Fréttablaðið - 16.06.2007, Blaðsíða 74
Ég er ein af þeim sem hrífast meira af tísku hausts og vetrar en
sumarsins, þegar mér finnst tískuverslanir fyllast af ósamstæðum
og glannalegum litum og efnum sem maður getur ekki beðið eftir
að fari á útsölu á haustin. Það er einhvern veginn erfiðara að vera
smart á sumrin, en margar konur halda að árstíðin hlýja þýði það
að maður eigi að dressa sig frá toppi til táar í túrkisblátt, appels-
ínugult eða pastelliti. Ég á erfitt með að losna úr viðjum klassískra
lita eins og svörtu, hvítu, gráu og beige og held mig við þá sama
hvað hitamælirinn segir. Nú fara margir að huga að sumarleyfum er-
lendis, hvort sem það er í borgarferð (og þá oftast
í 30 stiga mollu!) eða við strönd. Ég er einmitt að
reyna að endurhugsa fataskápinn fyrir sumarfrí-
ið og er að sirka út hina fullkomnu „garderóbu“
sem ætti að henta bæði í stórborg eða á svöl-
um í evrópskum strandbæ. Sumarið í ár er fyrst
og fremst algjört kjólasumar, og þá erum við
að tala um þægilega, lausa kjóla með einskon-
ar sixtís-sniði sem ættu að ganga við bókstaf-
lega allt. (Ég var sérstaklega hrifin af útfærsl-
um Chloé á litla sixtískjólnum eins og á með-
fylgjandi mynd). Það er hægt að vera í kjólum
á daginn við ballerínuskó, eða já, Converse-strigaskóm ef maður er
rokkgella, eða yfir bikiníið á ströndinni við sandala. Talandi um skó
þá ættu allar konur að fjárfesta í þægilegum flötum ballerínuskóm og
einu stykki „ thong“ sandölum sem fást í skemmtilegum glimmerútgáf-
um eða jafnvel með semelíusteinum í anda MiuMiu. Stuttbuxur og hné-
buxur eru áfram vinsælar í sumar en þær eru fullkomnar í borgarferð-
ina með ermalausum bol og sólgleraugum. Stjörnurnar fara svo ætíð
með gríðarstór Pashmina-sjöl í flugvélarnar en það er einkar þægilegt
að kúra undir þeim í kaldri loftræstingu. Fyrir ströndina eða exótískari
staði þá eru svokallaðir „kaftan“-kjólar (lausir með indversku sniði og
síðum ermum) fullkomnir í hitann. Svo er bara að muna að setja SPF 40
á nefið og jafnvel hatt eða slæðu á höfuðið svo að maður komi ekki eins
og sveskja heim úr sumarfríinu.
Svalt sumarfrí?
Hönnunarparið Thea Bregazzi og
Justin Thornton skapaði merkið
Preen á síðasta áratugi. Í sumar
náði Preen nýjum hæðum með lit-
ríkri og þröngri „nineties“-línu og
kjólarnir þeirra eru á óskalista
allra helstu tískudrósa heims.
Bregazzi og Thornton búa í Nott-
ing Hill í London og hafa hingað til
verið þekkt fyrir jarðarliti og svart
og hvítt. Daður þeirra við neonliti
kom þeim rækilega á tískukortið í
ár og þau eru frumkvöðlar hinn-
ar nýju „ Body-con“ tísku en það
þýðir „líkamsmeðvitund“ – sumsé
níðþröng föt! Bregazzi fékk inn-
blástur frá hönnuðum eins og Azz-
edine Alaia og Hervé Léger. „Ég
var að hugsa um fyrirsætuna Yas-
min Le Bon sirka 1989“ segir hún.
Við kjólana, sem eru ýmist í neon-
bleiku, grænu, gulu eða mjúkum
kamellit, eru svo rokkuð ökkla-
stígvél í svipuðum litaafbrigðum.
Nú er Preen selt á yfir 120 stöð-
um um allan heim og haust/vetrar-
línan hefur líka fengið margróma
lof. Þar gefur að líta kamelfrakka,
þrönga kjóla í hindberjableiku og
plómurauðu við þykkar sokkabux-
ur og ökklastígvél. En fyrir þær
sem ekki hafa efni á níutíu þús-
und króna kjól þá hafa hjónakorn-
in einnig hannað Preen línur fyrir
TopShop í London undanfarin tvö
ár.