Fréttablaðið - 16.06.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 16.06.2007, Blaðsíða 12
[Hlutabréf] Yfirtökunefnd hyggst ekkert aðhaf- ast vegna viðskipta Baugs Group á hlutabréfum í 365 hf., útgáfufélagi Fréttablaðsins. „Ég á ekki von á því að við teljum að það þurfi að athuga þetta sérstaklega miðað við þær upplýsingar sem við fengum fyrir og um það leyti sem kaupin voru gerð,“ segir Viðar Már Matthías- son, formaður nefndarinnar. Baugur, sem átti 31,8 prósenta hlut í 365, keypti 6,6 prósent til viðbótar fyrir 980 milljónir króna og átti þá alls 38,4 prósent í félag- inu, sem er nálægt fjörutíu pró- senta yfirtökumörkum. Jafnframt á Baugur fimmtungshlut í FL Group sem er meðal stærstu hluthafa í 365. Baugur seldi umrædd bréf til Landsbankans en gerði jafnframt afleiðusamning við bankann þar sem að Baugur græðir eða tapar til samræmis við gengisþróun bréfa í 365. Viðar telur forsenduna að Lands- bankinn sé eins og hver annar hlut- hafi sem geti selt þessi bréf öðrum og farið með atkvæðisrétt á bréfun- um. „Það finnst mörgum þetta eitt- hvað óeðlilegt en svona gerast kaup- in á eyrinni. Þetta brýtur ekki í bága við neinar reglur, til dæmis í verð- bréfaviðskiptalögunum.“ Nefndin aðhefst ekkert í 365 Allir hluthafar Intersport A/S í Danmörku hafa samþykkt yfir- tökutilboð fjárfestingafélagsins Arevs og Straums-Burðaráss í keðjuna. Þá hafa 96 prósent hlut- hafa verslana Intersport sam- þykkt tilboðið. Áreiðanleikakönn- un fer nú fram en allt bendir til þess að af kaupunum verði. Fjárfestingafélagið Arev er í aðaleigu fjárfestisins Jóns Scheving Thorsteinssonar. Straumur-Burðarás Fjárfestingar- banki veitti Arev ráðgjöf og fjár- magnaði kaupin að hluta. Ekki hefur komið fram hversu hátt til- boðsverðið er. Í frétt á vef danska viðskiptablaðsins Børsen er talið að tilboðið liggi í kringum einn milljarð danskra króna. Kaupa Intersport Eignarhaldsfélagið Samvinnutrygg- ingar hefur verið hljóðlátur en um- svifamikill fjárfestir á íslenskum hlutabréfamarkaði. Fjárhagslegur styrkur félagsins hefur vaxið mikið á undanförnum árum samfara mikl- um gengishækkunum í fjármála- fyrirtækjum. Ætla má að helstu eignarhlut- ir Samvinnutrygginga nemi hátt á fimmta tug milljarða króna. Fé- lagið hagnaðist um 312 milljónir króna árið 2003 en tveimur árum síðar nam afkoma þess rúmum 2,8 milljörðum króna og eigið fé um 7,2 milljörðum. Þegar Exista yfirtók VÍS á síð- asta ári lauk beinni þátttöku Ehf. Samvinnutrygginga í vátrygginga- rekstri sem hafði staðið frá stofn- un Samvinnutrygginga árið 1946. Eignarhaldsfélagið sjálft varð til við stofnun VÍS árið 1989 þegar Samvinnutryggingar sameinuð- ust Brunabótafélagi Íslands undir merkjum VÍS. Sem gagngjald gengu Samvinnutryggingar helm- ingshlut í VÍS. Tilgangur Ehf. Samvinnutrygg- inga var að ávaxta sem best eigið fé þess með þátt- töku í vátrygg- ingastarfsemi og skyldum rekstri og annars konar fjárfestingar- og lánastarfsemi. Félagið er þriðji stærsti hluthafinn í Ex- istu með hlut sem er metinn á 20,7 milljarða