Fréttablaðið - 16.06.2007, Blaðsíða 65
Hveragerðis var enn eitt ævintýr-
ið og svona mætti lengi telja. Bær-
inn sjálfur er heldur ekki síður
eftirtektarverður útlits, hrollvekj-
andi og forvitnilegur, eyðilegur og
lifandi í senn, einhvers konar Twin
Peaks Íslands. Það er því skyldu-
stopp í Hveragerði, þó ekki sé nema
rétt til að reka nefið inn í eighties-
paradísina Eden, eina stórkost-
legustu spilakassa- og skyndibita-
sjoppu Íslands. Að því loknu má
koma við í Álnavörubúðinni, en þar
má finna ótrúlegustu klæði, allt frá
suður-þýskum kjólum á þriggja ára
upp í Kárahnjúkakraftgalla.
Á Örlygshöfn er að finna stórkost-
legan stað en þar, að Hnjóti, safn-
aði bóndinn Egill Ólafsson heitinn
ólíklegustu munum og úr varð eitt
magnaðasta byggðasafn Íslend-
inga. Má þar finna allt frá gamla
innbúinu hans Gísla að Uppsölum
(þar á meðal hljóðfæri og aðrar
uppfinningar úr hans smiðju sem
enginn veit til hvers skal brúka
í dag) upp í sovéskar flugvélar.
Einnig eru þar gömlu flugstöðv-
arnar frá Sondodda og Þingeyri
sem og fyrsta húsið sem hafði
radíóvita. Allt ofsaspes, svo ekki
sé talað um umhverfið sem hefur
einmitt heillað margan og mörg-
um kvikmyndargerðarmanninum
þótt það afar myndvænt.
Eyjaferðir geta verið sérdeil-
is exótískar. Flatey, á sínu 19.
aldar flippi, er auðvitað klassísk
en eyjan sem við stingum upp á
að þið heimsækið í sumar heitir
Vigur á Ísafjarðardjúpi. Bátur fer
daglega frá Ísafirði. Eyjan litla er
í einkaeign og er bóndi eyjarinn-
ar heimsóttur (af sama ættlegg og
búið hefur á eyjunni síðan 1884)
en þar stundar hann heilsársbú-
skap og hefur meðal annars tekj-
ur af dúntekju. Í Viktoríuhúsi er
svo hægt að fá heimagert bakk-
elsi úr smiðju bóndans en eyjan
er forkunnarfögur og mjög svo
öðruvísi. Innan um kýr, eyjafugla
og kletta má svo finna einu korn-
myllu landsins, frá árinu 1940.
Sérstök og heimilisleg upplifun
enda er eyjan lítið heimili og því
eru gestir minntir á að guða ekki á
glugga með myndavélarnar.
Fáum hefur varla látið sér detta
í hug að gista í kirkju en nú er
hægt að setja það atriði í fram-
kvæmdalýsingu sumarfrísins
2007. Á Stöðvarfirði stendur nefni-
lega gömul afhelguð kirkja og hafa
húsráðendur útbúið þar svefn-
aðstöðu fyrir tíu manns. Gisting-
in er hugsuð fyrir svefnpoka en
sængurföt eru einnig í boði fyrir
þá sem vilja og ágætis hreinlæt-
is- og eldunaraðstaða er á staðnum.
Til að toppa skemmtilegheitin má
svo fá leigða átján feta skektu eða
gúmmíbát til að róa á út á fjörð og
má þá grilla eigin veiði á gasgrilli
eftir bátsferðina.
Hvert sumar safnast hópur fólks
á Arnarstapa eða Hellnum á Snæ-
fellsnesi til að njóta orkuflæðis
frá Snæfellsjökli. Ef það vant-
ar einhverjar nýaldartaugar í
þig er af nógu öðru að taka enda
er þessi staður suðupottur frum-
legrar skemmtunar. Til dæmis má
bregða sér í sönghellinn aðeins
norðar í Stapafellinu. Fyrirtækið
Snjófell býður svo upp á snjóbíla-
og snjósleðaferðir frá jökulrönd
Snæfellsjökuls og að orkuflæðis-
athöfnum eða snjósleðaferð lok-
inni má svo skella sér á veitinga-
húsið Fjöruhúsið sem rekið er af
fjölskyldu sem eldar, þjónar og
gerir allt sem gera þarf á staðn-
um. Fyrir þá með sérþarfirnar má
nefna að gárungarnir segja kokk-
inn á Svörtuloftum á Hellissandi,
sem er í um tuttugu mínútna fjar-
lægð, hreinlega redda því sem
redda þarf og hringi maður og at-
hugi hvort hann geti eldað fyrir
mann eitthvað af óskalistanum er
því oft reddað.
