Fréttablaðið - 16.06.2007, Blaðsíða 13
Japanski seðlabankinn ákvað í
gær að halda stýrivöxtum óbreytt-
um í 0,5 prósentum. Bankinn hefur
hækkað stýrivexti í tvígang á einu
ári en það voru jafnframt einu
hækkanirnar síðan í ágúst árið
2000, þegar þeir voru núllstilltir í
kjölfar efnahagslægðar í Asíu.
Toshihiko Fukui seðlabanka-
stjóri sagðist á blaðamannafundi
í gær reikna með hóflegum hag-
vexti á árinu. Seðlabankinn myndi
fylgjast grannt með þróun verð-
bólunnar og fylgja eftir með
hækkun stýrivaxta. Þrátt fyrir
þetta gaf hann ekki í skyn hvort
vextirnir yrðu hækkaðir á árinu.
Óbreytt
staða í Japan
Guy de Rothschild, höfuð sam-
nefnds fjármálaveldis, lést á þriðju-
dag, rúmlega 98 ára að aldri.
Guy var afkomandi Mayers
Amschel Rothschild, sem stofn-
aði Rothschild-bankann undir lok
18. aldar. Bankinn byggði auð sinn
upp á stríðsrekstri gegn Napóleón.
Bankinn stækkaði ört og var í byrj-
un 20. aldar orðinn ein af stærstu
fjármálastofnunum heims.
Bankinn lenti tvívegis í hremm-
ingum í tíð Guys; í fyrra skiptið
þegar fasistastjórn Frakklands
neyddi fjölskylduna til að selja
eignir sínar í seinni heimsstyrjöld-
inni. Í hitt skiptið þegar hann var
þjóðnýttur árið 1981. Við þjóðnýt-
inguna reiddist Guy mjög og sakaði
stjórnvöld um gyðingahatur.
Guy Rothschild var tvígiftur
og skilur eftir sig tvo syni, einn
úr hvoru hjónabandi. Annar son-
anna, David, tók við bankastarf-
semi fjölskyldunnar árið 1987 og
byggði veldið upp undir nafninu
Rothschild & Cie Banque.
Rothschild
látinn
Kynntu þér málið á www.glitnir.is, í næsta útibúi eða hjá Þjónustuveri í síma 440 4000.
GÓÐIR VIÐSKIPTAVINIR
GÓÐIR PUNKTAR
ÖRUGG FJÁRFESTING — TRYGGÐUR HÖFUÐSTÓLL
Sölutímab
il
12.-19. jú
ní
Kynntu þér málið á kaupthing.is, í síma 444 8950
eða komdu við í næsta útibúi.
ICEin 0608
eitt ár
20%
GULLin 0608
eitt ár
115%
ótakmörkuð!
gulls ákvarðast
USD/ISK gengi er miðgengi Seðlabanka
tveimur nýjum reikningum, ICEin 0608,
Gullin 0608,
12.–19. júní getur þú tekið