króna. Frá því að Exista var skráð á markað hefur markaðsvirði bréfanna aukist um 7,4 milljarða króna. Þá er félagið eigandi að helm- ingshlut í Eignarhaldsfélaginu And- vöku sem á hlutabréf í Existu, og á þriðjungshlut í eignarhaldsfélag- inu Hesteyri. Það félag á 3,64 pró- sent í Existu og einnig hlutabréf í útgerðarfélaginu Skinney-Þinga- nesi á Höfn. Nýverið leiddu Samvinnutrygg- ingar hóp fjárfesta sem eignuð- ust Icelandair Group af FL Group. Samvinnutryggingar fara með 75 prósent hlut í Langflugi, stærsta hluthafanum í Icelandair, á móti fjórðungshlut Finns Ingólfssonar, stjórnarformanns Icelandair. Mark- aðsvirði hlutabréfanna í Icelandair nema 6,6 milljörðum króna. Félagið á einnig umtalsverða eignarhluti í Straumi-Burðarási og Landsbank- anum auk hlutabréfa í óskráðum fé- lögum. Auk Samvinnutrygginga eiga Skinney-Þinganess og FISK Sea- food Hesteyri að jöfnu. Á síðasta ári var samþykkt að slíta Hesteyri og skipta upp eignum og skuldum þess til hluthafa. Þátttöku Eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga í tryggingarekstri lauk með kaupum Existu á VÍS. Hlutabréf félagsins í Existu eru metin á yfir 20 milljarða. Íslenska orkufyrirtækið Iceland Energy Group og Serbneska lýðveldið hafa gert með sér samstarfssamning um upp- byggingu þriggja vatnsaflsvirkjana á svæðinu. Serbneska lýðveldið er önnur tveggja stjórnunareininga Bosníu- Hersegóvínu. Forsætisráðherra Serb- neska lýðveldisins var staddur hér á landi í gær af þessu tilefni. Samningurinn snýr að uppbyggingu og viðhaldi þriggja vatnsaflsvirkjana. Uppsett afl virkjananna í heild verður um sex hundruð megavött af rafafli. Til samanburðar er uppsett afl Kárahnjúka- virkjunar tæp 700 megavött. Virkjan- irnar eru í rekstri í dag. Þær þarf hins vegar að uppfæra og endurbæta. Iceland Energy Group mun gera það, auk þess að sjá um sölu og dreifingu raforkunnar. Eigendahópur Iceland Energy Group samanstendur af íslenskum fagfjárfest- um og einstaklingum. Hópurinn hefur frá því árið 2004 undirbúið jarðveginn fyrir fjárfestingar í orkugeira Austur- Evrópu. Árni Jensen, framkvæmdastjóri Ice- land Energy Group, segir útrás félagsins rétt að hefjast. „Við sjáum fyrir okkur að á næstu fimm til tíu árum muni 25 til 30 þúsund megavött skipta um hendur. Þetta er tíu til fimmtán sinnum meira en er til skiptana á Íslandi. Okkur langar í einhvern hluta af þeirri köku.“ Þá segir hann þekkingu og reynslu Íslendinga af orkumálum geta nýst vel. „Íslending- ar hafa gert fleiri vatnsaflsvirkjanir á síðustu tuttugu árum en öll Vestur-Evr- ópa. Ef við hættum að nýta þessa þekk- ingu hverfur hún. Það má ekki gerast því í henni felast mikil verðmæti.“ Virkja í Bosníu-Hersegóvínu Sumartilboð Vildarþjónustunnar 25% afsláttur hjá öllum Fosshótelum www.spar.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 8 1 3 1 VILDAR KLÚBBUR GLITNIS SKRÁÐU ÞIG FYRIR 17. JÚNÍ! Þú færð 10.000 ókeypis Glitnispunkta með því að skrá þig fyrir 17. júní í Vildarklúbb Glitnis!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.