lykillinn að skilningi á loftslagsbreyting- unum. Hér gerast þær hraðast og hér er hægt að bera kennsl á þau fyrst og að mörgu leyti hafa þær meira en svæðisbundna þýð- ingu; þær hafa hnattræna þýð- ingu,“ segir Winther. Þetta hafi komið skýrt fram á ráðstefnunni, svo sem hvað varðar bráðnun íss og hvað það þýðir fyrir hin ýmsu heimshorn. Spurður hvort segja mætti að Norðmenn væru fremstir í heiminum á tilteknum sviðum heimskautarannsókna svarar Winther að auðvitað sé erfitt að keppa við stjórþjóðirnar, sem halda úti öflugustu rannsóknarstofnununum. „En kalt mat: á vissum sviðum erum við Norð- menn fremstir í heimi,“ segir hann. „Eitt þeirra er kallað paleoklima á fræðimáli, rannsóknir á borkjörnum af hafsbotni og úr jöklum til að safna upplýsingum um loftslag langt aftur í tímann, allt að millj- ónir ára.“ Þá segir Winther að mjög sterk og gömul hefð sé fyrir hafrannsóknum í Noregi, en sú hefð nái allt aftur til rann- sókna Fridtjofs Nansen. Hvað okkur í Færeyjum varðar væri alvarlegast ef að sá armur Golfstraumsins sem gengur norður fyrir Færeyjar skyldi veikjast, þá gæti svo farið að kaldur sjór úr Norður- höfum myndi leita inn á okkar mið. Áhrifin á miðin gætu orðið mikil Bogi Hansen, haffræðingur í Færeyjum, segir litlar vísbendingar enn sem komið er um breytingar á hafstraumunum í Norður- Atlantshafi. En hann tjáði Auðuni Arnórssyni að breytinga af völdum loftslagsbreytinga væri þegar farið að gæta á Færeyja- og Íslandsmiðum og gengju spár eftir gætu þær breytingar orðið mjög miklar á næstu áratugum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.