Fréttablaðið - 16.06.2007, Blaðsíða 83
P
IP
A
R
•
S
ÍA
•
7
11
31
Nánari upplýsingar á www.landsvirkjun.is og í síma 515 9000
„Hvað er með Ásum?“
Ævintýraferð í goðheima fyrir alla fjölskylduna.
Goðastyttur Hallsteins Sigurðssonar við texta
Árna Björnssonar, þjóðháttafræðings.
Laxárstöðvar í Aðaldal
Orka í iðrum jarðar!
Heimsækið gestastofuna í Kröflu, sjáið myndir
frá Kröflueldum. Kynnist jarðvarma og
orkuvinnslu.
Kröflustöð í Mývatnssveit
Kraftverk
Listaverk sem sjaldan hafa komið fyrir almenn-
ingssjónir – mörg hver með áhugaverða sögu
sem tengist Landsvirkjun og orkumálum.
Kjarval, Ásgrímur, Gunnlaugur Blöndal og fleiri.
Ljósafossstöð við Sog
Kynnist Kárahnjúkavirkjun!
Upplýsingar um Kárahnjúkaframkvæmdirnar
ásamt ferðamennsku og útivist norðan
Vatnajökuls. Góður viðkomustaður áður en
haldið er upp á Fljótsdalsheiði.
Végarður í Fljótsdal
Líf í Þjórsárdal
Ómissandi viðkomustaður á leiðinni inn á
Sprengisand og í Veiðivötn.
Sultartangastöð ofan Þjórsárdals
Heimsókn í Húnaþing
Kynnið ykkur orkumál og starfsemi
Blöndustöðvar í starfsmannahúsi stöðvarinnar.
Blöndustöð, Húnaþingi
Kynnist okkur af eigin raun
Heimsækið Landsvirkjun í sumar.
Stöðvarnar eru opnar alla eftirmiðdaga í sumar.
Komdu í heimsókn í sumar!
Landsvirkjun býður landsmönnum að heimsækja sex stöðvar í sumar þar sem bæði er hægt að kynna sér staðreyndir
um umhverfisvæna íslenska orku og skoða fjölbreyttar sýningar um menningu, list og sögu.
Íslensk orkumál og virkjanir – alþjóðleg fyrirmynd í umhverfismálum
Þjálfari kvennalands-
liðsins beitir skemmtilegri að-
ferð til að peppa stelpurnar upp.
„Við gerum þetta fyrir alla leiki,“
sagði Sigurður um myndband
sem hann sýnir daginn fyrir leik
og rétt fyrir upphafsspyrnuna.
„Þetta er orðið hluti af undir-
búningi liðsins. Ég er með mynd-
brot úr íslenskum fótbolta, nú síð-
ast reyndar bara frá kvennalands-
liðinu. Það er ætlunin með þessu
að kveikja á þjóðarstoltinu, sem
reyndar er mikið fyrir. Þetta hefur
gefist vel,“ sagði Sigurður en há-
dramatísk tónlist er undir mynd-
unum sem kveikja neistann í leik-
mönnum.
Þjóðarstoltið
rifið upp
Kvennalandsliðið í knatt-
spyrnu leikur klukkan 14 í dag
mjög mikilvægan leik gegn
Frökkum í undankeppni EM í
knattspyrnu. KSÍ setur markið
hátt, stefnan er að bæta aðstókn-
armetið á Laugardalsvelli á
kvennalandsleik. Aðsóknarmetið
er 2.974 manns sem sáu leik Ís-
lands og Englands árið 2005.
„Við vonumst til að sem flestir
mæti og styðji okkur, ég hvet
alla til að mæta og sjá tvö góð lið
mætast,“ sagði Sigurður Ragnar
Eyjólfsson landsliðsþjálfari og
það er ekki annað hægt en að
taka undir þau orð. Aðeins 1.000
krónur kostar á leikinn en frítt er
fyrir sextán ára og yngri.
Allir á völlinn
Rappstjarnan og sprelligos-
inn 50 Cent þarf ekki að bera
vitni vegna ákæru á hendur Allen
Iverson síðar í mánuðinum. Dóm-
ari kvað þennan úrskurð í gær en
Iverson er gefið að sök að hafa
lamið mann í andlitið með flösku.
50 Cent, eða Curtis Jackson III
eins og hann heitir réttu nafni,
var ekki viðriðinn slagsmálin en
hann er náinn vinur öryggisvarða
Iverson sem áttu þátt í slagsmál-
unum. Vegna þessa hefði hann
þurft að mæta í réttarsalinn en til
þess kom þó ekki.
Ber ekki vitni
gegn Iverson
Arnór Guðjohnsen, faðir
og umboðsmaður Eiðs Smára,
sagði við enska fjölmiðla í gær að
Eiður yrði líklega áfram í herbúð-
um Barcelona á næsta tímabili.
Orðalagið var ekki það sterkt að
hann útilokaði sölu frá Barcelona
en sagði drenginn vera ánægðan
hjá Katalóníufélaginu.
Fjölmiðlar á Spáni og Englandi
hafa verið duglegir við að orða Eið
við félög á borð við Fenerbahce,
Newcastle og nú síðast enn og
aftur Manchester United. Eiður
hefur aldrei farið leynt með dýrk-
un sína á Spáni og Barcelona, sem
á þó lokaorðið í framtíð hans.
„Í sannleika sagt hef ég ekki
heyrt neitt frá Manchester United.
Þetta eru bara vangaveltur. Ég
held að Barcelona vilji bíða með
sín mál þar til eftir helgina. Þá er
kannski hægt að fá skýrari mynd
á það sem mun gerast. En á þessu
stigi er ekkert að frétta,“ sagði
Arnór við Sky-fréttastofuna í gær.
Aðspurður hvort Eiður yrði
áfram hjá Barcelona svaraði
Arnór: „Líklega. Hann er mjög
ánægður hérna. Hann hefur ekki
spilað mikið eftir áramót en á
meðan Samuel Eto´o var meiddur
gerði hann nokkuð vel. Hann vill
því fá annað tækifæri á næsta
tímabili til að sanna sig enn frek-
ar,“ sagði Arnór Guðjohnsen um
málefni landsliðsfyrirliðans.
Eiður Smári vill annað tímabil til að sanna sig