Fréttablaðið - 16.06.2007, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 16.06.2007, Blaðsíða 33
Fjalladýrð í Möðrudal er áningarstaður margra sem ferðast um hálendið. Vilhjálmur Vernharðsson, eigandi Fjalladýrðar, segir nóg hafa verið að gera síðustu ár. Vilhjálmur og eiginkona hans tóku við rekstri Fjalladýrðar árið 2001 og fóru þá í gagngerar breytingar. „Þegar við tókum við var þetta bara gamall veitingaskáli en við fórum strax að byggja þetta upp og erum núna með veitingastað, gisti- hús og tjaldsvæði og bjóðum upp á bæði gönguferðir og jeppaferðir um hálendið,“ segir Vilhjálmur. Reksturinn hefur gengið mjög vel að sögn Vilhjálms og nóg að gera hjá þeim hjónum. „Við keyptum þetta að vísu þegar þjóð- vegur eitt sem lá hérna í gegn var færður og núna er sjö kílómetra afleggjari hingað frá nýja veginum. Þetta var því smá bras til að byrja með en nú er nóg að gera. Við fáum til okkar mikið af rútuhópum í hádegismat og kaffi og svo eru margir farnir að keyra gömlu leið- ina aftur því hún er miklu skemmti- legri en nýi vegurinn,“ segir hann. Í Fjalladýrð eru rúm fyrir 27 manns í gistingu í uppábúnum rúmum. „Gestirnir eru að megninu til fólk á einkabílum en við erum náttúrlega líka að þjónusta ferða- skrifstofur með minni hálendis- hópa og svo fáum við mikið af bók- unum frá einstaklingum beint að utan,“ segir Vilhjálmur. Veitingarnar sem boðið er upp á í Fjalladýrð eru að sögn Vilhjálms mjög þjóðlegar. „Við erum alltaf með kjötsúpu og svo rjómavöfflur, kleinur, jólakökur og eitthvað svona ekta íslenskt með kaffinu. Við erum ekki með sérstakan mat- seðil á kvöldin en gistihóparnir geta bara valið hvað þeir vilja og við eldum það.“ Göngu- og jeppaferðirnar um hálendið eru mjög vinsælar. „Við erum með samtvinnaða jeppaferð og gönguferð upp á Herðubreið sem er alveg ný hjá okkur. Strax er búið að bóka eitthvað af ferðum í sumar og svo ætlum við bara að taka fólk sem dettur inn að kvöldi og vill kannski fara morguninn eftir. Ef fólk hefur svo áhuga á ein- hverju öðru á þessu svæði björg- um við því bara en við erum opin fyrir öllu,“ segir Vilhjálmur. Þjóðlegheit á hálendinu Come2 Scandinavia, Vesterbrogade 17 1620 Kaupmannahöfn. Á leið til Norðurlandanna? Hafðu samband við Come2 Scandinavia og við aðstoðum þig með flug, hótelgistingu, bílaleigubíl og fleira. Erum einnig með tvær íbúðir til leigu í Kaupmannahöfn sem henta fjölskyldum, vina- og vinnuhópum. +45 33 25 64 25 - info@come2scandinavia.com - www.come2scandinavia.com COME2 SCANDINAVIA BORGARTÚNI 29 | 105 REYKJAVÍK | ICELAND | WWW.EXIT.IS | TEL. +354 562 2362 | FAX. +354 562 9662 // Starfsþjálfun í Evrópu Austurríki, Spánn, Frakkland, Ítalía, Malta, Þýskaland, Bretland og Írland. Ef þú ert á aldrinum 18 – 30 ára er starfsþjálfun góð leið til þess að læra tungumál, öðlast starfsreynslu og kynnast ólíkri menningu. Hægt er að sækja um Leonardo da Vinci styrk sem rennur til greiðslu á hluta kostnaðar. Ferðamannabólusetningar og ráðgjöf tímapantanir í síma: 535-7700 Læknasetrið Mjódd, Þönglabakka 1 www.ferdavernd.is ferdavernd@ferdavernd.is ferðavernd Jói Fel F A B R IK A N 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.