Fréttablaðið - 16.06.2007, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 16.06.2007, Blaðsíða 22
Í dag fór Andri í vikudvöl hjá skátum að Úlfljótsvatni. Hann og Kári vinur hans fóru líka í fyrra og líkaði svo vel að þeir vildu ólmir fara aftur. Andri fór með heilmikinn far- angur og verður örugglega feg- inn því að fara í hrein föt á hverj- um morgni þegar hann er búinn að fara í morgunsturtu og bursta tennurnar vandlega. Mér sjálfum finnst hins vegar óþarfi að gera unga menn út með mikinn farangur í svona ævin- týraferðir. Ég frétti af einum strák sem var í vikudvöl á Úlfljót- svatni í fyrra og kom heim glað- ur og ánægður í nákvæmlega sömu fötum og hann var í þegar hann fór. Aðspurður kvaðst hann líka hafa sofið í þeim enda spar- ar það bæði tíma og fyrirhöfn að vera ekki sífellt að rífa sig í eða úr fötunum. Frá Háteigsskóla kemur at- hyglisverð áætlun en þar hefur starfsfólkið verið að skoða þá óskilamuni sem blessuð börn- in hafa skilið eftir sig í skólan- um og enginn hefur gert tilkall til eða viljað við kannast. Samkvæmt þessari athug- un skilur hvert barn að meðal- tali eftir sig verðmæti fyrir um 2.500 krónur á vetrinum og er þá miðað við áætlað verð á hverja úlpu 5.000 krónur, 400 krón- ur á vettlinga og 3.000 krónur á peysu svo dæmi séu tekin. Tíu þúsund skólabörn týna samkvæmt þessu andvirði 25 milljón króna á hverjum vetri og er þá ótalinn sá varningur sem tapast annars staðar en í skól- um landsins. Þetta eru umtals- verð verðmæti og mundu nema rúmum árslaunum seðlabankastjóra ef öll hrúgan væri á einum stað. Í dag var Valgerður Sverrisdóttir kjörinn varaformaður Framsókn- arflokksins. Á þeim bæ er mikið og erfitt starf fyrir höndum. Í framtíðinni munu stjórnmálafræðingar leita skýringa á því hvers vegna Framsóknarflokkur- inn uppskar allar skammirnar og Sjálfstæðisflokk- urinn allt hrósið fyrir þau verk sem þessir flokkar unnu í samein- ingu í 12 ára stjórnar- samstarfi. Skýringarnar verða sennilega jafn margar og ólíkar og þeir sem eiga eftir að setja þær fram. Í mínum huga er hlutskipti Fram- sóknar soldið eins og sak- lausrar sveitapíu sem borg- arljósin heilla til sín og lendir í óheppilegum félagsskap og gleymir uppruna sínum og þeim dyggðum sem hún var nestuð með að heiman. Með sjö ára hreinlífi mun vera hægt að endurheimta meydóm sinn svo að Framsókn hefur tím- ann fyrir sér. Glöggur maður sem ég hitti á förnum vegi, og var einusinni alþingismaður, kvaðst ekki treysta sér til að segja fyrir um það með öruggri vissu hvort stjórn Sjálfstæðis- flokks og Samfylkingar muni endast í tólf ár eða sextán. Þegar íslenskir stjórnmálamenn þora ekki sjálf- ir að segja ein- hverja vitl- eysu eða framkvæma eitthvert glap- ræðið er þrauta- lending þeirra að hóa í „erlenda sér- fræðinga“ og hafa ruglið eftir þeim til að gefa því gáfulegt yfirbragð. Nú langar marga að drepa Íbúðalánasjóð. Það er skelfilegt að ríkið skuli reka þennan sjóð sem varn- ar því að bankarnir geti selt sér algjört sjálfdæmi í fasteignaviðskiptum og ráðið því hverjir fái að eignast þak yfir höfuðið og hverjir ekki. Meðan verið er að brugga Íbúðalánasjóði banaráðin stendur heil- ræðabunan upp úr „er- lendum sérfræðingum“ sem fullyrða eins og sannir heims- endaspámenn að nú þurfi að takmarka „án tafar hámarks- lán og lánshlutföll hans“. Þetta orðalag er svo auðskil- ið jafnvel sauðsvört- um almúga að hinir „erlendu sérfræð- ingar“ láta fylgja þessu djúpvitra at- hugasemd á vís- indasproki sem hljóðar svo: „Í framhaldinu þarf ríkis- stjórnin að eyða fyrir fullt og allt þeirri bjögun á innlendum fjármálamarkaði sem stafar af tilvist Íbúðalánasjóðs í eigu hins opinbera.