Fréttablaðið - 16.06.2007, Blaðsíða 28
K
ristján Erlingsson seg-
ist aldrei hafa velt því
fyrir sér hvað hann ætl-
aði að verða þegar hann
yrði stór.
„Ég man ekki eftir
að hafa hugsað: „ég ætla að verða
slökkviliðsmaður, sundlaugarvörður
eða málari,“ eins og vinir mínir gerðu
kannski. Ég pældi aldrei í þannig
hlutum. Ég hef alltaf verið hvatvís
og brugðist við atburðum þegar þeir
koma upp. Ég held að þessar hugsan-
ir um hvað maður ætli að verða hafi í
raun ekkert gildi.“
Kristján flutti til Flateyrar eftir
nám í viðskiptafræði. Hann vann þar
sem skrifstofumaður og síðar fjár-
málastjóri hjá Hjálmi hf. sem var fisk-
vinnslan á Flateyri. Síðar varð hann
framkvæmdastjóri fyrirtækis sem hét
Vestfirskur kúfiskur og var búinn að
vera hjá fiskvinnslunni Kambi í hálft
ár þegar kom að kaflaskiptum í lífi
hans árið 1997.
„Snjóflóðið sem féll á Flateyri árið
1995 reyndi á alla sem að því komu.
Eftir það fór mig að langa að fara eitt-
hvað annað og þetta var meira svona
„pack your bags and go“ tilfinning
heldur en eitthvað skipulagt. Reykja-
vík kom ekkert frekar til greina heldur
en eitthvert annað land. Eiginkona mín,
Lesley Wales, er frá Suður-Afríku. Hún
hafði búið á Íslandi í ellefu ár þannig
að ég hafði ekki fjötra íslenskrar konu
þegar kom að því að ákveða áfanga-
stað.“
Hvernig datt þér í hug að flytja til Úg-
anda? „Ég sá auglýsingu í Morgun-
blaðinu þar sem Sölumiðstöð hrað-
frystihúsa óskaði eftir fólki til starfa
við fiskvinnslu í Úganda. Ég sótti
um en var hafnað. Þremur mánuðum
síðar var hringt í mig þegar gaurinn
sem hafði verið ráðinn gafst upp. Mér
var boðið starfið og ég bara fór út.
Fyrst fór ég einn og kom mér fyrir og
fór síðan til baka og náði í konuna og
börnin. Tvíburarnir voru þriggja ára
þegar við fluttum öll saman út.“
Hvað kom þér mest á óvart við að
flytja þangað?
„Ég held að ég svari þessu á sama
hátt og ég svara þegar ég er spurður í
Úganda hvernig Ísland sé. Ég segi bara
að það sé öðruvísi. Úganda er bara
öðruvísi. Þetta eru tveir gjörsamlega
ólíkir heimar. Við Íslendingar erum
gjarnir á að leggja mat á hluti byggða
á okkar eigin reynsluheimi og fáum út
okkar eigið gildismat. Hlutirnir eru
því annað hvort góðir eða slæmir. Ég
er hættur að hugsa svona og lít frek-
ar á að hlutir séu bara öðruvísi. Ég
hafði oft ferðast til Suður-Afríku áður
en ég flutti til Úganda þannig að ég
vissi hvernig Afríka var og við hverju
ég mætti búast. En vissi ég að Úganda
væri nákvæmlega eins og hún reynd-
ist vera? Kannski ekki og kannski var
það það sem kom mér mest á óvart
þegar ég flutti út. Óróinn á svæðinu
var mjög mikill á þessum tíma. Þegar
ég kom til landsins voru liðin fjögur ár
frá því landið var opnað eftir tuttugu
ára borgarastyrjöld og menn búnir
að drepa hver annan alveg eins og vit-
leysingar áratugum saman. Sex til sjö
skæruliðahreyfingar voru að reyna
að steypa yfirvöldum í Úganda. Þrjú
ár voru liðin frá þjóðarmorðinu í Rú-
anda þar sem 800 þúsund manns voru
myrtir á hundrað dögum. Ég var líka í
Úganda þegar stríðið í Kongó geisaði.
Þegar ég var nýfluttur með fjölskyld-
una heyrðum við skothvelli á hverri
einustu nóttu, handsprengjum var
kastað inn á bari og allt var í vitleysu
í þjóðfélaginu. En á þessum tíu árum
sem ég hef búið þarna hafa átt sér stað
ótrúlegar breytingar í landinu til hins
betra.“
Kristján segir það hafa verið erfitt
fyrir fjölskylduna að venjast þessu nýja
umhverfi en það hafi aldrei hvarflað að
sér að pakka saman og gefast upp.
„Við vorum fyrst þrír Íslending-
ar sem unnum hjá þessu fyrirtæki og
síðan urðum við tveir og síðan varð ég
einn eftir. Ég er þannig karakter að
þegar ég tek eitthvað að mér þá geri ég
það þangað til ég bara stoppa og kemst
ekki lengra.“
Kristján stofnaði fyrirtækið Icemark-
Africa Ltd. í Úganda og í dag er það
stærsta fyrirtækið á sínu sviði þar í
landi.
Áttu þér draum sem þú vilt sjá verða
að veruleika? „Eini draumurinn sem ég
hef haft er að standa mig í því sem ég
er að gera. Og stundum tekst það ekki.