Rafting hefur um nokkurt skeið
verið vinsælt, sérstaklega meðal
erlendra ferðamanna. Það sem
margir vita ekki er hve auðvelt
er að nálgast sportið og til að taka
þátt þarftu hvorki reynslu eða sér-
staka færni og jafnvel börn geta
fengið að koma með. Langvinsæl-
ust er Hvítá og fyrirtækið Arctic
Adventures býður upp á ferð-
ir daglega. Börn yngri en tólf ára
geta farið í bátinn á miðri leið,
þegar búið er að þræða hættuleg-
ustu leiðina en Hvítá þykir ekki
hættuleg á og erfiðleikastig henn-
ar er 2 af 5. Fyrir þá sem vilja
meira adrenalínkikk er Hólmsá
öllu erfiðari en fyrirtækið býður
líka upp á ferðir niður hana. Það
eru ótalmörg skemmtileg vatna-
sport í boði á Íslandi sem ekki allir
vita af og vert er að nefna einnig
það nýjasta, svokallað snorkling.
Slík köfun er fyrir þá sem ekki
hafa farið á köfunarnámskeið en
þá synda ferðamenn í sérstökum
þurrgöllum í Þingvallavatni, með
öndunarpípu í munni sér. Allir fá
froskalappir svo það er auðvelt að
synda og njóta umhverfisins.
Margir Íslendingar hafa aldrei
stigið fæti inn á hálendi landsins.
Ef ástæðan er sú að fólk geti ekki
hugsað sér að vera án háhraðanet-
tengingar og háklassahótels er slík
ástæða ekki tekin gild lengur því
í dag er að finna hótel norðaustur
af Heklu, á Sprengisandsleið, sem
býður upp á laxapaté, appelsínu-
súkkulaðimús, internet og sjón-
varp. Hótelið, Hotel Highland,
hefur verið starfrækt þrjú síðustu
sumur og gestum finnst það mikið
sport að fá slíka þjónustu á jafn
ólíklegum stað.
Í Brautarholti í Selárdal bjó lista-
maðurinn Samúel Jónsson (1884-
1969). Þar standa stórmerkilegar
styttur hans enn, sem og kirkja
sem hann smíðaði að eigin frum-
kvæði. Verk Samúels vekja gjarnan
mikla athygli enda húsagerðin sem
og listaverkin afar óvenjuleg og
sérstök. Hrörlegt umhverfið og
auðnin gera upplifunina enn sér-
stakari en verkin eru engin smá-
smíði og gefur þar meðal annars að
líta eftirlíkingu af ljónagosbrunn-
inum í Alhambra á Spáni og styttu
sem sýnir Leif heppna skyggnast
eftir Vínlandi.
Áberandi glæsilegur
Chevrolet Captiva er sportjeppi sem tekið er eftir. Bíllinn er hannaður til að mæta kröfum evrópskra öku-
manna og útkoman er áberandi glæsilegur bíll. Kraftmikil túrbó dísilvél með 5 þrepa sjálfskiptingu.
Þú getur valið um 5 eða 7 manna bíl og því fer vel um alla fjölskylduna. Chevrolet er á Tangarhöfðanum
og við tökum vel á móti þér.
www.benni.is Opið virka daga frá kl. 9.00 - 18.00. Lau. 12.00 - 16.00 Tangarhöfða 8-12 Sími 590 2000
Umboðsmenn: Bílahornið hjá Sissa, Keflavík. Bílasalan Ós, Akureyri. Bílasala Austurlands, Egilsstöðum
Chevrolet Captiva
Meiri búnaður – bakkskynjari, aksturstölva, loftkæling o.fl., o.fl.
Meiri kraftur – 16 ventla túrbó dísilvél með 320 Nm
Meira rými – 7 manna sportjeppi fyrir alla fjölskylduna
Captiva
Chevrolet Captiva
7 manna sportjeppinn sem tekið er eftir
Hlaðinn staðalbúnaði
Tölvustýrð miðstöð og loftkæling
ESP stöðugleikastýring (aftengjanleg)
Hraðastillir (cruise control), stjórnað í stýri
Nálgunarvörn
18” álfelgur
Aksturstölva
ARP veltivörn
TOD sjálfvirk drifstýring
DCS eykur öryggi niður brekkur
Tölvustýrð spólvörn
LRS heldur hæð við hleðslu
Og margt fleira