Fréttablaðið - 16.06.2007, Blaðsíða 70
Kl. 21.00
Elvar Már Kjartansson opnar sýn-
ingu sína „Streets of Bakersfield“
á Vesturveggnum í Skaftfelli Menn-
ingarmiðstöð á Seyðisfirði. Elvar er
annar í röðinni í sýningarröð Vestur-
veggsins í sumar en í ár koma þar við
sögu listamenn sem vinna á mörkum
hljóðs/tónlistar og myndlistar. Í kjöl-
far opnunar mun hljóðlistamaður-
inn Auxpan halda tónleika í Bistró-
inu. Sérstakur gestur verður tónlista-
maðurinn Buck Owens sem dó langt
fyrir aldur fram í fyrra.Sýningin mun
standa til 4. júlí.
Leikið og sungið á Gljúfrasteini
Tónlistarhátíðin Við Djúpið
verður haldin vestur á Ísa-
firði dagana 18. til 24. júní.
Tinna Þorsteinsdóttir veitir
henni nú forstöðu. Hefur
hátíðin ekki verið stærri í
sniðum en á þessu sumri.
Gestir koma víða að úr heimin-
um: frá Frakklandi, Danmörku og
Bandaríkjunum. Glæsilegir lista-
menn koma fram á tónleikum og
kenna jafnframt á námskeiðum á
tímabilinu fyrir lærða og leika.
Þar fer fremstur í flokki hinn
heims- og landskunni sellóleik-
ari Erling Blöndal Bengtsson,
sem fagnaði fyrr á þessu ári
70 ára starfsafmæli. Mun hann
standa fyrir námskeiði fyrir unga
tónlistarmenn og er þegar fullbók-
að á það.
Sérstakur gestur hátíðarinnar
er Evan Ziporyn, klarínettuleikari,
tónskáld og meðlimur hinar heims-
þekktu samtímasveitar Bang on a
Can, en hann heldur námskeið þar
sem kynnt verður tónlist frá þeirri
sælu eyju Balí. Hann er stofnandi
sveitarinnar Gamelan Galak Tika,
þar sem leikið er á hátt á þriðja tug
Gamelan-hljóðfæra. Af þessu til-
efni verða sérstaklega flutt inn til
landsins Gamelan-hljóðfæri fyrir
þátttakendur á námskeiði hans
að spreyta sig á og hlustendur að
njóta, en það verður að teljast fá-
títt ef ekki einstakt tækifæri á Ís-
landi fyrir áhugamenn um tónlist
fjarlægra staða. Námskeið er opið
öllum áhugasömum: tónskáldum,
hljóðfæraleikurum og tónmennta-
kennurum.
Aðrir sem koma fram eru hinn
þjóðþekkti píanóleikari Vovka
Stefán Ashkenazy, Davíð Þór Jóns-
son, spuna-/djass píanóleikari með
meiru úr FLÍS-tríóinu, en tríó-
ið kom fram á hátíðinni í fyrra og
vakti þá mikla lukku. Einnig mun
Tinna Þorsteinsdóttir kenna á nám-
skeiði í samtímatónlist fyrir unga
píanónemendur. Skipar því píanó-
ið veigamikinn sess á hátíðinni í
sínum fjölbreytileika.
Tónleikarnir eru annar megin-
þáttur hátíðarinnar: opnunartón-
leikar verða á þriðjudegi 19. júní
kl. 20 í Hamrinum. Þar leikur Er-
ling Blöndal Bengtsson verk eftir
Bach, Sibelius, Piatti og Kodaly.
Á fimmtudagskvöldinu 21. júní
verða lokatónleikar spunapíanó-
námskeiðs með Davíð Þór Jónssyni
og nemendum hans í Edinborgar-
húsinu og hefjast kl. 20. Á föstu-
deginum verða þar tónleikar kl. 20
með þeim Evan Ziporyn, Christ-
ine Southworth og Aton. Á laugar-
deginum kl. 21 gefst landsmönn-
um nær og fjær kostur á að njóta
beinnar útsendingar á Rás 1 með
Erling Blöndal Bengtssyni, Vovka
Ashkenazy, Evan Ziporyn, Christ-
ine Southworth, Tinnu Þorsteins-
dóttur og Aton í Hamri. Þar spilar
svo Vovka Ashkenazy á hátíðartón-
leikum á sunnudeginum kl. 16. Auk
þessa verða tvennir nemendatón-
leikar og tvennir hádegistónleika-
gjörningar með Davíð Þór annars
vegar og Aton hins vegar.
Í ár er sú nýjung höfð á, að boðið
er upp á tónsmíðanámskeið undir
handleiðslu hins unga og efnilega
Dana, tónskáldsins Simon Steen-
Andersens og tónlistarhópsins
Aton, sem mun frumflytja verk
eftir hann á sérstökum tónleik-
um og nemendur á námskeiðinu.
