Fréttablaðið - 16.06.2007, Blaðsíða 1
20-50%
AFSLÁTTUR AF
NÝJUM VÖRUM
Opið 10-18 í dag
LOKADAGUR!
Það þarf ekki að fljúga til Kosta Ríka eða Indlands til að eiga framandi
sumarfrí. Litla landið okkar leynir á sér og víða leynast og leynast ekki
framandlegir veitingastaðir, gistihús og afþreyingarmöguleikar.
Fjörutíu konum
hefur undanfarin sjö ár verið
boðið að ljúka meðgöngu þegar
skimun á ellefu til þrettán vikna
gömlu fóstri hefur leitt í ljós að
það er með Downs-heilkenni. Ein-
ungis tvær þeirra völdu að halda
meðgöngunni áfram; hinar 38
völdu fóstureyðingu.
„Þetta finnst mér svolítið hættu-
leg þróun,“ segir Unnur Helga
Óttarsdóttir, formaður Félags
áhugafólks um Downs-heilkenni.
Um sjötíu prósent ófrískra
kvenna á landinu fara í skimun á
elleftu til þrettándu viku með-
göngu. Síðan um aldamótin hefur
konum verið boðið upp á skimun,
sem getur leitt í ljós hvort fóstrið
hafi fæðingargalla.
Komi alvarlegur galli í ljós er
gengið úr skugga um það með
frekari rannsóknum og konunni
loks boðið að ljúka meðgöngu með
fóstureyðingu. Langflestar velja
þann kost. Um þriðjungur tilfell-
anna er vegna Downs-heilkennis.
Tæpur þriðjungur kvenna
sleppir skimun, en skimunin getur
einnig gefið ónákvæma niður-
stöðu. Því fæðast um tvö til þrjú
Downs-börn á ári, en áður en
skimun hófst voru þau um sjö að
meðaltali.
„Ef fólkið ákveður að þiggja
skimun hefur það í flestum tilvik-
um ákveðið fyrir fram að ef eitt-
hvað finnist verði farið í fóstur-
eyðingu,“ segir Reynir Tómas
Geirsson, prófessor og yfirlæknir
á kvennadeild LSH.
Skimun með þessum hætti er
ekki leyfileg í Noregi, en tíðkast á
hinum Norðurlöndunum.
„Það eru mismunandi skoðanir
á því hversu alvarleg fötlun
Downs-heilkenni er. Sumum finnst
það ekki mikið mál, en öðrum
meira mál. Um þetta hefur fólk
sjálfdæmi,“ bætir Reynir við.
„Þessi börn eru bara venjuleg
börn og verða venjulegir fullorðnir
einstaklingar,“ segir Unnur. „Þau
eru bara aðeins öðruvísi.“
Downs-heilkenni er litninga-
frávik sem veldur þroskahömlun.
Um eitt af hverjum átta hundruð
börnum sem fæðist hefur heil-
kennið.
„Allir vilja eiga fullkomið barn,
en ákveðin viðhorfsbreyting þarf
að eiga sér stað í þjóðfélaginu,“
segir Unnur. „Það er svo mikil full-
komnunarárátta. Fólk treystir sér
ekki til að eiga svona fatlað barn,
en Downs er líklega ein skásta fötl-
unin. Þetta er auðvitað erfitt, en
líka mjög gefandi.“
Langflestum fóstrum með
Downs-heilkenni er eytt
Um 300 stúlkur á 11. og
12. aldursári eru saman komnar í
Vestmannaeyjum á hinu árvissa
Pæjumóti. Mótinu lýkur í dag.
„Það er rífandi stemning í
hópnum og stelpurnar hafa staðið
sig vel,“ segir Smári Jökull
Jónsson, sem situr í mótsnefnd.
Hann segir mótið setja svip á
bæinn því auk stúlknanna dvelji
fjölmargir foreldrar og fylgdar-
menn í Eyjum. „Þótt fótboltinn sé í
fyrsta sæti er ýmislegt annað við
að vera fyrir stelpurnar,“ segir
Smári en þegar Fréttablaðið ræddi
við hann var verið að undirbúa
Idol-keppni sem sjálfur Jógvan
ætlaði að dæma.
Fjör á pæjumóti
Benedikt Erlingsson var
sigursæll þegar Gríman, íslensku
leiklistarverðlaunin, var afhent í
Íslensku óperunni í gærkvöldi.
Benedikt hlaut þrenn verðlaun,
fyrir leikstjórn í sýningunni Ófagra
veröld og sem besti leikarinn og
leikskáldið í sýningunni Mr. Skalla-
grímssyni. Dagur vonar, í sviðsetn-
ingu Leikfélags Reykjavíkur, var
kjörin besta leiksýning ársins.
Benedikt þakkaði Agli Skalla-
grímssyni þegar hann tók við
verðlaunum fyrir leik í aðalhlut-
verki. „Hann gerði margt slæmt
og margt gott, og það er kannski
hægt að bæta þessari styttu sem
skrautfjöður í hattinn hans.“
Herdís Þorvaldsdóttir og
Róbert Arnfinnsson hlutu heið-
ursverðlaun Leiklistarsambands
Íslands á hátíðinni yfir ævistarf í
þágu leiklistar. Hlutu þau dynj-
andi lófaklapp er þau tóku við
viðurkenningu úr hendi Ólafs
Ragnars Grímssonar, forseta
Íslands.
Benedikt var sigurvegari kvöldsins
Aðeins tvisvar á síðustu sjö árum hefur fóstureyðingu verið sleppt ef skimun hefur leitt í ljós Downs-heilkenni hjá
fóstrinu. Fæðingum Downs-barna hefur fækkað mikið. „Fólk hefur sjálfdæmi,“ segir yfirlæknir kvennadeildar.