“ „Bjögun á innlendum fjármála- markaði“ er væntanlega sú stað- reynd að meðan Íbúðalánasjóð- ur er við lýði eiga bankarnir ekki allskostar við almenning. Bjögun ætti kannski frekar að vera bjöggun? Annars eru vísindamenn ynd- islegir, ekki bara hinir „erlendu sérfræð- ingar“ sem hing- að koma. Nú hefur hjörð vísinda- manna við Lund- únaháskóla afrek- að það sem lengi hefur vaf- ist fyrir mannkyninu. Sem sé að meta hamingjuna til fjár. Vísindamennirnir hafa reikn- að það út hvers virði heilsa, ham- ingja, gott hjónaband og fleiri slíkir óáþreifanlegir hlutir séu í krónum og aurum. Ekki veit ég hvort niðurstöður vísindamann- anna eiga að gilda um fleiri þjóð- ir en þær sem byggja Bret- landseyjar en fyrir mína parta finnst mér góð heilsa fremur lítils metin þar um slóðir, eða á skitnar 37 milljónir króna sem dygði varla fyrir íbúðarholu í Skuggahverf- inu í Reykjavík. Góður maki er metinn á 25 millur. Skyldi frú Sólveig geta fengið 25 milljónir fyrir mig á frjáls- um markaði? Það er svipuð upphæð og frambærilegur forstjórajeppi kostar. Nú mun vera búið að eitra innan þjóðgarðsins í Jökulsárgljúfr- um. Ekki þó fyrir meindýrum eða ferðamönnum heldur fyrir plöntutegund sem heitir lúp- ína. Íslenskum plöntu-rasist- um virðist vera uppsigað við þessa fallegu jurt sem vex á svörtum söndum þar sem aðrar jurtir hafa dáið út. Á eyðimörk- um myndar lúpínan jarðveg og vaxtarskilyrði fyrir önnur blóm og jurtir og víkur síðan kurteis- lega þegar hún hefur búið í hag- inn fyrir þær. Verandi kunnugur austur á Rangárvöllum hef ég séð með eigin augum hvílíkt kraftaverk lúpínan er á eyðisöndum. Hvað þarf annars ein jurt að hafa búið lengi á Íslandi til að fá hér ríkisborgararétt? Verst að Jónína Bjartmarz skuli ekki vera umhverfisráðherra lengur. Svonefnd GÚRKA byrjar form- lega í dag en gúrkutíð hefst þegar flest mikil- menni innan- lands og utan eru komin í sumar- frí og blaða- menn hafa lítið til að skrifa um annað en vaxt- arafrek garðávaxta. Aðalfréttin á landinu í dag hefur verið sá fáheyrði atburð- ur að unglingar fóru á fyllerí í sumarbústað um síðustu helgi og nenntu ekki að taka til eftir sig. Á dögum al- þjóðavæðingar, hryðjuverka, gróðurhúsa- áhrifa, styrjalda og hung- ursneyða finnst mér notalegt að búa í landi þar sem sóðaleg umgengni í sumar- bústað telst enn vera fréttaefni. Andri og Kári eru komn- ir frá Úlfljótsvatni him- insælir með dvölina. Elí vinur Andra sem hefur saknað leikfélaga síns undanfarna daga var að sjálfsögðu mættur til að að taka á móti þeim. Við fyrstu athugun lítur út fyrir að Andri hafi haft fata- skipti í vikunni enda er hann hið mesta snyrtimenni og týndi ekki nema einhverju smáræði af fötum í ferðinni. Í kvöld hjálpaði litla Sól mér að hnoða flatbökur til að halda upp á heimkomu útilegudrengsins og Hávar og Eyrún Þorbjörnsbörn sem búa í næsta húsi mættu í samkvæmið. Það var líf og fjör enda vona ég að barnabörnin mín segi sínum barnabörnum að forfaðir þeirra í Norska bakarí- inu hafi bakað góðar pitsur því að orðstír að sögn Hávamála deyr aldrei. Sumarið verður alltaf betra og betra. Bjögun eða bjöggun? Í Dagbók Þráins Bertelssonar er sagt frá 25 milljónum króna á glámbekk, sveitastúlku í solli og heilræðum heimsendaspámanna og spurt hversu lengi jurtir þurfi að búa á Íslandi til að fá íslenskan ríkisborgararétt... ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 38 10 0 06 /0 7 TNF Tadpole 2 manna göngutjald Þyngd: 2,13 kg Tjaldalandi - við Glæsibæ Tjaldaúrvalið er í Verð: 32.990 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.