Simon Steen-Andersen hefur vakið
mikla athygli í heimalandi sínu
fyrir frumlega nálgun með hljóð-
heimi sínum og hefur hlotið fjölda
viðurkenninga.
Hátíðin er haldin í samvinnu við
tónlistardeild Listaháskóla Íslands,
Háskólasetur Vestfjarða, Tónlist-
arskóla Ísafjarðar og Listaskóla
Rögnvaldar Ólafssonar, Edinborg-
arhúsi. Nýverið hafa tveir splunku-
nýir flyglar verið teknir í notk-
un á Ísafirði, í sal Tónlistarskóla
Ísafjarðar, Hömrum og nú síðast í
nýuppgerðu Edinborgarhúsi sem
hátíðin mun njóta góðs af. Ísafjörð-
ur verður því iðandi af mannlífi og
tónlistarlífi um Jónsmessu, sem
að heimamenn og ferðamenn geti
notið.
Skráning á hátíðina, sem er nú
haldin í fimmta árið í röð, fer vel
fram. Enn er hægt að skrá sig á
nokkur námskeið, sem eru opin
fyrir allt tónlistarfólk á mismun-
andi stigum náms og atvinnu-
mennsku. Nánari upplýsingar um
dagskrána og skráningu er að finna
á heimasíðu hátíðarinnar: www.
viddjupid.is.
„Ég vil sýna raunveruleik-
ann eins og hann er og vil
að fólk upplifi tilfinningu
og áhrif verka minna,“
segir Tinna Lúðvíksdótt-
ir, listljósmyndari, sem
hefur verið boðið að taka
þátt í samsýningu fjög-
urra listakvenna í Lund-
únum. Sýningin hefst 29.
júní og stendur til 29. júlí,
en auk Tinnu sýna lista-
konur frá Brasilíu, Þýska-
landi og Englandi. Sýning-
in verður í Danielle Arnaud lista-
galleríinu, sem leggur áherslu á
samtímaverk.
Tinna hefur verið búsett í Nor-
egi í fimmtán ár. Hún útskrifaðist
frá Listaháskólanum í Bergen árið
2001 og hefur sýnt verk sín víða í
Noregi. Hún hefur meðal annars
starfað sem ljósmyndari í Noregi
og við kvikmyndaframleiðslu.
Yfirskrift sýningarinnar í Lund-
únum er „A Private Paradise“.
Galleríeigandinn, Danielle
Arnaud, sem er virt á sínu
sviði, vildi fá verk á sýning-
una sem sýndu túlkun lista-
kvennanna á „einkaparad-
ís”. Tinna setti saman fjór-
ar ljósmyndaseríur fyrir
sýninguna, alls tólf mynd-
ir, og hefur unnið að verk-
unum frá áramótum.
„Ég tók myndir á Íslandi,
en ég sýni einnig mynd-
ir sem ég hef tekið í Nor-
egi. Myndirnar túlka mína
einkaparadís og eru meðal ann-
ars teknar á Snæfellsnesi,” segir
Tinna.
Tinna heldur til Kaíró í Egypta-
landi í október þar sem henni
hefur einnig verið boðið að taka
þátt í sýningu. „Það verður mikið
ævintýri að koma þangað,” segir
hún.
Upplýsingar um verk Tinnu má
finna heimasíðunni: www.tinna.no
Paradís Tinnu
Express Fer›ir, Grímsbæ, Efstalandi 26, sími 5 900 100 Fer›askrifstofa í eigu Iceland Express
SÉRFERÐIR
Verð á mann í tvíbýli
84.900 kr.
Innifalið: Flug með sköttum, allur akstur,
gisting í tvær nætur í Andernach ásamt
morgun- og kvöldverði, þriggja daga
sigling með fullu fæði og einum
gala-kvöldverði. Íslensk leiðsögn.
Nánar á www.expressferdir.is eða í síma 5 900 100
25.–30. ágúst
Yndisleg ferð þar sem dvalið er á góðu hóteli í Andernach við Rín í
undurfögru umhverfi. Farið í skoðunarferð um hina stórmerku Köln
sem stendur við Rín, m.a. í dómkirkjuna sem var 600 ár í byggingu.
Síðan verður farið um borð í skipið mps Statendam sem er glæsilegt
hollenskt skip og siglt hina fallegu leið til Königswinter. Þar verður í
boði að fara í skoðunarferð upp á Drachenfelsen. Talið er að þar hafi
Sigurður Fáfnisbani vegið orminn. Haldið til Boppart sem er mjög
skemmtilegur bær og
dvalið þar í einn dag. Síðan
er borgin Koblenz heimsótt
og að því loknu farið aftur
til Kölnar. Sama dag er
ferðalöngum ekið til
Frankfurt Hahn í flug.
Lágmarksþátttaka er
20 manns
Haustsigling á Rín