Allir hafa lent í því að standa sig ekki
á einhverjum tímpunkti. Ef það væri
ekki þannig væri mannfólkið frekar
skrýtið. Ég er sáttur við síðasta skeiðið
í lífi mínu, eftir að ég flutti til Úganda.
Rétt áður en ég flutti út var ég búinn að
missa húsið mitt í snjóflóðinu og með
skuldir á bakinu. En ég átti yndislega
konu og börn og það skipti mig mestu
máli og kom mér áfram í lífinu.“
Þú hlýtur að taka eftir breytingum
sem hafa orðið á íslensku þjóðfélagi á
þessum tíu árum sem þú hefur búið í út-
löndum? „Ég er mjög kátur yfir íslensku
þjóðfélagi. En ég held að við höfum
ekki hugsað þetta alveg til enda og ekki
skipulagt okkur nægilega vel varðandi
framtíðina. Íslenskt þjóðfélag er svolít-
ið eins og ég að þessu leyti. Eins og ég
sagði þá hugsaði ég aldrei hvað ég ætl-
aði að verða í framtíðinni þegar ég var
lítill. Við ígrundum valkostina okkar
ekki nægilega vel. Í ljósi þessarar um-
ræðu ákvað ég að fjárfesta á Flateyri nú
á dögunum og kaupa tæki Kambs. Við
erum til dæmis með kvótakerfi sem átti
að leiða til hagræðingar en svo hugsar
enginn um afleiðingar þeirrar hagræð-
ingar til langframa. Allt í einu vakna
allir upp og segja: „Ha? Er þorpið að
fara?“ Þetta átti bara einhvern veginn
að reddast. Við heimtum hagræðinguna
og síðan þegar hún gengur ekki upp til
lengdar eru settir plástrar hér og þar.“
Hvernig sérðu Flateyri fyrir þér í
framtíðinni? „Með kaupunum á tækjum
Kambs er ég auðvitað að reyna að búa
til grunn að framtíðarsýn á Flateyri.
Mig langar að viðhalda fiskvinnslu á
Flateyri en geri mér grein fyrir því að
ég get ekki farið í sama farið og aðrir
eru búnir að vera í. Þá stenst ég ekki
samkeppnina. Ég er með ágætis reynslu
í flugfrakt vegna fyrirtækisins sem ég
á í Úganda. Ég er búinn að finna flug-
vél sem ég held að ég geti notað frá Ísa-
firði til Evrópu og tengt þannig ferska
markaðinn við Vestfirði. Markmiðið er
aðallega að reyna að auka fjölbreytnina.
Ég geri mér grein fyrir því að það hefur
verið reynt áður en ekki tekist enda er
grunnurinn ekki byggður þannig. Stað-
reyndin er samt sú að þessi þorp lifa af
auðlind sem heitir fiskur. Þess vegna
er erfitt fyrir þorp, eins og Flateyri, að
vakna upp einn daginn við það að ein-
hver er búinn að selja þorskinn í Fjarð-
arkjaftinum. En þorskurinn er þar enn,
því hann fór ekkert heldur bara aðgang-
urinn að honum. Ég held að menn verði
að átta sig á því að landsbyggðin lifir á
sjávarútvegi. Við verðum síðan að kom-
ast að því hvort menn sætti sig við það
eða hvort menn ætli áfram að stinga
höfðinu í sandinn.“
Skipta peningar þig miklu máli?
„Nei, ekki að grunninum til en þeir
veita aðgang að möguleikum. Fullt af
fólki er með margar frábærar hug-
myndir en koma þeim ekki til fram-
kvæmda því það hefur ekki peninga-
lega burði til þess.“
Ég sá í frétt í dagblaði þar sem þú ert
kallaður bjargvættur Flateyrar.
„Já einmitt, ég sá þetta einhversstað-
ar. Það er ekki leiðum að líkjast að vera
bendlaður við Einar Odd Kristjáns-
son frænda minn en við höfum unnið
saman í langan tíma. Auðvitað fylg-
ir þessu ábyrgð en ég mun ekki gera
þetta einn. Ég vinn að þessu með öðru
fólki og vonandi tekst okkur að búa til
langtímagrundvöll þannig að Flateyri
verði ekki einhver svefnbær út frá Ísa-
firði. Markmiðið er að Flateyri hafi
sinn tilgang í framleiðslu og vonandi
framleiðslu á vörum sem eru nýjar og
betri en áður hafa sést.“
Ætlar þú að búa á Flateyri í framtíð-
inni? „Já, en ekki alveg strax. Ég ætla að
vera í Úganda í einhvern tíma í viðbót.
Ég held að þrjú lönd komi til greina en
þau eru Úganda, Suður-Afríka og síðan
hið yndislega sker, Ísland. Eini gallinn
við Ísland er samt veðráttan. Er ekki
hægt að gera eitthvað í þeim málum?“
Hef alltaf viljað standa mig
Kristján Erlingsson gerir ekki langtímaplön fyrir eigið líf en hefur skýra framtíðarsýn fyrir þorpið þar sem hann
fæddist og heitir Flateyri. Núna býr hann ásamt fjölskyldu sinni í Úganda og talaði við Láru Björgu Björnsdóttur þegar
hann var í heimsókn nýverið hér á landi og sagði henni meðal annars frá þeim áformum sínum að hefja flutninga
með flugfrakt milli Vestfjarða og Evrópu.
Allt í einu
vakna allir
upp og
segja: „Ha?
Er þorpið
að fara?“
Þetta
átti bara
einhvern
veginn að
reddast.